Varnaðarorðin voru hunsuð Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Mikill vatnsflaumur rennur nú út í Fnjóskadal um munna Vaðlaheiðaganga að austan. Mynd/Auðunn Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira