Var Jesús til? Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 6. október 2016 07:00 Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun