Var fáviti að kjósa Framsóknarflokkinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 22:15 Ólafur Páll Gunnarsson. vísir/stefán Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður og tónlistarstjóri Rásar 2, birti nú rétt í þessu yfirlýsingu á Facebook-vegg sínum þar sem hann beinir spjótum að ... sjálfum sér. Tilefnið eru hugmyndir Vigdísar Hauksdóttur þess efnis að það hljóti að koma til greina að selja Rás 2. Ólafi Páli hugnast það greinilega ekki og setur fram játningar þess efnis að hann hafi kosið Framsóknarflokkinn. Það hafi hann gert vegna lána sinna en ekki óraði hann fyrir að „stórhættulegt fólk“ á borð við Vigdísi myndi fylgja með í kaupunum. „Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum!,“ skrifar Ólafur á Facebook. Ólafur segir það afleitt að ætla að selja stöðina – ekkert sé til að selja. „Ég er algjörlega gáttaður. Ef fólk vill loka þessari útvarpsstöð, þá gerir það það bara. Það er ekkert til þess að selja. Ef það væri mögulegt að selja hana þá myndi það þýða að það þyrfti að hækka afnotagjöldin eða nefskattinn til þess að hægt væri að halda úti annarri starfsemi óbreyttri,“ segir Ólafur í samtali við Vísi og bætir við að Rás 2 hafi alla tíð staðið undir sér. „Rás 2 er mér vitanlega sú eining, eða af þessum þremur, sem hefur alla tíð skilað meiri tekjum en hún hefur kostað. Og það var forsenda þess að hún yrði sett á laggirnar á sínum tíma.“ Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild sinni hér að neðan:Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum! Þið megið ÖLL gera grín að mér til æviloka - en ég TRÚÐI því virkilega og einlæglega sem formaðurinn og fyrrum samstarfsfélagi minn af RÚV sagði - ég trúði því að þetta Hókus Pókus með lánin og hrægammasjóðina og það alltsaman væri mögulegt. Ég og allir hinir sem kusum FRAMSÓKNARFLOKKINN gerðum okkur ekki grein fyrir því (amk. ekki ég) að svona stórhættulegt fólk fylgdi með í dílnum. Fari ég og önnur fífl í rassgat! P.s. Ég er með fullri rænu og ódrukkinn Seljum svo Rás 2....eða hendum henni bara. Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður og tónlistarstjóri Rásar 2, birti nú rétt í þessu yfirlýsingu á Facebook-vegg sínum þar sem hann beinir spjótum að ... sjálfum sér. Tilefnið eru hugmyndir Vigdísar Hauksdóttur þess efnis að það hljóti að koma til greina að selja Rás 2. Ólafi Páli hugnast það greinilega ekki og setur fram játningar þess efnis að hann hafi kosið Framsóknarflokkinn. Það hafi hann gert vegna lána sinna en ekki óraði hann fyrir að „stórhættulegt fólk“ á borð við Vigdísi myndi fylgja með í kaupunum. „Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum!,“ skrifar Ólafur á Facebook. Ólafur segir það afleitt að ætla að selja stöðina – ekkert sé til að selja. „Ég er algjörlega gáttaður. Ef fólk vill loka þessari útvarpsstöð, þá gerir það það bara. Það er ekkert til þess að selja. Ef það væri mögulegt að selja hana þá myndi það þýða að það þyrfti að hækka afnotagjöldin eða nefskattinn til þess að hægt væri að halda úti annarri starfsemi óbreyttri,“ segir Ólafur í samtali við Vísi og bætir við að Rás 2 hafi alla tíð staðið undir sér. „Rás 2 er mér vitanlega sú eining, eða af þessum þremur, sem hefur alla tíð skilað meiri tekjum en hún hefur kostað. Og það var forsenda þess að hún yrði sett á laggirnar á sínum tíma.“ Yfirlýsingu Ólafs má sjá í heild sinni hér að neðan:Ég stíg hér með fram og segi: Það er fávitum eins og mér að kenna að svona rugludallar (mig langaði að nota annað orð....) eru við völd á Íslandi í dag. Mér var lofað að stökkbreytta húsnæðislánið mitt yrði leiðrétt og ÞESS VEGNA KAUS ÉG FRAMSÓKNARFLOKKINN í síðustu kosningum! Þið megið ÖLL gera grín að mér til æviloka - en ég TRÚÐI því virkilega og einlæglega sem formaðurinn og fyrrum samstarfsfélagi minn af RÚV sagði - ég trúði því að þetta Hókus Pókus með lánin og hrægammasjóðina og það alltsaman væri mögulegt. Ég og allir hinir sem kusum FRAMSÓKNARFLOKKINN gerðum okkur ekki grein fyrir því (amk. ekki ég) að svona stórhættulegt fólk fylgdi með í dílnum. Fari ég og önnur fífl í rassgat! P.s. Ég er með fullri rænu og ódrukkinn Seljum svo Rás 2....eða hendum henni bara.
Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. 2. október 2014 18:45
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36