Verður að rannsaka heilsufarsáhrif brennisteinsvetnis Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2013 07:15 Þegar kalt er og stillt eru mestar líkur á mikilli brennisteinsvetnismengun. fréttablaðið/vilhelm Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Ísland losar meira brennisteinsvetni en Noregur, Svíþjóð og Danmörk til samans. Lítið er vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsu fólks. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu Félags umhverfisfræðinga á Íslandi í gær um áhrif brennisteinsvetnis á umhverfi, heilsu og hagkerfi. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Dr. Michael Bates, sérfræðingur við Kaliforníuháskóla, sem flutti erindi um rannsókn á áhrifum brennisteinsvetnis á heilsu, en hann stýrir nú stórri rannsókn á Nýja Sjálandi. Megin niðurstaða rannsókna hans og samstarfsmanna, í mjög einfaldaðri mynd, er að brennisteinsvetni hafi lítil áhrif á heilsu fólks. Byggir það á rannsókn í smáborginni Rotorua í Nýja-Sjálandi, þar sem íbúar eru útsettir fyrir brennisteinsvetni allt árið um kring. Hins vegar tók dr. Bates það fram að rannsóknin væri miklum takmörkunum háð og án frekari rannsókna væri lítið sem ekkert hægt að fullyrða um þetta atriði. Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, gerði hins vegar grein fyrir íslenskum rannsóknum, en hún hefur rannsakað brennisteinsvetni í samhengi við astmalyfjanoktun og bráðainnlagnir í Reykjavík. Þær rannsóknir gefa vísbendingu um samband milli losunar og notkunar lyfja við öndunarfærasjúkdómum. Eitt það haldbærasta sem kom fram á ráðstefnunni var að mjög sé þörf á rannsóknum á heilsufarsáhrifum brennisteinsvetnis, og ekki síst langtímaáhrifum vetnis í lágum styrk. Eins er sannað að áhrif gastegundarinnar á mannvirki og tæki er veruleg, og unnið er að því að meta hver kostnaður samfélagsins er af þeim völdum. Frá þessu sagði María Maack, doktorsnemi í visthagfræði við Háskóla Íslands. Þorsteinn Jóhannsson, frá Umhverfisstofnun, sagði frá því að á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því í Evrópu að minnka losun brennisteinsvetnis. Súrt regn var orðið vandamál enda milljónir tonna losaðar út í andrúmsloftið ár hvert. Þegar litið er til losunar einstakra landa kemur í ljós að Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, hafa skrifað undir svokallaða Gautaborgartilskipun um samdrátt í losun brennisteinsvetnis. Í dag er Ísland komið upp fyrir öll hin Norðurlöndin; reyndar er losað meira hérlendis en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku samanlagt.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira