Innlent

Varað við svifryksmengun í höfuðborginni

Styrkur svifryks í Reykjavík verður sennilega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Mistrið sem verið hefur yfir borginni er að mestu ryk sem berst sennilega af Landeyjarsandi. Í tilkynningu frá borginni segir að líklegast verði mengunin áfram yfir heilsuverndarmörkum í kvöld. Þeir sem eru með viðkvæm öndunarfæri ættu að taka tillit til aðstæðna og fylgjast með loftgæðum á vefmæli borgarinnar sem sýnir svifryksmengun við Grensásveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×