Verðlaunuð fyrir íslenska landslagsmynd Ugla Egilsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 10:00 Svala Ragnarsdóttir Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“ Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Íslenskt landslag truflað af virkjanaframkvæmdum er yrkisefni Svölu Ragnarsdóttur í myndaseríu sem aflaði henni verðlauna í keppninni Top Thirty Under Thirty. „Ósnortið landslag er ímynd Íslands. Að sama skapi er virkjað úti um allt, en virkjanir eru ekki oft hafðar með á landslagsmyndum,“ segir Svala. Þrjátíu efnilegir ljósmyndarar voru valdir úr átta hundruð innsendum umsóknum. Keppnina hélt Magnum Photos, sem er ein virtasta umboðskrifstofa heims í ljósmyndun, og The Photography Show, sem er ein stærsta ljósmyndasýning sinnar tegundar á Bretlandi. Verðlaunahafar fá að sýna á The Photography Show í Birmingham, og fá leiðsögn frá virtu fagfólki úr heimi ljósmyndunar. „Þetta er gott tækifæri fyrir ljósmyndara sem eru að stíga sín fyrstu skref á ferlinum,“ segir Svala. „Keppnin er opin öllum á milli átján ára og þrítugs. Ég átti alls ekki von á að komast áfram í keppninni, meðal annars vegna þess að verkefnið mitt er frábrugðið hefðbundnum fréttaljósmyndum,“ segir Svala. „Inn í þessa keppni átti að senda fimm mynda seríu sem segir einhverja sögu. Magnum Agency-umboðsskrifstofan byggir á þessari hefð frétta- og heimildaljósmynda,“ segir Svala.Nesjavallavirkjun. Ein af myndunum í seríunni Orku.Mynd/Svala Ragnarsdóttir. „Ég fékk pata af þessari keppni í skólanum og ákvað að senda útskriftarverkefnið mitt í hana.“ Svala lauk meistaranámi í frétta- og heimildaljósmyndun frá London College of Communication í desember síðastliðnum. „Hluti af þeim sem voru með mér í bekk ætla að helga sig fréttaljósmyndun af átökum í stríðshrjáðum löndum. Ég hef meiri áhuga á heimildaljósmyndaandanum,“ segir Svala. Myndasería Svölu heitir Orka. „Allar myndirnar eru teknar heima á Íslandi síðasta sumar. Ég er búin að búa í London í þrjú og hálft ár og er heilluð af borginni. Þegar ég vil kafa djúpt eftir myndefni hef ég þó tilhneigingu til að fara heim. Þar hef ég meira að segja. Ég ferðaðist um Ísland og tók myndir af vatns- og jarðvarmavirkjunum. Það greip mig fyrst þegar ég var að rannsaka landslagsljósmyndun að virkjanir voru ekki hafðar með á landslagsmyndum. Mig langaði að sýna landslag truflað af þessum framkvæmdum. Þessar virkjanir hafa jákvæða ímynd í útlöndum, þær eru það sem kallað er „grænar,“ og ekki eins skaðlegar og olíuframkvæmdir. Þetta er áhugaverður debatt sem mig langaði til að fanga á mynd.“
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira