Innlent

Varað við stormi og stórhríð

MYND/Anton

Veðurstofan varar við stormi og stórhríð víða um land um helgina. Strax á morgun verður vaxandi austan- og norðaustanátt á öllu landinu og á laugardag er búist norðaustan hvassviðri eða stormi við austur- og norðurströndina með talsverðri snjókomu og enn hvassari vindi á hálendinu.

Færð getur því spillst á mjög skömmum tíma og lítið eða ekkert ferðaveður verður víða um land. Á sunnudag dregur svo úr veðurofsanum og ætti veðru að vera orðið skaplegt um allt land síðdegis á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×