Verður hlegið eða hlustað? – Orðspor og ímynd Íslands Hjörtur Smárason skrifar 23. maí 2016 07:00 Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ímynd Íslands er ekki bara einhver einfaldur hlutur fyrir ferðamenn, heldur margþætt og flókið fyrirbæri sem hefur áhrif á mun fleiri sviðum sem ekki eru mæld með því að spyrja ferðamenn í Austurstrætinu. Það sem blasir við er að Ísland er sett upp í fjölmiðlum erlendis sem mjög spillt land, bananalýðveldi sem stjórnað er af spilltu og óheiðarlegu fólki. Danskur sjónvarpsfréttamaður hringdi í mig fyrir stuttu og spurði mig hreint út af hverju Ísland væri svona miklu spilltara en önnur Evrópulönd. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur viðbrögð á bak við tjöldin. Undrunina og fyrirlitninguna hjá fjölmiðlafólkinu sem er þó ýmsu vant, þegar ég útskýri hvað sé að gerast á Íslandi. „Þú ert að grínast!“ – „En ég hélt þið væruð eitt af Norðurlöndunum.“ Þessir atburðir hafa bein áhrif á ímynd Íslands sem viðskiptalands. Í helgarblaði Børsen í Danmörku var umfjöllun um vöxt WOW air sem nú ógnaði SAS og Norwegian. Einn af þekktustu frumkvöðlum Danmerkur póstaði greininni og sagði þetta lykta eins og bólu – og í öllum kommentunum sem fylgdu á eftir var gert grín að Íslendingum og viðskiptasiðferði þeirra. Hverju einu og einasta. Núverandi atburðir staðfesta þá tilfinningu fólks eftir hrunið að á Íslandi sé allt vaðandi í spillingu. Þetta hefur líka pólitískar afleiðingar. Ísland er agnarsmátt land í alþjóðasamfélaginu sem hefur byggt upp pólitískan mátt langt umfram stærð sína eða herstyrk. Þessi pólitíski máttur byggir á orðspori þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Það er umhugsunarefni að eftir efnahagskreppuna 2008 hafa Norðurlöndin vakið talsverða athygli fyrir hversu vel þau hafa komist í gegnum hana og það verið skoðað hvað valdi í menningu og stjórnarfari þessara landa. Ísland var eitt Norðurlandanna fram að hruni en síðan þá er Íslandi oft sleppt í slíkum umfjöllunum. Ég held að það sé hollt að spyrja sig af hverju það er – og ekki síður hvaða afleiðingar það hefur. Hver er máttur íslenskra stjórnmálamanna á erlendum vettvangi ef þeir eru settir í hóp með spilltum einræðisherrum í stað leiðtoga Norðurlandanna? Hvers virði eru orð okkar, óskir og kröfur þá? Verður hlegið en ekki hlustað?Aðgerða er þörf 600 Íslendingar eru nafngreindir í Panamaskjölunum, hlutfallslega margfalt fleiri en í nokkru öðru landi. Aðeins er að finna 500 Indverja og eru þeir samt 3.600 sinnum fleiri. Hér er hegðunarmynstur sem hringir háværum viðvörunarbjöllum hjá hverjum þeim sem býðst að gera viðskipti við Íslendinga. Slíkt er ekki lagað með greinarskrifum og loforðum. Það þarf aðgerðir. Afsögn forsætisráðherra var stórt skref í þá átt en máttur þeirrar stóru fórnar fyrir ríkisstjórnina er að engu gerður þegar stjórnmálamenn halda áfram að verja gerðir hans. Ísland er orðið lélegur brandari um allan heim. Blaðamenn hlæja. Áhrifafólk í viðskiptum hlær. Leigubílstjórar hlæja. Fólkið úti í sjoppu hlær. Það verður ekki auðvelt að endurheimta traust á íslenskum viðskiptamönnum og íslenskum stjórnmálamönnum. Það verður eingöngu gert með því að taka skýra afstöðu gegn spillingu og kjósa breytingar. Kjósa sterka rödd á Bessastaði sem heyrist langt út fyrir landsteinana en ekki gömul andlit hrunsins og spillingarinnar. Láta stjórnmálamenn á Alþingi mæta afleiðingum gjörða sinna og síðast en ekki síst, setja nýja stjórnarskrá í lög. Það þarf að stöðva meðvirknina hjá þessari þjóð þannig að við getum eftir fjögur ár horft stolt framan í heiminn og sagt frá því hvernig við skárum upp herör gegn spillingunni. Þannig að fólk muni hlusta af virðingu og áhuga þegar við segjumst koma frá Íslandi. Þannig að Ísland verði gæðamerki. Ef við þorum ekki að rugga bátnum og breytum engu verður bara áfram hlegið. Við verðum brandarinn Ísland og getum alfarið sjálfum okkur um kennt. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ímynd Íslands er ekki bara einhver einfaldur hlutur fyrir ferðamenn, heldur margþætt og flókið fyrirbæri sem hefur áhrif á mun fleiri sviðum sem ekki eru mæld með því að spyrja ferðamenn í Austurstrætinu. Það sem blasir við er að Ísland er sett upp í fjölmiðlum erlendis sem mjög spillt land, bananalýðveldi sem stjórnað er af spilltu og óheiðarlegu fólki. Danskur sjónvarpsfréttamaður hringdi í mig fyrir stuttu og spurði mig hreint út af hverju Ísland væri svona miklu spilltara en önnur Evrópulönd. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur viðbrögð á bak við tjöldin. Undrunina og fyrirlitninguna hjá fjölmiðlafólkinu sem er þó ýmsu vant, þegar ég útskýri hvað sé að gerast á Íslandi. „Þú ert að grínast!“ – „En ég hélt þið væruð eitt af Norðurlöndunum.“ Þessir atburðir hafa bein áhrif á ímynd Íslands sem viðskiptalands. Í helgarblaði Børsen í Danmörku var umfjöllun um vöxt WOW air sem nú ógnaði SAS og Norwegian. Einn af þekktustu frumkvöðlum Danmerkur póstaði greininni og sagði þetta lykta eins og bólu – og í öllum kommentunum sem fylgdu á eftir var gert grín að Íslendingum og viðskiptasiðferði þeirra. Hverju einu og einasta. Núverandi atburðir staðfesta þá tilfinningu fólks eftir hrunið að á Íslandi sé allt vaðandi í spillingu. Þetta hefur líka pólitískar afleiðingar. Ísland er agnarsmátt land í alþjóðasamfélaginu sem hefur byggt upp pólitískan mátt langt umfram stærð sína eða herstyrk. Þessi pólitíski máttur byggir á orðspori þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Það er umhugsunarefni að eftir efnahagskreppuna 2008 hafa Norðurlöndin vakið talsverða athygli fyrir hversu vel þau hafa komist í gegnum hana og það verið skoðað hvað valdi í menningu og stjórnarfari þessara landa. Ísland var eitt Norðurlandanna fram að hruni en síðan þá er Íslandi oft sleppt í slíkum umfjöllunum. Ég held að það sé hollt að spyrja sig af hverju það er – og ekki síður hvaða afleiðingar það hefur. Hver er máttur íslenskra stjórnmálamanna á erlendum vettvangi ef þeir eru settir í hóp með spilltum einræðisherrum í stað leiðtoga Norðurlandanna? Hvers virði eru orð okkar, óskir og kröfur þá? Verður hlegið en ekki hlustað?Aðgerða er þörf 600 Íslendingar eru nafngreindir í Panamaskjölunum, hlutfallslega margfalt fleiri en í nokkru öðru landi. Aðeins er að finna 500 Indverja og eru þeir samt 3.600 sinnum fleiri. Hér er hegðunarmynstur sem hringir háværum viðvörunarbjöllum hjá hverjum þeim sem býðst að gera viðskipti við Íslendinga. Slíkt er ekki lagað með greinarskrifum og loforðum. Það þarf aðgerðir. Afsögn forsætisráðherra var stórt skref í þá átt en máttur þeirrar stóru fórnar fyrir ríkisstjórnina er að engu gerður þegar stjórnmálamenn halda áfram að verja gerðir hans. Ísland er orðið lélegur brandari um allan heim. Blaðamenn hlæja. Áhrifafólk í viðskiptum hlær. Leigubílstjórar hlæja. Fólkið úti í sjoppu hlær. Það verður ekki auðvelt að endurheimta traust á íslenskum viðskiptamönnum og íslenskum stjórnmálamönnum. Það verður eingöngu gert með því að taka skýra afstöðu gegn spillingu og kjósa breytingar. Kjósa sterka rödd á Bessastaði sem heyrist langt út fyrir landsteinana en ekki gömul andlit hrunsins og spillingarinnar. Láta stjórnmálamenn á Alþingi mæta afleiðingum gjörða sinna og síðast en ekki síst, setja nýja stjórnarskrá í lög. Það þarf að stöðva meðvirknina hjá þessari þjóð þannig að við getum eftir fjögur ár horft stolt framan í heiminn og sagt frá því hvernig við skárum upp herör gegn spillingunni. Þannig að fólk muni hlusta af virðingu og áhuga þegar við segjumst koma frá Íslandi. Þannig að Ísland verði gæðamerki. Ef við þorum ekki að rugga bátnum og breytum engu verður bara áfram hlegið. Við verðum brandarinn Ísland og getum alfarið sjálfum okkur um kennt. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23.maí
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun