Vefjagigt í 20 ár – vitundarvakningar þörf Arnór Víkingsson og Sigrún Baldursdóttir og Eggert S. Birgisson skrifa 16. maí 2013 07:00 Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur fjölkerfasjúkdómur sem einkennist af útbreiddum stoðkerfisverkjum, þreytu og svefntruflunum. Að auki eru þeir sem þjást af vefjagigt oft með ýmis starfræn einkenni s.s. iðraólgu, mjög hraðan hjartslátt, verulegan augn- og munnþurrk, svima, hand- og fótkulda, þvagblöðrusamdrætti, slaka einbeitingu og minni svo nokkur atriði séu nefnd. Einnig er um þriðjungur sjúklinga með kvíðaröskun og/eða depurð. Vefjagigt getur þannig haft gífurleg áhrif á heilsu, starfshæfni og lífsgæði fólks og er ein algengasta ástæða örorku meðal kvenna á Íslandi.Hvað er að í vefjagigt? Vefjagigt fellur illa að hefðbundinni sjúkdómaflokkun vestrænnar læknisfræði. Í grófum dráttum má segja að samkvæmt vestrænni nálgun séu sjúkdómar annaðhvort af vefrænum toga (t.d. lungnabólga, kransæðastífla, liðagigt, beinbrot og heilaslag) eða af geðrænum toga (t.d. þunglyndi, geðhvörf og kvíði). Vefjagigt fellur í hvorugan flokkinn; einkennin verða ekki skýrð með vefrænum skaða og einungis hluti sjúklinga uppfyllir skilmerki fyrir geðræna kvilla. Því hefur sjúkdómsgreiningin mætt tortryggni innan heilbrigðiskerfisins og þótt hún fari minnkandi má fullyrða að fáum sjúklingahópum sé sýnt jafnmikið skilningsleysi sem vefjagigtarsjúklingum í leit sinni að sjúkdómsgreiningu og betri heilsu. En þótt vefjagigt falli ekki að hefðbundinni sjúkdómaskilgreiningu og hafi lengst af verið illmælanleg er hún ekki „ímyndun“ eða „leti“ eins og sumir halda fram. Miklar framfarir hafa verið í rannsóknum á vefjagigt síðustu tíu ár og nú vitum við t.d. að stoðkerfisverkirnir eru aðallega afleiðing óeðlilegar úrvinnslu verkja í taugakerfinu þannig að vægir verkir geta magnast upp. Einnig er vitað að mörg einkenni vefjagigtar stafa af truflun í samþættingu taugaboða í taugakerfinu án þess að vefrænn skaði hafi átt sér stað. Þessi röskun getur birst í slöku jafnvægi, svima, doða, óskarpri sjón, magnleysi í vöðvum, ristilkrömpum eða of hröðum hjartslætti. Trufluninni í taugakerfi vefjagigtarsjúklinga má líkja við sinfóníuhljómsveit þar sem hljómsveitarstjórinn og sérhver hljóðfæraleikari kann sitt hlutverk og hljóðfærin eru rétt stillt. En þegar hljómsveitin spilar skortir á samstillingu hljómsveitarstjórans og einstakra hljóðfæraleikara og tónlistin verður ekki hljómfögur. Í vefjagigt eru nefnilega öll líffæri í lagi sem og taugakerfið en rétta og hárnákvæma stjórn vantar.Hverjir fá vefjagigt? Konur og karlar, ungir sem aldnir, jafnvel börn og unglingar, geta fengið vefjagigt en konur eru þó langstærsti hópurinn. Tíðni vefjagigtar er á bilinu 1-5% í vestrænum samfélögum, sem þýðir að á Íslandi má ætla að u.þ.b. 10.000 manns hafi vefjagigt. Orsakir vefjagigtar má líklega rekja til margra samspilandi þátta en erfðir gegna veigamiklu hlutverki. Ein rannsókn sýndi til að mynda að dætur kvenna með vefjagigt eru í áttfaldri hættu á að fá vefjagigt. En margir fleiri þættir eru þekktir í meinmyndun vefjagigtar; má þar nefna langvarandi andlegt og/eða líkamlegt álag, áverka á hryggsúlu, langvarandi svefntruflun og aðra samfarandi sjúkdóma t.d. iktsýki, sjögren og þarmabólgusjúkdóma.Greinum fyrr Náttúrulegur gangur vefjagigtar er sá að einkennum fjölgar og sjúkdómsástandið versnar ef ekkert er að gert. Því virkari sem sjúkdómurinn er þegar fólk leitar meðferðar þeim mun erfiðara er að ná góðum bata. Þessi staðreynd speglast í niðurstöðum rannsókna sem skoða sambandið á milli virkni vefjagigtar og vinnufærni. Til að mynda sýndi nýleg spænsk rannsókn að 20% þeirra sem höfðu illvíga vefjagigt voru fullvinnufær samanborið við 62% þeirra sem höfðu væga vefjagigt. Í annarri rannsókn var heildarkostnaður vegna illvígrar vefjagigtar fjórfalt hærri en vegna vægrar vefjagigtar. Það liggur því í augum uppi að mikill akkur er í að greina og meðhöndla vefjagigt á fyrri stigum sjúkdómsins. En hvernig stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig í snemmgreiningu vefjagigtar? Því miður er raunveruleikinn sá að heilbrigðisstarfsmenn virðast skipta sér lítið af þessum vágesti á vægari sjúkdómsstigum þegar fræðsla og létt meðferðarinngrip gætu haft mikið að segja. Almennt gildir að ekki er gripið inn í sjúkdómsferlið fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins, þegar lamandi verkir og þreyta leiða til tíðra forfalla úr vinnu eða skóla og sjúklingarnir eru sumir hverjir orðnir stórnotendur heilbrigðisþjónustunnar.Ert þú með vefjagigt? Formleg greining krefst mats hjá lækni þar sem farið er yfir einkennin og oftast teknar blóðprufur eða gerðar myndgreiningar til að útiloka aðra sjúkdóma. Árið 2010 gáfu bandarísku gigtlæknasamtökin út eyðublað sem fólk getur sjálft fyllt út og kannað líkur á því að það sé með vefjagigt. Hægt er að nálgast þetta eyðublað hér á vefsíðunni Thraut.is. Við köllum eftir vitundarvakningu um vefjagigt hjá öllum sem hlut eiga að máli; sjúklingum og fjölskyldum þeirra, heilbrigðisstarfsmönnum, heilbrigðisyfirvöldum og sjúkra-/lífeyrissjóðum. Eins skorum við á fjölmiðla að leggja sitt af mörkum svo að vefjagigtarsjúklingar geti losnað úr fordómafjötrum samfélagsins.Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á þraut.is, vefjagigt.is og gigt.is. Seinni grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur fjölkerfasjúkdómur sem einkennist af útbreiddum stoðkerfisverkjum, þreytu og svefntruflunum. Að auki eru þeir sem þjást af vefjagigt oft með ýmis starfræn einkenni s.s. iðraólgu, mjög hraðan hjartslátt, verulegan augn- og munnþurrk, svima, hand- og fótkulda, þvagblöðrusamdrætti, slaka einbeitingu og minni svo nokkur atriði séu nefnd. Einnig er um þriðjungur sjúklinga með kvíðaröskun og/eða depurð. Vefjagigt getur þannig haft gífurleg áhrif á heilsu, starfshæfni og lífsgæði fólks og er ein algengasta ástæða örorku meðal kvenna á Íslandi.Hvað er að í vefjagigt? Vefjagigt fellur illa að hefðbundinni sjúkdómaflokkun vestrænnar læknisfræði. Í grófum dráttum má segja að samkvæmt vestrænni nálgun séu sjúkdómar annaðhvort af vefrænum toga (t.d. lungnabólga, kransæðastífla, liðagigt, beinbrot og heilaslag) eða af geðrænum toga (t.d. þunglyndi, geðhvörf og kvíði). Vefjagigt fellur í hvorugan flokkinn; einkennin verða ekki skýrð með vefrænum skaða og einungis hluti sjúklinga uppfyllir skilmerki fyrir geðræna kvilla. Því hefur sjúkdómsgreiningin mætt tortryggni innan heilbrigðiskerfisins og þótt hún fari minnkandi má fullyrða að fáum sjúklingahópum sé sýnt jafnmikið skilningsleysi sem vefjagigtarsjúklingum í leit sinni að sjúkdómsgreiningu og betri heilsu. En þótt vefjagigt falli ekki að hefðbundinni sjúkdómaskilgreiningu og hafi lengst af verið illmælanleg er hún ekki „ímyndun“ eða „leti“ eins og sumir halda fram. Miklar framfarir hafa verið í rannsóknum á vefjagigt síðustu tíu ár og nú vitum við t.d. að stoðkerfisverkirnir eru aðallega afleiðing óeðlilegar úrvinnslu verkja í taugakerfinu þannig að vægir verkir geta magnast upp. Einnig er vitað að mörg einkenni vefjagigtar stafa af truflun í samþættingu taugaboða í taugakerfinu án þess að vefrænn skaði hafi átt sér stað. Þessi röskun getur birst í slöku jafnvægi, svima, doða, óskarpri sjón, magnleysi í vöðvum, ristilkrömpum eða of hröðum hjartslætti. Trufluninni í taugakerfi vefjagigtarsjúklinga má líkja við sinfóníuhljómsveit þar sem hljómsveitarstjórinn og sérhver hljóðfæraleikari kann sitt hlutverk og hljóðfærin eru rétt stillt. En þegar hljómsveitin spilar skortir á samstillingu hljómsveitarstjórans og einstakra hljóðfæraleikara og tónlistin verður ekki hljómfögur. Í vefjagigt eru nefnilega öll líffæri í lagi sem og taugakerfið en rétta og hárnákvæma stjórn vantar.Hverjir fá vefjagigt? Konur og karlar, ungir sem aldnir, jafnvel börn og unglingar, geta fengið vefjagigt en konur eru þó langstærsti hópurinn. Tíðni vefjagigtar er á bilinu 1-5% í vestrænum samfélögum, sem þýðir að á Íslandi má ætla að u.þ.b. 10.000 manns hafi vefjagigt. Orsakir vefjagigtar má líklega rekja til margra samspilandi þátta en erfðir gegna veigamiklu hlutverki. Ein rannsókn sýndi til að mynda að dætur kvenna með vefjagigt eru í áttfaldri hættu á að fá vefjagigt. En margir fleiri þættir eru þekktir í meinmyndun vefjagigtar; má þar nefna langvarandi andlegt og/eða líkamlegt álag, áverka á hryggsúlu, langvarandi svefntruflun og aðra samfarandi sjúkdóma t.d. iktsýki, sjögren og þarmabólgusjúkdóma.Greinum fyrr Náttúrulegur gangur vefjagigtar er sá að einkennum fjölgar og sjúkdómsástandið versnar ef ekkert er að gert. Því virkari sem sjúkdómurinn er þegar fólk leitar meðferðar þeim mun erfiðara er að ná góðum bata. Þessi staðreynd speglast í niðurstöðum rannsókna sem skoða sambandið á milli virkni vefjagigtar og vinnufærni. Til að mynda sýndi nýleg spænsk rannsókn að 20% þeirra sem höfðu illvíga vefjagigt voru fullvinnufær samanborið við 62% þeirra sem höfðu væga vefjagigt. Í annarri rannsókn var heildarkostnaður vegna illvígrar vefjagigtar fjórfalt hærri en vegna vægrar vefjagigtar. Það liggur því í augum uppi að mikill akkur er í að greina og meðhöndla vefjagigt á fyrri stigum sjúkdómsins. En hvernig stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig í snemmgreiningu vefjagigtar? Því miður er raunveruleikinn sá að heilbrigðisstarfsmenn virðast skipta sér lítið af þessum vágesti á vægari sjúkdómsstigum þegar fræðsla og létt meðferðarinngrip gætu haft mikið að segja. Almennt gildir að ekki er gripið inn í sjúkdómsferlið fyrr en á seinni stigum sjúkdómsins, þegar lamandi verkir og þreyta leiða til tíðra forfalla úr vinnu eða skóla og sjúklingarnir eru sumir hverjir orðnir stórnotendur heilbrigðisþjónustunnar.Ert þú með vefjagigt? Formleg greining krefst mats hjá lækni þar sem farið er yfir einkennin og oftast teknar blóðprufur eða gerðar myndgreiningar til að útiloka aðra sjúkdóma. Árið 2010 gáfu bandarísku gigtlæknasamtökin út eyðublað sem fólk getur sjálft fyllt út og kannað líkur á því að það sé með vefjagigt. Hægt er að nálgast þetta eyðublað hér á vefsíðunni Thraut.is. Við köllum eftir vitundarvakningu um vefjagigt hjá öllum sem hlut eiga að máli; sjúklingum og fjölskyldum þeirra, heilbrigðisstarfsmönnum, heilbrigðisyfirvöldum og sjúkra-/lífeyrissjóðum. Eins skorum við á fjölmiðla að leggja sitt af mörkum svo að vefjagigtarsjúklingar geti losnað úr fordómafjötrum samfélagsins.Ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á þraut.is, vefjagigt.is og gigt.is. Seinni grein.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun