Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2015 14:20 Þessa dagana er fundað um kröfugerð innan einstakra félaga Starfsgreinasambandsins. Gengur ekki að bjóða verkafólki minna en hópum sem fengið hafa tugi prósenta í launahækkun. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir. Kröfugerð er í mótun innan starfsgreinasambandsins og reiknað með að þær verði lagðar fram um mánaðamótin. Hátt á annað hundrað kjarasamningar eru lausir og framundan eru strangar samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara. Meðal stærstu sambanda sem eiga eftir að semja er Starfsgreinasambandið en innan raða þess er m.a. starfsfólk í fiskvinnslu, ferðaþjónustu, ræstingum og fleira. Stéttir sem flestir eru sammála um að séu ekki öfundsverðar af launum sínum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að nú sé verið að fara yfir kröfur einstakra félaga innan sambandsins. En síðast þegar samið var í desember 2013 sömdu sambönd innan ASÍ í stóru samfloti um hóflegar launahækkanir í von um að samstaða myndaðist um að auka kaupmátt og draga úr verðbólgu. „Það verður sennilega ekki svona samflot aftur. Það eru bara svo mismunandi áherslur eftir félögum og brotum innan Alþýðusambandsins. Hvort sem það eru iðnaðarmenn, verslunarmenn eða verkafólk. Þannig að ég býst ekki við samfloti að þessu sinni,“ segir Drífa. Það sé ljóst að þær forsendur sem samið var á fyrir rúmu ári séu brostnar með þeim samningum sem gerðir hafi verið síðan þá við einstaka hópa um mun meiri launahækkanir en samið var um við ASÍ í desember 2013. Þessa dagana sé fundað með félagsmönnum einstakra félaga um allt land. „Til að reyna að fá fram línur frá almennum félögum. Hvað vill fólk fara fram með? Hvað er það tilbúið að berjast fyrir? Og í næstu viku mótum við sameiginlega kröfugerð,“ segir Drífa. Kröfurnar verði lagðar fram um mánaðamótin og þá hefjist eiginlegar samningaviðræður. Meðal annars verði horft til þess að sjávarútvegurinn hafi staðið vel mörg undanfarin misseri og mikilvægt sé að ferðaþjónustan verði að alvöru atvinnugrein með samningum við starfsfólk innan hennar. Það sé baráttuhugur í verkafólki. „Við skulum orða það þannig að ég held að fólk hafi orðið tilbúnara og tilbúnara eftir því sem árið líður frá síðustu samningum. Það er mitt mat. En hvar sársaukapunkturinn er eigium við eftir að ræða í okkar hópi. En að sjálfsögðu erum við undirbúin undir þann möguleika að það verði nokkur átök,“ segir Drífa. Seðlabankinn, Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafa sagt að þjóðfélagið þoli ekki meira en 3,5 prósenta launahækkun á ári hjá almennu launafólki. „Nei, það er auðvitað ekki hægt að varpa svona fram og vera svo að semja við alla aðra hópa en verkafólk um tugi prósenta. En verkafólk eigi að láta sér nægja þrjú til fjögur prósent. Það náttúrlega sjá það allir að það gengur ekki,“ segir Drífa Snædal.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira