Veita milljónir í forvarnir gegn ofbeldi 21. desember 2011 07:00 Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum hefst á næsta ári og verður farið í alla grunnskóla. Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla. Öll börn í öðrum og tíunda bekk í grunnskólum landsins fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum á næsta ári. Alþingi samþykkti við þriðju umræðu fjárlaga að veita 25 milljónum króna í vitundarvakningu á árinu. UNICEF á Íslandi hefur bent á það að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, tekur undir með framkvæmdastjóra UNICEF og segir litlu fé hafa verið varið í forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Sérstaklega ef miðað er við þá ógn sem ofbeldið sé við líf og heilsu barna og kvenna. Ísland er aðili að sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. „Einn hluti sáttmálans er að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Síðasta vetur fór óformlegur samráðshópur innanríkisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og velferðarráðuneytis yfir það hvernig mætti standa að þessu hér á landi,“ segir Halla. Niðurstaða þess hóps var að taka ekki hrátt upp efni sem Evrópuráðið býður upp á í þessum tilgangi. „Þrátt fyrir allt erum við hér komin töluvert lengra í vitundarvakningu en til dæmis Mið- og Suður-Evrópulönd.“ Samráðshópurinn hélt fundi með öllum þeim aðilum sem komið hafa að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Þetta hefur mest verið á hendi frjálsra félagasamtaka svo það hefur verið dálítið tilviljanakennt hvaða börn fá fræðslu og hver ekki. Við vildum taka á þessu.“ Átakið verður að mestu framkvæmt í gegnum skólana. „Hugmyndin er að því verði komið fyrir að öll börn fái fræðslu í einhverjum ákveðnum árgöngum. Við erum að horfa á annan og tíunda bekk nú. Þetta er eitt pínulítið skref í byrjun, auðvitað á þetta að vera samþætt inn í alla fræðslu í grunnskólum. En það hefur sýnt sig að skólarnir eru misvel búnir til að takast á við slíka fræðslu. Þar er ekki við skólana sjálfa að sakast, þetta hefur ekki verið svo mikið áhersluatriði. Við erum því að fara fetið í þessa átt.“ Til að byrja með verður brúðuleikhús Blátt áfram notað sem fræðsluefni í öðrum bekk, en verið er að setja saman teymi sem mun sjá um fræðslu fyrir tíunda bekk og starfsfólk skóla. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Ríkið ætlar að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi á næsta ári. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá fræðslu, sem og kennarar og annað starfsfólk skóla. Öll börn í öðrum og tíunda bekk í grunnskólum landsins fá fræðslu um kynferðislegt ofbeldi í skólanum á næsta ári. Alþingi samþykkti við þriðju umræðu fjárlaga að veita 25 milljónum króna í vitundarvakningu á árinu. UNICEF á Íslandi hefur bent á það að enginn aðili fari með forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, tekur undir með framkvæmdastjóra UNICEF og segir litlu fé hafa verið varið í forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Sérstaklega ef miðað er við þá ógn sem ofbeldið sé við líf og heilsu barna og kvenna. Ísland er aðili að sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. „Einn hluti sáttmálans er að standa fyrir vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Síðasta vetur fór óformlegur samráðshópur innanríkisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og velferðarráðuneytis yfir það hvernig mætti standa að þessu hér á landi,“ segir Halla. Niðurstaða þess hóps var að taka ekki hrátt upp efni sem Evrópuráðið býður upp á í þessum tilgangi. „Þrátt fyrir allt erum við hér komin töluvert lengra í vitundarvakningu en til dæmis Mið- og Suður-Evrópulönd.“ Samráðshópurinn hélt fundi með öllum þeim aðilum sem komið hafa að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. „Þetta hefur mest verið á hendi frjálsra félagasamtaka svo það hefur verið dálítið tilviljanakennt hvaða börn fá fræðslu og hver ekki. Við vildum taka á þessu.“ Átakið verður að mestu framkvæmt í gegnum skólana. „Hugmyndin er að því verði komið fyrir að öll börn fái fræðslu í einhverjum ákveðnum árgöngum. Við erum að horfa á annan og tíunda bekk nú. Þetta er eitt pínulítið skref í byrjun, auðvitað á þetta að vera samþætt inn í alla fræðslu í grunnskólum. En það hefur sýnt sig að skólarnir eru misvel búnir til að takast á við slíka fræðslu. Þar er ekki við skólana sjálfa að sakast, þetta hefur ekki verið svo mikið áhersluatriði. Við erum því að fara fetið í þessa átt.“ Til að byrja með verður brúðuleikhús Blátt áfram notað sem fræðsluefni í öðrum bekk, en verið er að setja saman teymi sem mun sjá um fræðslu fyrir tíunda bekk og starfsfólk skóla. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira