Innlent

Vegfarendur reyndu endurlífgun

Samúel Karl Ólason skrifar
Enn er unnið að því að tilkynna nánustu ættingjum um banaslysið, samkvæmt lögreglunni, og því er ekki mögulegt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Enn er unnið að því að tilkynna nánustu ættingjum um banaslysið, samkvæmt lögreglunni, og því er ekki mögulegt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Vísir
Vegfarendur sem komu að banaslysinu í Reykjanesbæ í gær reyndu endurlífgunartilraunir þar til björgunaraðilar komu á vettvang. Einn lét lífið þegar tveir bílar skullu saman í hörðum árekstri skömmu fyrir klukkan fimm í gær.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að veðurskilyrði hafi verið slæm þegar slysið varð. Þá hafi verið myrkur, rigning og talsverður vindur. Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs- og sjúkraflutninga kom á vettvang auk læknis. Vinna á vettvangi tók þrjá tíma og var gatan lokuð á meðan.

Enn er unnið að því að tilkynna nánustu ættingjum um banaslysið, samkvæmt lögreglunni, og því er ekki mögulegt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.


Tengdar fréttir

Banaslys í Reykjanesbæ

Einn lést í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað í Reykjanesbæ um klukkan fimm síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×