Verði ákærðir fyrir að hýsa eftirlýst börn Birta Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2014 20:00 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð hjá þeim 1107 tilfelli þar sem leitað er af börnum á aldrinum 11 til 17 ára, undanfarin sex ár. Það er vitað að einhver þeirra leita á náðir sér eldri einstaklinga þegar þau láta sig hverfa en í viðtali í Morgunblaðinu í dag gagnrýna starfsmenn Barnaverndarstofu hversu sjaldan lögregla ákæri þá sem hýsi börn sem hlaupist að heiman. Í 193. grein almennra hegningarlaga segir; Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektumeða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt. Undir gagnrýni Barnaverndarstofu taka samtökin Olnbogabörn, samtök forráðamanna barna með áhættuhegðun, sem oftar en ekki eru í hópi þeirra barna sem lýst er eftir. „Það er furðulegt að það sé ekki brugðist betur við af hálfu lögreglu og ákæruvaldsins í þessum efnum þar sem ekki er bara verið að hýsa börnin, heldur er einnig verið að halda að þeim eiturlyfjum og misnota þau þegar þau eru í þessarri sjálfskaðandi hegðun," segir Íris Stefánsdóttir, stjórnarmaður Olnbogabarna. „Það er á okkar ábyrgð sem foreldrar og sem samfélag að passa upp á börnin okkar, sem geta það ekki sjálf." 161 leit af barni var skráð hjá lögreglunni árið 2013. Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki liggja fyrir upplýsingar um í hversu mörgum af þessum tilfellum hafi verið ákært fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en enginn vafi leiki á að ákæra sé lögð fram þegar það á við. „Lögreglan ákærir í öllum þeim tilfellum þar sem talið er að einhver hafi skotið skjólshúsi yfir eða leynt barni sem leitað er eftir," segir Jón. Hann segir það ekki upplifun þeirra að það séu oft á tíðum sömu einstaklingarnir sem séu að hýsa eftirlýst börn. „Þetta er ekki valkvætt af hálfu lögreglu, þessu refsiákvæði er alltaf beitt þegar grunur leikur á að þessar aðstæður séu fyrir hendi, segir Jón. Aðspurður um skýringar þess að sárafáir dómar hafi fallið í þessum málum undanfarin ár segir Jón telja að aðstæður hafi ekki verið fyrir hendi svo hægt væri að leggja fram kæru í flestum tilfellum. „Við erum náttúrulega bundin að lögum og þurfum að sanna þessar aðstæður. En þegar þessar aðstæður eru uppi þá látum við á það reyna. Við hlustum einnig á ábendingar og gagnrýni og ef við getum gert betur þá gerum við það." Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru skráð hjá þeim 1107 tilfelli þar sem leitað er af börnum á aldrinum 11 til 17 ára, undanfarin sex ár. Það er vitað að einhver þeirra leita á náðir sér eldri einstaklinga þegar þau láta sig hverfa en í viðtali í Morgunblaðinu í dag gagnrýna starfsmenn Barnaverndarstofu hversu sjaldan lögregla ákæri þá sem hýsi börn sem hlaupist að heiman. Í 193. grein almennra hegningarlaga segir; Hver, sem sviptir foreldra eða aðra rétta aðilja valdi eða umsjá yfir barni, sem ósjálfráða er fyrir æsku sakir, eða stuðlar að því, að það komi sér undan slíku valdi eða umsjá, skal sæta sektumeða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt. Undir gagnrýni Barnaverndarstofu taka samtökin Olnbogabörn, samtök forráðamanna barna með áhættuhegðun, sem oftar en ekki eru í hópi þeirra barna sem lýst er eftir. „Það er furðulegt að það sé ekki brugðist betur við af hálfu lögreglu og ákæruvaldsins í þessum efnum þar sem ekki er bara verið að hýsa börnin, heldur er einnig verið að halda að þeim eiturlyfjum og misnota þau þegar þau eru í þessarri sjálfskaðandi hegðun," segir Íris Stefánsdóttir, stjórnarmaður Olnbogabarna. „Það er á okkar ábyrgð sem foreldrar og sem samfélag að passa upp á börnin okkar, sem geta það ekki sjálf." 161 leit af barni var skráð hjá lögreglunni árið 2013. Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki liggja fyrir upplýsingar um í hversu mörgum af þessum tilfellum hafi verið ákært fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en enginn vafi leiki á að ákæra sé lögð fram þegar það á við. „Lögreglan ákærir í öllum þeim tilfellum þar sem talið er að einhver hafi skotið skjólshúsi yfir eða leynt barni sem leitað er eftir," segir Jón. Hann segir það ekki upplifun þeirra að það séu oft á tíðum sömu einstaklingarnir sem séu að hýsa eftirlýst börn. „Þetta er ekki valkvætt af hálfu lögreglu, þessu refsiákvæði er alltaf beitt þegar grunur leikur á að þessar aðstæður séu fyrir hendi, segir Jón. Aðspurður um skýringar þess að sárafáir dómar hafi fallið í þessum málum undanfarin ár segir Jón telja að aðstæður hafi ekki verið fyrir hendi svo hægt væri að leggja fram kæru í flestum tilfellum. „Við erum náttúrulega bundin að lögum og þurfum að sanna þessar aðstæður. En þegar þessar aðstæður eru uppi þá látum við á það reyna. Við hlustum einnig á ábendingar og gagnrýni og ef við getum gert betur þá gerum við það."
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Fleiri fréttir Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Sjá meira