Erlent

Verða pirraðir í litlum búrum

Fiskar sem hafa fjölbreytt landslag að rannsaka í fiskabúrunum eru ánægðari en þeir sem hafa minna við að vera.Fréttablaðið/Vilhelm
Fiskar sem hafa fjölbreytt landslag að rannsaka í fiskabúrunum eru ánægðari en þeir sem hafa minna við að vera.Fréttablaðið/Vilhelm
Gullfiskar verða pirraðir og árásargjarnir ef þeir eru í of litlum fiskabúrum, eða í fiskabúrum þar sem þeir fá ekki næga örvun. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Case Western Reserve-háskólann í Ohio í Bandaríkjunum.

Það virtist mjög mikilvægt fyrir fiskana að hafa steina, plöntur og annað í fiskabúrinu til að draga úr árásargirni og almennum pirringi. Hafi fiskarnir skraut í búrinu til að kanna sýna þeir mun eðlilegri hegðun, sem er að auki mun áhugaverðari fyrir eigendurna. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×