Var Jesús til? Rúnar M. Þorsteinsson skrifar 6. október 2016 07:00 Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stærstu trúarbrögð heimsins, kristindómurinn, eru grundvölluð á tilvist og boðskap Jesú frá Nasaret. En var Jesús til í raun og veru? Eða byggja fornar frásagnir af honum á mýtu, þ.e.a.s. á sögu sem ekki er sönn? Hópur manna, sem við getum kallað „mýtumenn“, heldur því einmitt fram að frásagnir af Jesú séu ekkert annað en mýtur og að persónan Jesús hafi aldrei verið til. Samkvæmt þessari skoðun hófst kristindómurinn með trú á andlega, goðsögulega veru, sem síðari kristnir menn héldu fram að hefði verið söguleg. Rök mýtumanna eru margvísleg, en í grundvallaratriðum eru þau þessi: (1) Það eru engar áreiðanlegar 1. aldar heimildir til um Jesú sem ekki eru kristnar. (2) Ekki er mikið minnst á Jesú í öðrum textum Nýja testamentisins en guðspjöllunum. Meira að segja Páll postuli minnist nánast ekkert á hinn sögulega Jesú. (3) Guðspjöllin fjögur í Nýja testamentinu, Markús, Matteus, Lúkas og Jóhannes, eru einu alvöru heimildirnar um hinn sögulega Jesú, en þeim er ekki einu sinni hægt að treysta, þar sem markmið þeirra var að boða trú, en ekki miðla sagnfræðilegum sannleika. Auk þess er í raun og veru aðeins um eitt guðspjall að ræða í þessu tilliti, þar sem Matteus, Lúkas og Jóhannes byggja öll á Markúsi. (4) Sögurnar um Jesú eiga sér nánar hliðstæður í samtíma mýtum um heiðna guði og aðra guðlega menn og eru því líklega af sama toga. Nýjatestamentisfræðingar, sem flestir eru á þeirri skoðun að Jesús hafi verið til (hver svo sem hann var), tiltaka eftirfarandi mótrök gegn þessum skoðunum mýtumanna: (1) Það er rétt að engar grísk-rómverskar heimildir frá 1. öld nefna Jesú. Það er á hinn bóginn rangt að engar ekki-kristnar heimildir nefni Jesú á nafn. Gyðinglegi sagnaritarinn Jósefus nefnir hann tvisvar í textum sínum, nokkuð sem mýtumenn andmæla með því að halda því fram að kristnir menn hafi síðar bætt þessum tilvísunum við. Þau rök eru veik þar sem engin forn handrit styðja slíkar viðbætur. Það er reyndar nokkuð algeng leið hjá mýtumönnum að bregðast við gagnrökum af þessu tagi með því að halda því fram að slíkar tilvísanir séu einfaldlega seinni tíma viðbætur. Til þess að slík rök séu sannfærandi þarf helst að liggja fyrir handritavitnisburður því til stuðnings. (2) Það er eðlilegt að meira sé minnst á Jesú í guðspjöllunum en í öðrum textum Nýja testamentisins, þar sem hann þó kemur fyrir. Páll minnist vissulega lítið á hinn sögulega Jesú – hann hefur meiri áhuga á hinum upprisna Kristi – en þó má sjá slíkt endrum og eins. Eitt dæmi er að finna í Fyrra Korintubréfi 11.22–24 þar sem Páll vísar beint í orð Jesú. (3) Það er rétt að meginmarkmið guðspjallahöfundanna voru ekki sagnfræðileg, heldur að boða trú á Jesú sem messías (hvað svo sem fólst í því). Það þýðir þó ekki að Jesús hafi ekki verið til. Guðspjöllin fjögur eru vissulega okkar bestu heimildir fyrir tilvist Jesú, en það er ekki rétt að um einungis eina heimild, Markús, sé að ræða. Matteus og Lúkas nota jú Markús sem heimild, en þeir nota að líkindum aðra sjálfstæða heimild sem kölluð hefur verið Q (af orðinu Quelle = heimild) – textabrot sem eru sameiginleg með Matteusi og Lúkasi en koma ekki fyrir í Markúsi, auk þess sem sérefni Matteusar og Lúkasar gætu verið eldri heimildir. Ef þetta er tilfellið er um fjórar sjálfstæðar heimildir að ræða um tilvist Jesú, auk Jóhannesarguðspjalls sem geymir aðra sjálfstæða heimild sem þó tilheyrir líklega seinni tíma. (4) Það að til voru goðsagnir um persónuna Jesú þýðir ekki að hann hafi ekki verið til, enda þótt hann hafi e.t.v. ekki verið eins og goðsögurnar lýsa honum. Í fornöld voru til álíka sögur af persónum sem við vitum að voru til í raun og veru. Gott dæmi er Apollóníus frá Týana sem var uppi á 1. öld e.Kr., en lýsingu á honum svipar mjög til frásagna af Jesú. Þegar þessi rök og mótrök eru metin bendir flest til þess að Jesús hafi í raun og veru verið til. Sú niðurstaða þýðir þó ekki að hann hafi sagt og gert alla þá hluti sem guðspjöllin segja til um. Guðspjöllin eru ekki sagnfræðileg rit, heldur trúarleg, eins og mýtumenn benda réttilega á. Góðum og gildum aðferðum þarf að beita til þess að ákvarða hvað er líklegt að Jesús hafi sagt og gert í raun og veru, en sú spurning er krufin til mergjar við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun