Verðtryggð lán betri en þau óverðtryggðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. mars 2015 13:00 Breki Karlsson segir að auka þurfi fjármálalæsi bæði almennings og stjórnmálamanna. fréttablaðið/valli Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“ Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Í sögulegu tilliti, þegar litið er til baka, þá hafa verðtryggð lán alltaf verið hagstæðari en óverðtryggð. Raunvextir verðtryggðra lána hafa verið lægri en óverðtryggðra, segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Hann er framsögumaður á fundi sem haldinn verður hjá Arion banka í dag. Hann mun halda framsögu um hvað er vert að hafa í huga við lántöku við kaup á íbúð, ásamt því að bera saman verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán. „Ég fer svolítið yfir sögu þess og útskýri af hverju verðtryggð lán eigi að vera hagstæðari samkvæmt sögunni. Svo geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á þeim,“ segir Breki. Hann segir að það sé ekki hans að ráðleggja fólki hvaða lán það eigi að taka, en hann geti sagt fólki hvaða þátta sé rétt að líta til við val á lánum. „Í óverðtryggðum lánum veistu nákvæmlega hver vaxtaprósentan verður sem þú þarft að borga. En í verðtryggðum lánum veistu ekki hver greiðslubyrðin verður næsta mánuðinn út,“ segir Breki. Það sé ákveðin áhætta fólgin í þessu. „En á móti kemur að þú ert líklega að borga lægri vexti af verðtryggðum lánum. Ef þú ert að horfa til lengri tíma þá hafa laun hækkað umfram verðbólgu þó nokkuð mikið síðastliðin 25 ár,“ segir Breki. Meira að segja frá hruni, árið 2008, hafi laun hækkað um átta prósent umfram verðbólgu. Þetta þýðir að þótt upphæðin sem lántakandi borgar í hverjum mánuði af 25 ára láni sem hann kann að hafa tekið sé mun hærri en hún var í upphafi, þá er hlutfallið sem hann greiðir af launum sínum mun lægra en í upphafi. Þá sé rétt að benda á að þegar fólk tekur lán í fyrsta skipti og er að byrja að búa þá á það inni starfsaldurstengdar hækkanir á launum til viðbótar við þær hækkanir sem kunna að verða á launavísitölunni. Breki bendir á að ástæðan fyrir því að verðtryggðu lánin hafa verið gagnrýnd sé einkum sú að greiðslubyrðin er stillt þannig af að hún er lægst fyrstu árin en hækkar svo. Með óverðtryggð lán er greiðslubyrðin hæst fyrst og höfuðstóllinn lækkar líka. „Það er ekkert óeðlilegt þegar þú ert ungur að taka lán, og um leið að eignast börn og koma þér upp heimili, að greiðslubyrðin af láninu sé léttari til að byrja með og svo þyngist hún eftir því sem líður á.“
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira