Viðskipti innlent

Verð á bensíni heldur áfram að hækka

Mynd/Vísir.
Olíufélagið N-1 og Olís hækkuðu verð á bensínlítra í gær um tæpar tvær krónur og kostar lítrinn hjá þessum félögum nú 266 krónur og 50 aura.

Athygli verkur að bensínlítrinn er nú aðeins einni krónu ódýrari hjá þessum félögum en dísilolíulítrinn, en stutt er síðan að dísilolían var allt að tíu krónum dýrari en bensínið.

Samkvæmt heimildum Fréttastofunnar telja olíufélögin að undirliggjandi sé þrýstingur á enn frekari hækkanir, að óbreyttum aðstæðum á heimsmarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×