Vaxtaverkir Gylfi Magnússon skrifar 25. febrúar 2012 06:00 Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. Fyrst er rétt að benda á það, sem oftast gleymist, að verðtrygging breytir engu um raunvirði skulda. Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði. Á móti hverri krónu, sem bættist við vegna verðbóta, rýrnuðu krónurnar, sem fyrir voru. Verðtryggð lán stökkbreyttust því ekki, sama hve oft er klifað á því í fjölmiðlum. Það er því engin þörf fyrir leiðréttingu lána vegna verðbólguskotsins eins. Það var raunar hvorki sérstaklega mikið né óvenjulegt á íslenskan mælikvarða. Það er heldur engin ástæða til leiðréttingar lána vegna þess að vísitalan sé rangt reiknuð. Hún er það ekki og mælir eins vel og hægt er með góðu móti hina sorglegu rýrnun kaupmáttar krónunnar ár frá ári, áratugum saman. Þar með er þó auðvitað ekki öll sagan sögð. Skuldavandi heimilanna er mjög raunverulegur og þungbær. Hann kemur fyrst og fremst til af þrennu. Í fyrsta lagi gríðarlegri skuldasöfnun heimilanna fyrir hrun. Þær skuldir eru ein af orsökum hrunsins, ekki afleiðing þess, þótt skuldir fyrirtækja skipti þar reyndar mun meira máli. Í öðru lagi mjög snarpri lækkun raunlauna, eftir öra hækkun árin á undan, og, í þriðja lagi, snarpri lækkun húsnæðisverðs, einnig eftir öra hækkun árin á undan, sérstaklega á suð-vesturhorni landsins. Aðalvandinn, fyrir utan skuldasöfnun fyrri ára, er mikil og hröð lækkun raunlauna, þ.e. kaupmáttar launa, þótt hún hafi þegar gengið að hluta til baka. Slík lækkun, sem á níunda áratugnum var kölluð misgengi lána og launa, veldur mestu um skuldavandann. Slíkt misgengi varð reyndar enn meira en nú á níunda áratugnum. Lækkun raunlauna á sér aftur tvær skýringar, annars vegar samdrátt efnahagslífsins og hins vegar hrun krónunnar. Hrun krónunnar olli því að lækkun raunlauna varð mun meiri en sem nam samdrætti efnahagslífisins. Það er skuggahliðin á hinum margrómaða sveigjanleika gjaldmiðilsins. Sem betur fer eru öll teikn á lofti um að þetta misgengi lána og launa gangi til baka með tíð og tíma. Laun hækka alla jafna hraðar en verðlag þegar til lengdar lætur. Ekki er útlit fyrir annað nú. Fyrir vikið kallar þetta misgengi ekki á niðurfærslu eða leiðréttingu lána. Hins vegar er greiðslujöfnun skynsamlegt úrræði við þessar aðstæður, þ.e. tímabundin lækkun afborgana uns raunlaun hækka að nýju. Sá hópur, sem varð illa fyrir barðinu á verðþróun húsnæðis, fær það hins vegar ekki sjálfkrafa bætt með tíð og tíma. Þeir, sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008, þegar verð var í hæstu hæðum, hafa óneitanlega orðið illa úti. Færa má sterk sanngirnisrök fyrir því að dreifa byrðum þessa hóps með jafnari hætti. Hér duga hins vegar engar töfralausnir, þótt af þeim sé nægt framboð. Það er einfaldlega ekki hægt að færa byrðar af einum þjóðfélagshópi án þess að kostnaðurinn komi einhvers staðar niður. Frumlegasta töfralausnin, sem stungið hefur verið upp á, byggir á því að búa til peninga í Seðlabankanum, senda þá í hringferð um hagkerfið þar sem þeir hrifsa til sín skuldir almennings áður en þeir lenda aftur í Seðlabankanum. Þetta er ekki hægt án þess að einhver borgi. Væri það hægt lægi beint við að leysa allan skuldavanda í heiminum með slíkri leikfimi. Höfundar tillögunnar fá þó prik fyrir hugmyndaauðgina, sem jafnast á við það besta í útrásarhagkerfinu. Hversdagslegri töfralausn er að hræra í verðtryggingunni, breyta vísitölum afturvirkt eða gera verðbætur upptækar. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg leið og þess utan sem betur fer ófær vegna eignarréttarverndar stjórnarskrár. Af sömu ástæðu er ekki hægt að gera eignir núverandi og tilvonandi lífeyrisþega upptækar. Jafnvel þótt það væri hægt ætti varla nokkrum heilvita manni að detta í hug að þar sé að finna þau breiðu bök, sem rétt sé að velta byrðunum á. Fleiri töfralausnir hafa verið nefndar, m.a. ýmsar útfærslur af því að ræna vonda útlendinga, sem ekki verða raktar hér. Þær eru engu skárri eða raunhæfari en fyrrgreindar lausnir. Það, sem hins vegar er gerlegt, er að færa byrðar á milli þjóðfélagsþegna í gegnum skatta- og bótakerfið. Til þess þarf ekkert nema pólitískan vilja. Það hefur að nokkru marki þegar verið gert, með mikilli hækkun vaxtabóta, en, sem fyrr segir, má færa sterk sanngirnisrök fyrir því að ganga lengra. Sérstaklega hlýtur að vera athugandi að afla fjár, með skattheimtu og/eða niðurskurði til að greiða sérstakar bætur til þeirra, sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á fjögurra ára tímabili, frá hausti 2004 til haustsins 2008. Bæturnar gætu annað hvort verið greiddar út, eins og vaxtabætur nú, eða gengið beint til lækkunar höfuðstóls lána. Slíkar bætur gætu tekið mið af eignum og tekjum, líkt og vaxtabætur, verið með þaki, sem endurspeglaði hóflega stærð húsnæðis, og tekið tillit til þess hvort viðkomandi hafi fengið lækkun skulda af öðrum ástæðum. Á nokkrum árum væri hægt að bæta hag þessa hóps umtalsvert án þess að kostnaðurinn yrði óviðráðanlegur. Útfærslan gæti verið með ýmsum hætti en þyrfti auðvitað að standast eðlileg viðmið um það hvernig skattbyrði er skipt og bótum úthlutað af hinu opinbera á Íslandi. Um það má takast á hinum pólitíska vettvangi. Niðurstaðan gæti orðið bæði raunhæf og eðlileg leið til að taka á vanda þjóðfélagshóps, sem hefur orðið illa úti í sviptingum undanfarinna ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka. Fyrst er rétt að benda á það, sem oftast gleymist, að verðtrygging breytir engu um raunvirði skulda. Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði. Á móti hverri krónu, sem bættist við vegna verðbóta, rýrnuðu krónurnar, sem fyrir voru. Verðtryggð lán stökkbreyttust því ekki, sama hve oft er klifað á því í fjölmiðlum. Það er því engin þörf fyrir leiðréttingu lána vegna verðbólguskotsins eins. Það var raunar hvorki sérstaklega mikið né óvenjulegt á íslenskan mælikvarða. Það er heldur engin ástæða til leiðréttingar lána vegna þess að vísitalan sé rangt reiknuð. Hún er það ekki og mælir eins vel og hægt er með góðu móti hina sorglegu rýrnun kaupmáttar krónunnar ár frá ári, áratugum saman. Þar með er þó auðvitað ekki öll sagan sögð. Skuldavandi heimilanna er mjög raunverulegur og þungbær. Hann kemur fyrst og fremst til af þrennu. Í fyrsta lagi gríðarlegri skuldasöfnun heimilanna fyrir hrun. Þær skuldir eru ein af orsökum hrunsins, ekki afleiðing þess, þótt skuldir fyrirtækja skipti þar reyndar mun meira máli. Í öðru lagi mjög snarpri lækkun raunlauna, eftir öra hækkun árin á undan, og, í þriðja lagi, snarpri lækkun húsnæðisverðs, einnig eftir öra hækkun árin á undan, sérstaklega á suð-vesturhorni landsins. Aðalvandinn, fyrir utan skuldasöfnun fyrri ára, er mikil og hröð lækkun raunlauna, þ.e. kaupmáttar launa, þótt hún hafi þegar gengið að hluta til baka. Slík lækkun, sem á níunda áratugnum var kölluð misgengi lána og launa, veldur mestu um skuldavandann. Slíkt misgengi varð reyndar enn meira en nú á níunda áratugnum. Lækkun raunlauna á sér aftur tvær skýringar, annars vegar samdrátt efnahagslífsins og hins vegar hrun krónunnar. Hrun krónunnar olli því að lækkun raunlauna varð mun meiri en sem nam samdrætti efnahagslífisins. Það er skuggahliðin á hinum margrómaða sveigjanleika gjaldmiðilsins. Sem betur fer eru öll teikn á lofti um að þetta misgengi lána og launa gangi til baka með tíð og tíma. Laun hækka alla jafna hraðar en verðlag þegar til lengdar lætur. Ekki er útlit fyrir annað nú. Fyrir vikið kallar þetta misgengi ekki á niðurfærslu eða leiðréttingu lána. Hins vegar er greiðslujöfnun skynsamlegt úrræði við þessar aðstæður, þ.e. tímabundin lækkun afborgana uns raunlaun hækka að nýju. Sá hópur, sem varð illa fyrir barðinu á verðþróun húsnæðis, fær það hins vegar ekki sjálfkrafa bætt með tíð og tíma. Þeir, sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008, þegar verð var í hæstu hæðum, hafa óneitanlega orðið illa úti. Færa má sterk sanngirnisrök fyrir því að dreifa byrðum þessa hóps með jafnari hætti. Hér duga hins vegar engar töfralausnir, þótt af þeim sé nægt framboð. Það er einfaldlega ekki hægt að færa byrðar af einum þjóðfélagshópi án þess að kostnaðurinn komi einhvers staðar niður. Frumlegasta töfralausnin, sem stungið hefur verið upp á, byggir á því að búa til peninga í Seðlabankanum, senda þá í hringferð um hagkerfið þar sem þeir hrifsa til sín skuldir almennings áður en þeir lenda aftur í Seðlabankanum. Þetta er ekki hægt án þess að einhver borgi. Væri það hægt lægi beint við að leysa allan skuldavanda í heiminum með slíkri leikfimi. Höfundar tillögunnar fá þó prik fyrir hugmyndaauðgina, sem jafnast á við það besta í útrásarhagkerfinu. Hversdagslegri töfralausn er að hræra í verðtryggingunni, breyta vísitölum afturvirkt eða gera verðbætur upptækar. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg leið og þess utan sem betur fer ófær vegna eignarréttarverndar stjórnarskrár. Af sömu ástæðu er ekki hægt að gera eignir núverandi og tilvonandi lífeyrisþega upptækar. Jafnvel þótt það væri hægt ætti varla nokkrum heilvita manni að detta í hug að þar sé að finna þau breiðu bök, sem rétt sé að velta byrðunum á. Fleiri töfralausnir hafa verið nefndar, m.a. ýmsar útfærslur af því að ræna vonda útlendinga, sem ekki verða raktar hér. Þær eru engu skárri eða raunhæfari en fyrrgreindar lausnir. Það, sem hins vegar er gerlegt, er að færa byrðar á milli þjóðfélagsþegna í gegnum skatta- og bótakerfið. Til þess þarf ekkert nema pólitískan vilja. Það hefur að nokkru marki þegar verið gert, með mikilli hækkun vaxtabóta, en, sem fyrr segir, má færa sterk sanngirnisrök fyrir því að ganga lengra. Sérstaklega hlýtur að vera athugandi að afla fjár, með skattheimtu og/eða niðurskurði til að greiða sérstakar bætur til þeirra, sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á fjögurra ára tímabili, frá hausti 2004 til haustsins 2008. Bæturnar gætu annað hvort verið greiddar út, eins og vaxtabætur nú, eða gengið beint til lækkunar höfuðstóls lána. Slíkar bætur gætu tekið mið af eignum og tekjum, líkt og vaxtabætur, verið með þaki, sem endurspeglaði hóflega stærð húsnæðis, og tekið tillit til þess hvort viðkomandi hafi fengið lækkun skulda af öðrum ástæðum. Á nokkrum árum væri hægt að bæta hag þessa hóps umtalsvert án þess að kostnaðurinn yrði óviðráðanlegur. Útfærslan gæti verið með ýmsum hætti en þyrfti auðvitað að standast eðlileg viðmið um það hvernig skattbyrði er skipt og bótum úthlutað af hinu opinbera á Íslandi. Um það má takast á hinum pólitíska vettvangi. Niðurstaðan gæti orðið bæði raunhæf og eðlileg leið til að taka á vanda þjóðfélagshóps, sem hefur orðið illa úti í sviptingum undanfarinna ára.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun