Vart hægt að tala um veiðistofn í Mývatni lengur Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2014 07:00 Mývatn er óumdeilt ein mesta náttúruperla Íslands, en fiskistofnar vatnsins eru í hættu. Fréttablaðið/Vilhelm Bleikjustofninn í Mývatni er í sögulegu lágmarki. Veiðistofn bleikju stendur vart undir því nafni lengur og er metinn um eitt þúsund silungar. Vísbendingar eru um að urriðastofninn, sem sögulega er lítill, standi ekki undir veiði þrátt fyrir miklar veiðitakmarkanir. Ástæður hrunsins eru taldir samverkandi þættir náttúrulegra breytinga og mannanna verk. Þetta sýna rannsóknir Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra auðlindasviðs Veiðimálastofnunar. Guðni er sammála því að varla sé hægt lengur að tala um veiðistofn bleikju í Mývatni og að staðan sé verulegt áhyggjuefni. Í skýrslu sinni mælir hann með því að sem allra mest verði dregið úr veiði, sem hann segir að sé í raun hvatning til þess að veiði sé alfarið hætt um tíma. Dregið hefur verið úr sókn í bleikjustofninn síðustu þrjú ár. Vegna þess hefði mátt búast við hækkandi afla en Guðni segir að þær vonir hafi ekki ennþá ræst ennþá. Ennfremur er ekkert úr netaveiði undir ís fyrrhluta mars í Mývatni sem bendir til að hagur silungsins sé að vænkast, nema þvert á móti þar sem veiðin var lélegri en undanfarin tvö ár.Veiðistofninn er kominn niður í þúsund fiska.VeiðimálastofnunMývatn er eitt frjósamasta stöðuvatn á Íslandi, sem setur stöðu silungsins í vatninu í ákveðið samhengi og vekur enn meiri furðu að mati Guðna. Vitað er að silungastofnarnir fóru illa árin 1988 og 1997 og drapst í stórum stíl úr hungri yfir sumartímann. „Svo er gríðarleg aukning túrisma við vatnið og kísilgúrvinnsla var í vatninu um langt árabil,“ segir Guðni og vísar til þess að samfellt dæling kísilgúrs úr vatninu stóð í þrjá áratugi, en veiðitölur sýna að um líkt leyti og sú starfsemi hófst byrjaði samdráttur í silungsveiði í vatninu og stóð með nokkrum sveiflum til 2006 þegar aðeins um 2.400 silungar voru skráðir í veiðiskýrslur. „Svo eru menn að tala um Bjarnarflag og þá hugsar maður með sér hver verður dropinn sem fyllir mælinn. Í mínum huga þá mega menn ekki tefla á tvær hættur með þessa stofna,“ segir Guðni en Landvirkjun hefur uppi áform um nýja og stærri jarðvarmavirkjun við Bjarnarflag skammt austan Reykjahlíðar. Verulegar áhyggjur hafa komið fram um áhrif virkjunarinnar á grunnvatnsstreymi til Mývatns og efnasamsetningu þess, sem kunni að raska lífríki vatnsins.Meðalveiðin 27 þúsund silungar Heildarveiðin í Mývatni árið 2013 var 2.489 silungur. Út frá afla í vetrarveiði er áætlað að stærð veiðistofns bleikju í upphafi veiðitímans 2013 hafi verið 1.058 bleikjur og að 37% þess fjölda hafi því veiðst. Meðalveiði síðustu 113 ára er 27.000 silungar, mest bleikja. Mesta veiði í Mývatni var um 1920 þegar hún losaði 100 þúsund fiska. Í skýrslu Guðna er vikið að því Mývatn er nú eitt fárra vatna á Íslandi þar sem silungsveiði er enn stunduð sem hluti af hefðbundnum búskap. Veiði í Mývatni er því rótgróið menningartengt fyrirbæri og það verði að hafa hugfast í samhengi. Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Sjá meira
Bleikjustofninn í Mývatni er í sögulegu lágmarki. Veiðistofn bleikju stendur vart undir því nafni lengur og er metinn um eitt þúsund silungar. Vísbendingar eru um að urriðastofninn, sem sögulega er lítill, standi ekki undir veiði þrátt fyrir miklar veiðitakmarkanir. Ástæður hrunsins eru taldir samverkandi þættir náttúrulegra breytinga og mannanna verk. Þetta sýna rannsóknir Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra auðlindasviðs Veiðimálastofnunar. Guðni er sammála því að varla sé hægt lengur að tala um veiðistofn bleikju í Mývatni og að staðan sé verulegt áhyggjuefni. Í skýrslu sinni mælir hann með því að sem allra mest verði dregið úr veiði, sem hann segir að sé í raun hvatning til þess að veiði sé alfarið hætt um tíma. Dregið hefur verið úr sókn í bleikjustofninn síðustu þrjú ár. Vegna þess hefði mátt búast við hækkandi afla en Guðni segir að þær vonir hafi ekki ennþá ræst ennþá. Ennfremur er ekkert úr netaveiði undir ís fyrrhluta mars í Mývatni sem bendir til að hagur silungsins sé að vænkast, nema þvert á móti þar sem veiðin var lélegri en undanfarin tvö ár.Veiðistofninn er kominn niður í þúsund fiska.VeiðimálastofnunMývatn er eitt frjósamasta stöðuvatn á Íslandi, sem setur stöðu silungsins í vatninu í ákveðið samhengi og vekur enn meiri furðu að mati Guðna. Vitað er að silungastofnarnir fóru illa árin 1988 og 1997 og drapst í stórum stíl úr hungri yfir sumartímann. „Svo er gríðarleg aukning túrisma við vatnið og kísilgúrvinnsla var í vatninu um langt árabil,“ segir Guðni og vísar til þess að samfellt dæling kísilgúrs úr vatninu stóð í þrjá áratugi, en veiðitölur sýna að um líkt leyti og sú starfsemi hófst byrjaði samdráttur í silungsveiði í vatninu og stóð með nokkrum sveiflum til 2006 þegar aðeins um 2.400 silungar voru skráðir í veiðiskýrslur. „Svo eru menn að tala um Bjarnarflag og þá hugsar maður með sér hver verður dropinn sem fyllir mælinn. Í mínum huga þá mega menn ekki tefla á tvær hættur með þessa stofna,“ segir Guðni en Landvirkjun hefur uppi áform um nýja og stærri jarðvarmavirkjun við Bjarnarflag skammt austan Reykjahlíðar. Verulegar áhyggjur hafa komið fram um áhrif virkjunarinnar á grunnvatnsstreymi til Mývatns og efnasamsetningu þess, sem kunni að raska lífríki vatnsins.Meðalveiðin 27 þúsund silungar Heildarveiðin í Mývatni árið 2013 var 2.489 silungur. Út frá afla í vetrarveiði er áætlað að stærð veiðistofns bleikju í upphafi veiðitímans 2013 hafi verið 1.058 bleikjur og að 37% þess fjölda hafi því veiðst. Meðalveiði síðustu 113 ára er 27.000 silungar, mest bleikja. Mesta veiði í Mývatni var um 1920 þegar hún losaði 100 þúsund fiska. Í skýrslu Guðna er vikið að því Mývatn er nú eitt fárra vatna á Íslandi þar sem silungsveiði er enn stunduð sem hluti af hefðbundnum búskap. Veiði í Mývatni er því rótgróið menningartengt fyrirbæri og það verði að hafa hugfast í samhengi.
Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Sjá meira