KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarkeppni karla með 2-0 sigri á Breiðabliki í gærkvöldi.
Baldur Sigurðsson skoraði síðara mark KR í leiknum en Blikar töldu að hann hafi verið rangstæður.
Farið var yfir markið og atvik úr leiknum í Borgunarbikarmörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld.
Var Baldur rangstæður? | Sjáðu mörkin
Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-2 | Andlausir Blikar áttu aldrei möguleika
KR lagði Breiðablik 2-0 í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld á Kópavogsvelli. KR skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik gegn bitlausum heimamönnum.