Varað við fúskurum í barnavernd María Lilja Þrastardóttir skrifar 13. júní 2013 06:30 Merki samtakanna Vörn fyrir börn sem Barnaverndarstofa kannar um þessar mundir. facebook.com/StoppVornFyrirBornPjonustumidstod Barnaverndaryfirvöld kanna nú starfsemi samtakanna Vörn fyrir börn. Áhyggjur yfirvalda beinast fyrst og fremst að þjónustumiðstöð sem samtökin opnuðu nýverið í Skútuvogi fyrir barnunga þolendur kynferðisofbeldis. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, staðfestir þetta og segir starfsemina varasama. Hann bendir einnig á að ekki sé fullsannað að starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar sé faglært og slíkt sé mjög alvarlegt mál. „Það er vissulega áhyggjuefni þegar svona einkaframtak fer af stað og setur sig jafnvel á móti yfirvöldum og okkar fagaðilum sem þó vinna brautryðjendastarf. Okkur ber því að sjálfsögðu skylda til að kanna slíka starfsemi,“ segir Páll. Kristín Snæfells er forstöðukona Varnar fyrir börn. Hún segir mikla aðsókn í þjónustumiðstöðina, samtökin hafi ótal mál til vinnslu og þau séu hvert öðru erfiðara. Hún segist gefa lítið fyrir „kjaftasögur“ sem séu á kreiki um samtökin. Spurð hvort ekki sé æskilegast að málaflokkurinn sé inni á borði barnaverndaryfirvalda segir hún svo vera en þó séu margir sem ekki treysti þeim tilteknu yfirvöldum. Hún segir að þó sé unnið að samstarfi á milli Barnaverndarstofu og samtakanna. Páll hafnar því alfarið að slíkt samstarf sé í vinnslu. Kristín Snæfells Í upplýsingum um starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar á vefnum kemur fram að þar starfi sálfræðingar og lögfræðingar ásamt öðru starfsfólki. „Við erum með einn sálfræðing sem vann samfara námi sínu hjá Barnaverndarstofu og er því vel kunnugur starfsháttum hennar. Einnig erum við með lögfræðing sem vann hjá Fangelsismálastofnun,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þetta tvær ungar konur. Sálfræðingurinn hefur þó ekki verið brautskráður úr námi og hefur því ekki fengið starfsréttindi sín útgefin. Starf hennar hjá Barnaverndarstofu var á vegum átaksverkefnis Vinnumálastofnunar fyrir háskólanema. Lögfræðingurinn er með BA-próf. „Við efumst ekki um að þau vilji öll vel. En þau verða líka að segja frá starfseminni eins og hún er. Þau eru mikið að biðja fólk um peninga fyrir rekstrinum og slíkt má ekki gera á röngum forsendum,“ segir Páll. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Barnaverndaryfirvöld kanna nú starfsemi samtakanna Vörn fyrir börn. Áhyggjur yfirvalda beinast fyrst og fremst að þjónustumiðstöð sem samtökin opnuðu nýverið í Skútuvogi fyrir barnunga þolendur kynferðisofbeldis. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu, staðfestir þetta og segir starfsemina varasama. Hann bendir einnig á að ekki sé fullsannað að starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar sé faglært og slíkt sé mjög alvarlegt mál. „Það er vissulega áhyggjuefni þegar svona einkaframtak fer af stað og setur sig jafnvel á móti yfirvöldum og okkar fagaðilum sem þó vinna brautryðjendastarf. Okkur ber því að sjálfsögðu skylda til að kanna slíka starfsemi,“ segir Páll. Kristín Snæfells er forstöðukona Varnar fyrir börn. Hún segir mikla aðsókn í þjónustumiðstöðina, samtökin hafi ótal mál til vinnslu og þau séu hvert öðru erfiðara. Hún segist gefa lítið fyrir „kjaftasögur“ sem séu á kreiki um samtökin. Spurð hvort ekki sé æskilegast að málaflokkurinn sé inni á borði barnaverndaryfirvalda segir hún svo vera en þó séu margir sem ekki treysti þeim tilteknu yfirvöldum. Hún segir að þó sé unnið að samstarfi á milli Barnaverndarstofu og samtakanna. Páll hafnar því alfarið að slíkt samstarf sé í vinnslu. Kristín Snæfells Í upplýsingum um starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar á vefnum kemur fram að þar starfi sálfræðingar og lögfræðingar ásamt öðru starfsfólki. „Við erum með einn sálfræðing sem vann samfara námi sínu hjá Barnaverndarstofu og er því vel kunnugur starfsháttum hennar. Einnig erum við með lögfræðing sem vann hjá Fangelsismálastofnun,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þetta tvær ungar konur. Sálfræðingurinn hefur þó ekki verið brautskráður úr námi og hefur því ekki fengið starfsréttindi sín útgefin. Starf hennar hjá Barnaverndarstofu var á vegum átaksverkefnis Vinnumálastofnunar fyrir háskólanema. Lögfræðingurinn er með BA-próf. „Við efumst ekki um að þau vilji öll vel. En þau verða líka að segja frá starfseminni eins og hún er. Þau eru mikið að biðja fólk um peninga fyrir rekstrinum og slíkt má ekki gera á röngum forsendum,“ segir Páll.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira