Verði ákærðir fyrir að hýsa eftirlýst börn Birta Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 20:00 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð hjá þeim 1107 tilfelli þar sem leitað er af börnum á aldrinum 11 til 17 ára, undanfarin sex ár. Það er vitað að einhver þeirra leita á náðir sér eldri einstaklinga þegar þau láta sig hverfa en í viðtali í Morgunblaðinu í dag gagnrýna starfsmenn Barnaverndarstofu hversu sjaldan lögregla ákæri þá sem hýsi börn sem hlaupist að heiman. Í 193. grein almennra hegningarlaga segir; Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektumeða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt. Undir gagnrýni Barnaverndarstofu taka samtökin Olnbogabörn, samtök forráðamanna barna með áhættuhegðun, sem oftar en ekki eru í hópi þeirra barna sem lýst er eftir. „Það er furðulegt að það sé ekki brugðist betur við af hálfu lögreglu og ákæruvaldsins í þessum efnum þar sem ekki er bara verið að hýsa börnin, heldur er einnig verið að halda að þeim eiturlyfjum og misnota þau þegar þau eru í þessarri sjálfskaðandi hegðun," segir Íris Stefánsdóttir, stjórnarmaður Olnbogabarna. „Það er á okkar ábyrgð sem foreldrar og sem samfélag að passa upp á börnin okkar, sem geta það ekki sjálf." 161 leit af barni var skráð hjá lögreglunni árið 2013. Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki liggja fyrir upplýsingar um í hversu mörgum af þessum tilfellum hafi verið ákært fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en enginn vafi leiki á að ákæra sé lögð fram þegar það á við. „Lögreglan ákærir í öllum þeim tilfellum þar sem talið er að einhver hafi skotið skjólshúsi yfir eða leynt barni sem leitað er eftir," segir Jón. Hann segir það ekki upplifun þeirra að það séu oft á tíðum sömu einstaklingarnir sem séu að hýsa eftirlýst börn. „Þetta er ekki valkvætt af hálfu lögreglu, þessu refsiákvæði er alltaf beitt þegar grunur leikur á að þessar aðstæður séu fyrir hendi, segir Jón. Aðspurður um skýringar þess að sárafáir dómar hafi fallið í þessum málum undanfarin ár segir Jón telja að aðstæður hafi ekki verið fyrir hendi svo hægt væri að leggja fram kæru í flestum tilfellum. „Við erum náttúrulega bundin að lögum og þurfum að sanna þessar aðstæður. En þegar þessar aðstæður eru uppi þá látum við á það reyna. Við hlustum einnig á ábendingar og gagnrýni og ef við getum gert betur þá gerum við það." Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð hjá þeim 1107 tilfelli þar sem leitað er af börnum á aldrinum 11 til 17 ára, undanfarin sex ár. Það er vitað að einhver þeirra leita á náðir sér eldri einstaklinga þegar þau láta sig hverfa en í viðtali í Morgunblaðinu í dag gagnrýna starfsmenn Barnaverndarstofu hversu sjaldan lögregla ákæri þá sem hýsi börn sem hlaupist að heiman. Í 193. grein almennra hegningarlaga segir; Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektumeða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt. Undir gagnrýni Barnaverndarstofu taka samtökin Olnbogabörn, samtök forráðamanna barna með áhættuhegðun, sem oftar en ekki eru í hópi þeirra barna sem lýst er eftir. „Það er furðulegt að það sé ekki brugðist betur við af hálfu lögreglu og ákæruvaldsins í þessum efnum þar sem ekki er bara verið að hýsa börnin, heldur er einnig verið að halda að þeim eiturlyfjum og misnota þau þegar þau eru í þessarri sjálfskaðandi hegðun," segir Íris Stefánsdóttir, stjórnarmaður Olnbogabarna. „Það er á okkar ábyrgð sem foreldrar og sem samfélag að passa upp á börnin okkar, sem geta það ekki sjálf." 161 leit af barni var skráð hjá lögreglunni árið 2013. Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki liggja fyrir upplýsingar um í hversu mörgum af þessum tilfellum hafi verið ákært fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en enginn vafi leiki á að ákæra sé lögð fram þegar það á við. „Lögreglan ákærir í öllum þeim tilfellum þar sem talið er að einhver hafi skotið skjólshúsi yfir eða leynt barni sem leitað er eftir," segir Jón. Hann segir það ekki upplifun þeirra að það séu oft á tíðum sömu einstaklingarnir sem séu að hýsa eftirlýst börn. „Þetta er ekki valkvætt af hálfu lögreglu, þessu refsiákvæði er alltaf beitt þegar grunur leikur á að þessar aðstæður séu fyrir hendi, segir Jón. Aðspurður um skýringar þess að sárafáir dómar hafi fallið í þessum málum undanfarin ár segir Jón telja að aðstæður hafi ekki verið fyrir hendi svo hægt væri að leggja fram kæru í flestum tilfellum. „Við erum náttúrulega bundin að lögum og þurfum að sanna þessar aðstæður. En þegar þessar aðstæður eru uppi þá látum við á það reyna. Við hlustum einnig á ábendingar og gagnrýni og ef við getum gert betur þá gerum við það."
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira