Innlent

Vegabréf frá Íslandi það áttunda besta

Mynd/365
Íslenska vegabréfið þykir vera það áttunda besta í heimi ef marka má rannsókn sem Henley & Partners gerði nýverið. Um er að ræða könnun á því frá hvaða landi best sé að vera með vegabréf og urðu Bretland, Finnland og Svíþjóð jöfn í efsta sæti. Þau fengu öll 173 stig í rannsókn Henley & Partners.

Danmörk, Þýskaland og Luxemburg og Bandaríkin fengu öll 172 stig í öðru sæti. Ísland hlaut 165 stig í rannsókninni og er því í áttunda sæti.

Það þykir ekkert sérstakt að vera með vegabréf frá Afganistan en landið hlaut aðeins 28 stig í rannsókninni og varð neðst. Írak varð næstneðst með 31 stig og Sómalía og Pakistan með 32 stig.

Bestu löndin til að eiga vegabréf:

1. Bretland, Finnland, Svíþjóð (173)

2. Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg, Bandaríkin (172)

3. Belgía, Ítalía, Holland (171)

4. Kanada, Frakkland, Írland, Japan, Noregur, Portúgal, Spánn (170)

5. Nýja Sjáland, Sviss, Austurríki (168)

6. Ástralía, Grikkland, Singapúr (167)

7. Suður-Kórea (166)

8. Íslands (165)

9. Malasía, Malta (163)

10. Liechtenstein (159)

...og verstu:

Afganistan (28)

Írak (31)

Pakistan, Sómalía (32)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×