Verður hlegið eða hlustað? – Orðspor og ímynd Íslands Hjörtur Smárason skrifar 23. maí 2016 07:00 Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ímynd Íslands er ekki bara einhver einfaldur hlutur fyrir ferðamenn, heldur margþætt og flókið fyrirbæri sem hefur áhrif á mun fleiri sviðum sem ekki eru mæld með því að spyrja ferðamenn í Austurstrætinu. Það sem blasir við er að Ísland er sett upp í fjölmiðlum erlendis sem mjög spillt land, bananalýðveldi sem stjórnað er af spilltu og óheiðarlegu fólki. Danskur sjónvarpsfréttamaður hringdi í mig fyrir stuttu og spurði mig hreint út af hverju Ísland væri svona miklu spilltara en önnur Evrópulönd. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur viðbrögð á bak við tjöldin. Undrunina og fyrirlitninguna hjá fjölmiðlafólkinu sem er þó ýmsu vant, þegar ég útskýri hvað sé að gerast á Íslandi. „Þú ert að grínast!“ – „En ég hélt þið væruð eitt af Norðurlöndunum.“ Þessir atburðir hafa bein áhrif á ímynd Íslands sem viðskiptalands. Í helgarblaði Børsen í Danmörku var umfjöllun um vöxt WOW air sem nú ógnaði SAS og Norwegian. Einn af þekktustu frumkvöðlum Danmerkur póstaði greininni og sagði þetta lykta eins og bólu – og í öllum kommentunum sem fylgdu á eftir var gert grín að Íslendingum og viðskiptasiðferði þeirra. Hverju einu og einasta. Núverandi atburðir staðfesta þá tilfinningu fólks eftir hrunið að á Íslandi sé allt vaðandi í spillingu. Þetta hefur líka pólitískar afleiðingar. Ísland er agnarsmátt land í alþjóðasamfélaginu sem hefur byggt upp pólitískan mátt langt umfram stærð sína eða herstyrk. Þessi pólitíski máttur byggir á orðspori þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Það er umhugsunarefni að eftir efnahagskreppuna 2008 hafa Norðurlöndin vakið talsverða athygli fyrir hversu vel þau hafa komist í gegnum hana og það verið skoðað hvað valdi í menningu og stjórnarfari þessara landa. Ísland var eitt Norðurlandanna fram að hruni en síðan þá er Íslandi oft sleppt í slíkum umfjöllunum. Ég held að það sé hollt að spyrja sig af hverju það er – og ekki síður hvaða afleiðingar það hefur. Hver er máttur íslenskra stjórnmálamanna á erlendum vettvangi ef þeir eru settir í hóp með spilltum einræðisherrum í stað leiðtoga Norðurlandanna? Hvers virði eru orð okkar, óskir og kröfur þá? Verður hlegið en ekki hlustað?Aðgerða er þörf 600 Íslendingar eru nafngreindir í Panamaskjölunum, hlutfallslega margfalt fleiri en í nokkru öðru landi. Aðeins er að finna 500 Indverja og eru þeir samt 3.600 sinnum fleiri. Hér er hegðunarmynstur sem hringir háværum viðvörunarbjöllum hjá hverjum þeim sem býðst að gera viðskipti við Íslendinga. Slíkt er ekki lagað með greinarskrifum og loforðum. Það þarf aðgerðir. Afsögn forsætisráðherra var stórt skref í þá átt en máttur þeirrar stóru fórnar fyrir ríkisstjórnina er að engu gerður þegar stjórnmálamenn halda áfram að verja gerðir hans. Ísland er orðið lélegur brandari um allan heim. Blaðamenn hlæja. Áhrifafólk í viðskiptum hlær. Leigubílstjórar hlæja. Fólkið úti í sjoppu hlær. Það verður ekki auðvelt að endurheimta traust á íslenskum viðskiptamönnum og íslenskum stjórnmálamönnum. Það verður eingöngu gert með því að taka skýra afstöðu gegn spillingu og kjósa breytingar. Kjósa sterka rödd á Bessastaði sem heyrist langt út fyrir landsteinana en ekki gömul andlit hrunsins og spillingarinnar. Láta stjórnmálamenn á Alþingi mæta afleiðingum gjörða sinna og síðast en ekki síst, setja nýja stjórnarskrá í lög. Það þarf að stöðva meðvirknina hjá þessari þjóð þannig að við getum eftir fjögur ár horft stolt framan í heiminn og sagt frá því hvernig við skárum upp herör gegn spillingunni. Þannig að fólk muni hlusta af virðingu og áhuga þegar við segjumst koma frá Íslandi. Þannig að Ísland verði gæðamerki. Ef við þorum ekki að rugga bátnum og breytum engu verður bara áfram hlegið. Við verðum brandarinn Ísland og getum alfarið sjálfum okkur um kennt. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ímynd Íslands er ekki bara einhver einfaldur hlutur fyrir ferðamenn, heldur margþætt og flókið fyrirbæri sem hefur áhrif á mun fleiri sviðum sem ekki eru mæld með því að spyrja ferðamenn í Austurstrætinu. Það sem blasir við er að Ísland er sett upp í fjölmiðlum erlendis sem mjög spillt land, bananalýðveldi sem stjórnað er af spilltu og óheiðarlegu fólki. Danskur sjónvarpsfréttamaður hringdi í mig fyrir stuttu og spurði mig hreint út af hverju Ísland væri svona miklu spilltara en önnur Evrópulönd. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur viðbrögð á bak við tjöldin. Undrunina og fyrirlitninguna hjá fjölmiðlafólkinu sem er þó ýmsu vant, þegar ég útskýri hvað sé að gerast á Íslandi. „Þú ert að grínast!“ – „En ég hélt þið væruð eitt af Norðurlöndunum.“ Þessir atburðir hafa bein áhrif á ímynd Íslands sem viðskiptalands. Í helgarblaði Børsen í Danmörku var umfjöllun um vöxt WOW air sem nú ógnaði SAS og Norwegian. Einn af þekktustu frumkvöðlum Danmerkur póstaði greininni og sagði þetta lykta eins og bólu – og í öllum kommentunum sem fylgdu á eftir var gert grín að Íslendingum og viðskiptasiðferði þeirra. Hverju einu og einasta. Núverandi atburðir staðfesta þá tilfinningu fólks eftir hrunið að á Íslandi sé allt vaðandi í spillingu. Þetta hefur líka pólitískar afleiðingar. Ísland er agnarsmátt land í alþjóðasamfélaginu sem hefur byggt upp pólitískan mátt langt umfram stærð sína eða herstyrk. Þessi pólitíski máttur byggir á orðspori þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Það er umhugsunarefni að eftir efnahagskreppuna 2008 hafa Norðurlöndin vakið talsverða athygli fyrir hversu vel þau hafa komist í gegnum hana og það verið skoðað hvað valdi í menningu og stjórnarfari þessara landa. Ísland var eitt Norðurlandanna fram að hruni en síðan þá er Íslandi oft sleppt í slíkum umfjöllunum. Ég held að það sé hollt að spyrja sig af hverju það er – og ekki síður hvaða afleiðingar það hefur. Hver er máttur íslenskra stjórnmálamanna á erlendum vettvangi ef þeir eru settir í hóp með spilltum einræðisherrum í stað leiðtoga Norðurlandanna? Hvers virði eru orð okkar, óskir og kröfur þá? Verður hlegið en ekki hlustað?Aðgerða er þörf 600 Íslendingar eru nafngreindir í Panamaskjölunum, hlutfallslega margfalt fleiri en í nokkru öðru landi. Aðeins er að finna 500 Indverja og eru þeir samt 3.600 sinnum fleiri. Hér er hegðunarmynstur sem hringir háværum viðvörunarbjöllum hjá hverjum þeim sem býðst að gera viðskipti við Íslendinga. Slíkt er ekki lagað með greinarskrifum og loforðum. Það þarf aðgerðir. Afsögn forsætisráðherra var stórt skref í þá átt en máttur þeirrar stóru fórnar fyrir ríkisstjórnina er að engu gerður þegar stjórnmálamenn halda áfram að verja gerðir hans. Ísland er orðið lélegur brandari um allan heim. Blaðamenn hlæja. Áhrifafólk í viðskiptum hlær. Leigubílstjórar hlæja. Fólkið úti í sjoppu hlær. Það verður ekki auðvelt að endurheimta traust á íslenskum viðskiptamönnum og íslenskum stjórnmálamönnum. Það verður eingöngu gert með því að taka skýra afstöðu gegn spillingu og kjósa breytingar. Kjósa sterka rödd á Bessastaði sem heyrist langt út fyrir landsteinana en ekki gömul andlit hrunsins og spillingarinnar. Láta stjórnmálamenn á Alþingi mæta afleiðingum gjörða sinna og síðast en ekki síst, setja nýja stjórnarskrá í lög. Það þarf að stöðva meðvirknina hjá þessari þjóð þannig að við getum eftir fjögur ár horft stolt framan í heiminn og sagt frá því hvernig við skárum upp herör gegn spillingunni. Þannig að fólk muni hlusta af virðingu og áhuga þegar við segjumst koma frá Íslandi. Þannig að Ísland verði gæðamerki. Ef við þorum ekki að rugga bátnum og breytum engu verður bara áfram hlegið. Við verðum brandarinn Ísland og getum alfarið sjálfum okkur um kennt. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun