Innlent

Veitt leyfi frá störfum vegna ákæru fyrir manndrápstilraun

Bjarki Ármannsson skrifar
Íslenska konan sem ákærð er í Ungverjalandi er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Íslenska konan sem ákærð er í Ungverjalandi er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Vísir/Pjetur
Íslenska konan sem ákærð hefur verið í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps er starfsmaður Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU). Henni hefur nú verið veitt leyfi frá störfum.

Í fréttatilkynningu frá HSU segir að konan hafi við upphaf ráðningar kynnt stjórnendum á stofnuninni að kærumál gæti verið í undirbúningi gagnvart henni en stjórnendum hafi ekki verið kunnugt um alvarleika ákærunnar, sem verður tekin fyrir nú í haust. Í ljósi þeirra upplýsinga hafi henni verið veitt leyfi frá störfum.

Atvikið sem ákæran snýr að átti sér stað árið 2012 þegar konan stundaði nám í læknisfræði við Háskólann í Debrecen. Í ákærunni segir að hún hafi boðið vinkonu sinni heim til sín, komið svefnlyfjum fyrir í mat hennar og barið hana tvisvar í höfuðið með hamri.

Fréttastofa náði tali af konunni í dag. Hún segist saklaus og að verið sé að reyna að koma á sig sök.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×