Vatnsmýrin verði öflugt þekkingarsvæði Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2014 14:55 Mynd frá undirskriftinni í dag. mynd / aðsent. Vinna er hafin við að skapa öfluga miðstöð þekkingargreina og nýsköpunar á Íslandi í Vatnsmýri. Samstarfsvettvangur um eflingu þekkingarsvæðis í Vatnsmýrinni og mótun áætlunar þar að lútandi var formlega stofnaður í dag með undirritun samkomulags sem Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn standa að. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Háskóli Íslands (HÍ), Háskólinn í Reykjavík (HR) og Landspítalinn (LS) hafa ákveðið að efna til samstarfs um uppbyggingu á þekkingarsvæði í Vatnsmýri. Sameiginlegt markmið aðila samkomulagsins er að móta metnaðarfulla áætlun um eflingu Vatnsmýrarinnar sem miðstöðvar þekkingargreina og nýsköpunar á Íslandi. Hlutur þekkingargreina og hátækni þarf að aukast á Íslandi og lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um að efla hlutdeild þeirra í hagkerfinu en þar getur Vatnsmýrin gegnt lykilhlutverki með tvo stærstu háskóla landsins og háskólasjúkrahús. Staðsetning Vatnsmýrarinnar í næsta nágrenni við miðborg Reykjavíkur skapar mikilvæg tækifæri til að byggja upp öflugt og lifandi þekkingarsvæði. Nútímalegt skipulag þekkingarsvæðisins getur laðað til sín og fóstrað fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og starfsfólk í þekkingargreinum í alþjóðlegri samkeppni. Í tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á vegum ríkisstjórnar kemur fram að alþjóðageirinn, sem eru alþjóðleg fyrirtæki sem byggjast á innlendri þekkingu, þurfi að vaxa mun hraðar en hagkerfið í heild þar sem sá geiri mun gegna lykilhlutverki í auknum útflutningi komandi ára. Í samstarfinu verður lögð áhersla á eftirfarandi atriði: · Að greina núverandi stöðu og helstu sóknarfæri þekkingargreina í Vatnsmýri í alþjóðlegu samhengi.· Að skapa sameiginlega framtíðarsýn um þekkingarsvæðið Vatnsmýri.· Að undirbúa kynningu á svæðinu til valinna aðila hérlendis og erlendis.· Að setja fram aðgerðaáætlun með tímasettum markmiðum um næstu skref. Aðilar eru sammála um að hefja þegar vinnu um ofangreind atriði og að henni verði lokið um miðjan apríl 2014. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Gunnar Einarsson, formaður SSH, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, undirrituðu samkomulagið í dag en þeir mynda stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsvæði í Vatnsmýri. Kostnaður við verkefnið er áætlaður sex milljónir króna og greiðir Reykjavíkurborg tvær milljónir króna, SSH eina milljón, HÍ eina milljón, HR eina milljón og LS eina milljón króna. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Vinna er hafin við að skapa öfluga miðstöð þekkingargreina og nýsköpunar á Íslandi í Vatnsmýri. Samstarfsvettvangur um eflingu þekkingarsvæðis í Vatnsmýrinni og mótun áætlunar þar að lútandi var formlega stofnaður í dag með undirritun samkomulags sem Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn standa að. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), Háskóli Íslands (HÍ), Háskólinn í Reykjavík (HR) og Landspítalinn (LS) hafa ákveðið að efna til samstarfs um uppbyggingu á þekkingarsvæði í Vatnsmýri. Sameiginlegt markmið aðila samkomulagsins er að móta metnaðarfulla áætlun um eflingu Vatnsmýrarinnar sem miðstöðvar þekkingargreina og nýsköpunar á Íslandi. Hlutur þekkingargreina og hátækni þarf að aukast á Íslandi og lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um að efla hlutdeild þeirra í hagkerfinu en þar getur Vatnsmýrin gegnt lykilhlutverki með tvo stærstu háskóla landsins og háskólasjúkrahús. Staðsetning Vatnsmýrarinnar í næsta nágrenni við miðborg Reykjavíkur skapar mikilvæg tækifæri til að byggja upp öflugt og lifandi þekkingarsvæði. Nútímalegt skipulag þekkingarsvæðisins getur laðað til sín og fóstrað fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og starfsfólk í þekkingargreinum í alþjóðlegri samkeppni. Í tillögum verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á vegum ríkisstjórnar kemur fram að alþjóðageirinn, sem eru alþjóðleg fyrirtæki sem byggjast á innlendri þekkingu, þurfi að vaxa mun hraðar en hagkerfið í heild þar sem sá geiri mun gegna lykilhlutverki í auknum útflutningi komandi ára. Í samstarfinu verður lögð áhersla á eftirfarandi atriði: · Að greina núverandi stöðu og helstu sóknarfæri þekkingargreina í Vatnsmýri í alþjóðlegu samhengi.· Að skapa sameiginlega framtíðarsýn um þekkingarsvæðið Vatnsmýri.· Að undirbúa kynningu á svæðinu til valinna aðila hérlendis og erlendis.· Að setja fram aðgerðaáætlun með tímasettum markmiðum um næstu skref. Aðilar eru sammála um að hefja þegar vinnu um ofangreind atriði og að henni verði lokið um miðjan apríl 2014. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Gunnar Einarsson, formaður SSH, Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, undirrituðu samkomulagið í dag en þeir mynda stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsvæði í Vatnsmýri. Kostnaður við verkefnið er áætlaður sex milljónir króna og greiðir Reykjavíkurborg tvær milljónir króna, SSH eina milljón, HÍ eina milljón, HR eina milljón og LS eina milljón króna.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira