Vegagerðin eitrar áfram með Roundup Svavar Hávarðsson skrifar 15. október 2015 07:00 Þessi mynd frá Mýrdalssandi í fyrrasumar sýnir hvernig gróðri hefur verið eytt við vegkanta. Vegagerðin heldur á lofti umferðaröryggi en gagnrýnendur því að efnið sé krabbameinsvaldandi eitur. mynd/Ágúst H. Bjarnason Vegagerð ríkisins hefur ekki tekið ákvörðun um að banna notkun á eiturefninu Roundup sem er nýtt til að eyða gróðri í vegköntum. Það hefur þó staðið til um nokkurn tíma. Ástæðan er að stofnunin telur sig tæplega geta hætt notkun efnisins alfarið nema fjárveitingar til viðhalds og tækjakaupa hækki, að öðrum kosti verði öryggi vegfarenda sett í annað sætið. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er notkun efnisins einnig skýrð með því að gróðureyðing með vistvænni aðferðum er mun kostnaðarsamari en eitrun, og því hafi yfirstjórn Vegagerðarinnar ekki ákveðið að banna notkun efnisins. Vegagerðin lýsti því yfir árið 2013 að hún ætlaði að draga úr notkun gróðureyðis og að hún stefndi að því að hætta henni alfarið. Gæðadeild Vegagerðarinnar hefur þá beint þeim tilmælum til yfirmanna þjónustustöðva að nota efnið mjög sparlega og helst ekki neitt. Tvær aðskildar ástæður eru fyrir notkun efnisins eins og kemur fram í svari til Fréttablaðsins. Gróðureyðing í vegköntum er mikilvæg til að viðhalda umferðaröryggi. Hins vegar hefur stýrihópur umhverfisráðherra óskað eftir samvinnu Vegagerðarinnar við að eyða ágengum tegundum, m.a. með Roundup sem inniheldur efnið glýfosat sem nú er talið mögulegt að valdi krabbameini í mönnum. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar frá Umhverfisstofnun, um innflutning gróðureyðandi efna til landsins, er hlutfallsleg notkun Vegagerðarinnar á notkun efnisins á landsvísu innan við 10% flest undanfarin ár. Í svarinu segir jafnframt að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti á þessu ári verkefnið Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar en verkfræðistofan VSÓ sér um verkefnisstjórn. Árangur verkefnisins, ef vel tekst til, er gróðureyðing við vegi og götur án hættulegra efna. Það er í samræmi við stefnumörkun ríkisins um sjálfbæra þróun, þar sem eitt af markmiðunum er að losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt fyrir árið 2027. Fyrstu niðurstöður verða kynntar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 30. október. Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Vegagerð ríkisins hefur ekki tekið ákvörðun um að banna notkun á eiturefninu Roundup sem er nýtt til að eyða gróðri í vegköntum. Það hefur þó staðið til um nokkurn tíma. Ástæðan er að stofnunin telur sig tæplega geta hætt notkun efnisins alfarið nema fjárveitingar til viðhalds og tækjakaupa hækki, að öðrum kosti verði öryggi vegfarenda sett í annað sætið. Þetta kemur fram í svari Vegagerðarinnar við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar er notkun efnisins einnig skýrð með því að gróðureyðing með vistvænni aðferðum er mun kostnaðarsamari en eitrun, og því hafi yfirstjórn Vegagerðarinnar ekki ákveðið að banna notkun efnisins. Vegagerðin lýsti því yfir árið 2013 að hún ætlaði að draga úr notkun gróðureyðis og að hún stefndi að því að hætta henni alfarið. Gæðadeild Vegagerðarinnar hefur þá beint þeim tilmælum til yfirmanna þjónustustöðva að nota efnið mjög sparlega og helst ekki neitt. Tvær aðskildar ástæður eru fyrir notkun efnisins eins og kemur fram í svari til Fréttablaðsins. Gróðureyðing í vegköntum er mikilvæg til að viðhalda umferðaröryggi. Hins vegar hefur stýrihópur umhverfisráðherra óskað eftir samvinnu Vegagerðarinnar við að eyða ágengum tegundum, m.a. með Roundup sem inniheldur efnið glýfosat sem nú er talið mögulegt að valdi krabbameini í mönnum. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar frá Umhverfisstofnun, um innflutning gróðureyðandi efna til landsins, er hlutfallsleg notkun Vegagerðarinnar á notkun efnisins á landsvísu innan við 10% flest undanfarin ár. Í svarinu segir jafnframt að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti á þessu ári verkefnið Umhverfisvæn eyðing gróðurs í vegköntum. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar en verkfræðistofan VSÓ sér um verkefnisstjórn. Árangur verkefnisins, ef vel tekst til, er gróðureyðing við vegi og götur án hættulegra efna. Það er í samræmi við stefnumörkun ríkisins um sjálfbæra þróun, þar sem eitt af markmiðunum er að losun efna sem eru hættuleg heilbrigði og umhverfi verði takmörkuð eins og mögulegt er og verði hætt fyrir árið 2027. Fyrstu niðurstöður verða kynntar á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar 30. október.
Tengdar fréttir Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15 Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00 Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00 Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Gjöreyðingarlyf enn ekki samþykkt Byggðaráð Dalvíkur hefur ekki samþykkt áætlun umhverfisstjóra sveitarfélagsins þar sem hann gerir meðal annarst ráð fyrir að nota „gjöreyðingarlyfið" Roundup til að vinna á lúpínu, kerfli og njóla. 13. október 2015 22:15
Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár. 13. október 2015 07:00
Slær „eiturefnahernað“ af borðinu í Dalvíkurbyggð „Það verður ekki farið í neinn eiturefnahernað hér í Dalvíkurbyggð,“ segir Bjarni Theódór Bjarnason, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, vegna frétta af eyðingu illgresis í sveitarfélaginu. 15. október 2015 07:00
Að græða land eða ekki Að fenginni reynslu á að eitra fyrir lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð, að því er fram kemur í áætlun sem lögð var fram til kynningar á fundi byggðaráðs sveitarfélagsins fyrir helgi. 14. október 2015 09:21