Varnarmálin aftur á dagskrá Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. september 2015 07:00 Arnór Sigurjónsson, skrifstofustjóri á skrifstofu varnarmála í utanríkisráðuneytinu, heilsar Bob Work, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á Keflavíkurflugvelli í vikunni. Mynd/Glenn Fawcett (DoD) Farið er fram á 1.042,2 milljónir króna undir liðnum „varnarmál“ í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. „Málefnaflokkurinn Varnarmál féll brott úr ráðuneytiskafla utanríkisráðuneytisins í fjárlögum 2011 er fjárheimildir hans voru millifærðar frá ráðuneytinu,“ segir í frumvarpinu. Verkefnin voru flutt til innanríkisráðuneytisins að mestu, auk smærri tilfærslna yfir á aðra liði utanríkisráðuneytis og til Alþingis. Lagt er til að 793,1 milljónar króna fjárheimild vegna varnartengdra verkefna verði flutt frá innanríkisráðuneyti yfir á varnarmál hjá utanríkisráðuneyti. Vísað er til samnings utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis frá 30. júlí 2014 um að ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæsla Íslands annist tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum. „Með þessum samningi er fest í sessi formlegt samskipta- og samráðsferli milli forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um öryggis- og varnarmál. Utanríkisráðuneytið hefur eftirlit með framkvæmd samningsins,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þá er lagt til að framlög Íslands til öryggis- og varnarmála verði aukin um 213 milljónir króna. „Rík áhersla hefur verið á að bandalagsríki NATO auki framlög sín til sameiginlegra varna bandalagsins, sérstaklega í ljósi þróunar í öryggismálum í Evrópu,“ segir í frumvarpinu, en að auki er svo lagt til að 21 milljón króna fari í að styðja við sjóði sem verið sé að setja upp til að styrkja uppbyggingu í Úkraínu og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi. Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Farið er fram á 1.042,2 milljónir króna undir liðnum „varnarmál“ í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. „Málefnaflokkurinn Varnarmál féll brott úr ráðuneytiskafla utanríkisráðuneytisins í fjárlögum 2011 er fjárheimildir hans voru millifærðar frá ráðuneytinu,“ segir í frumvarpinu. Verkefnin voru flutt til innanríkisráðuneytisins að mestu, auk smærri tilfærslna yfir á aðra liði utanríkisráðuneytis og til Alþingis. Lagt er til að 793,1 milljónar króna fjárheimild vegna varnartengdra verkefna verði flutt frá innanríkisráðuneyti yfir á varnarmál hjá utanríkisráðuneyti. Vísað er til samnings utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis frá 30. júlí 2014 um að ríkislögreglustjóri og Landhelgisgæsla Íslands annist tiltekin verkefni samkvæmt varnarmálalögum. „Með þessum samningi er fest í sessi formlegt samskipta- og samráðsferli milli forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis og innanríkisráðuneytis um öryggis- og varnarmál. Utanríkisráðuneytið hefur eftirlit með framkvæmd samningsins,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. Þá er lagt til að framlög Íslands til öryggis- og varnarmála verði aukin um 213 milljónir króna. „Rík áhersla hefur verið á að bandalagsríki NATO auki framlög sín til sameiginlegra varna bandalagsins, sérstaklega í ljósi þróunar í öryggismálum í Evrópu,“ segir í frumvarpinu, en að auki er svo lagt til að 21 milljón króna fari í að styðja við sjóði sem verið sé að setja upp til að styrkja uppbyggingu í Úkraínu og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.
Alþingi Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira