Innlent

Veður fer kólnandi

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Páll Bergþórsson veðurfræðingur.
Páll Bergþórsson veðurfræðingur.
Búast má við kólnandi veðri á næstu árum og áratugum, en það segir veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson, sem hefur fylgst með veðri og vindum lengur en flestir.

Páll birti uppfærslu á Facebook síðu sinni í morgun þar sem koma fram tíðindi af loftslagsmálum, en hafís í Norður-Íshafi er nú 60% víðáttumeiri en á sama tíma í fyrra. Sú staðreynd er þvert á spár þar sem að árið 2007 var því haldið fram að sumarið 2013 hefði loftlagshlýnun haft þau áhrif að hafísinn myndi hverfa.

Páll segir allt benda til að hafísinn sé driffjöðurin í loftslagsbreytingum. „Það virðist vera þannig að það hlýnar í 30-40 ár, kólnar svo aftur í 30-40 ár og þannig hefur það gengið í margar aldir,“ segir hann.

Ef hafísinn vex eitt árið verður hvíta svæðið stærra og endurkastar því meira af sólarljósi heldur en áður, en það þýðir að hiti og orka tapast og það kólnar. Þá hlýtur ísinn að vaxa meira og þegar það gerist þá vex endurskinið aftur.

Páll segir að mikið hafi hlýnað á jörðinni síðan fyrir 1980 og að nú geti verið komið að því að það fari að kólna. Það haldi svo áfram að kólna fram undir mijða öldina en þá byrji að hlýna aftur. „Og þá miklu meira heldur en núna hefur hlýnað, vegna þess að inn í þetta kemur annað. Það er mengunin, koltvísýringurinn sem að við erum að spýja út í andrúmsloftið,“ segir hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×