Innlent

Vatnsmýrin logar

Frá brunanum í vatnsmýrinni. Guðmundur Egill Gunnarsson tók myndina.
Frá brunanum í vatnsmýrinni. Guðmundur Egill Gunnarsson tók myndina.
Mjög mikill sinubruni er nú í Vatnsmýrinni í Reykjavík, nálægt Norræna húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru „fjölmargir" slökkvibílar á vettvangi.

Lögregla biðlar til fólks að vera ekki að keyra um svæðið, hvað þá að fara út úr bílunum. Mikil hætta getur skapast þegar eldur er laus og þá þarf slökkvilið einnig að fá nægt pláss til að sinna sínum störfum.

Kyrrstæðir bílar eru á svæðinu sem eru í hættu. Engin hús eru í hættu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar þegar þær berast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×