Vatnsmýrin er votlendi og óhentugt byggingarland Jón Hjaltalín Magnússon skrifar 4. október 2013 06:00 Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar byggingar, sem er mjög kostnaðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlishúsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabyggingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýrinni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkraliða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkurflugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varplandið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Norræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýrinni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frekari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar.Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipuleggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í september 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræðings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janúar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flugvallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýrinni, sem talin var vera „eins ákjósanleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýrinni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flugvöll á þessu sléttlendi í Vatnsmýrinni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þúsundir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirnar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi.Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatnsmýrina sem hentugt byggingarland eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslendingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýrinni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikilvægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkissjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllurinn verði áfram á sínum stað!Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir framtíðina með heppilegum byggingarsvæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameiginlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin!
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun