Innlent

Verðhækkanir mun meiri hér en á Evrusvæðinu

Heildarhækkun á vöru og þjónustu á Íslandi frá árinu 2008 og til dagsins í dag er 34,9 prósent. Á sama tíma nam hækkunin 5,6 prósentum á Evrusvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt Já Ísland samtakanna, sem berjast fyrir inngöngu í Íslands í Evrópusambandið, en þau fengu Hagstofu Íslands til þess að gera samanburð á verðbreytingum í ýmsum vöruflokkum eftir hrun.

Um er að ræða samræmda vísitölu neysluverðs sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, tekur saman reglulega. Samtökin segja í tilkynningu að hagsmunir íslenskra heimila vegi þungt í umræðunni um mögulega ESB aðild Íslands og því sé mikilvægt að skoða samanburðinn.

Hann er Íslandi vægast sagt óhagstæður í þessu tilliti. Matarkarfan hækkaði um 32 prósent hér á landi en um 5,8 prósent á Evrusvæðinu. Áfengi og tóbak fór upp um 55,9 prósent hér en 14,9 prósent þar. Og föt og skór hækkuðu um 31,4 prósent hér en á Evrusvæðinu er um lækkun að ræða upp á 7,9 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×