Innlent

Var níu daga í fangelsi á Suðurnesjum

Karen Kjartansdóttir skrifar
Fimmtán ára gamli drengurinn sem dæmdur var í fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komu til landsins var í haldi í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum. Hann segist hafa liðið hræðilega og finnist hann í fyrsta skipti öruggur hjá fósturfjölskyldu sinni.

Bilal Fathi segist verða sextán ára gamall í september en hann er frá Marokkó en ekki Alsír eins og fyrst var haldið. Hann hefur undanfarið búið heima hjá fjölskyldu Salmans Tamimi formanns félags Múslima á Íslandi og þar líði honum vel. Síðustu ár hafi hann flakkað um Norðurlöndin í leit að betra lífi. Síðast hafi hann dvalið í Finnlandi og unnið hjá Marokkóskum manni sem hafi ekki greitt sér laun og farið mjög illa með sig. Hann hafi flúið hann hingað til lands þar sem hann hafði heyrt góða hluti um land og þjóð.

„Hann kom frá Marókkó og fór svo til Evrópu. Hann lenti svo hér á Íslandi þar sem hann langar að mennta sig og lifa betra lífi," segir Salmann, fósturfaðir Bilals.

Bilal var síðan handtekinn á Keflavíkurflugvelli og settur í fagnaklefa í níu daga. Þá visst segir hann hafa verið hrikalega, hann hafi verið mjög hræddur og liðið eins og stórglæpamanni.

„Honum fannst eins og hann væri stórglæpamaður, því fangelsi eru bara fyrir glæpamenn," segir Salmann, sem túlkaði fyrir Bilal í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bilal er þó hrifinn af landi og þjóð og langar að búa hér á landi í framtíðinni.

„Hann er mjög ánægður núna. Hann býr með fjölskyldu, er öruggur og líður mjög vel. Ég ætla að aðstoða hann í samstarfi við barnaverndarnefnd í Sandgerði. Hann fer svo strax að læra íslensku og ætlar að æfa fótbolta," segir Salmann.

„Þetta er voðalega kurteis strákur og konan mín er rosalega ánægð með hann því hann setur í þvottavélina fyrir hana," segir hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×