Verkalýðshreyfingin býr sig undir harða baráttu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 30. október 2014 10:00 Verkalýðsleiðtogar segja að dagar samræmdrar launastefnu séu taldir hér á landi. Í komandi samningum semji hver fyrir sig. Fréttablaðið/VAlli Dagar samræmdrar launastefnu eru taldir ef marka má ummæli ýmissa verkalýðsleiðtoga. Margir telja að tími sé kominn til að samið verði við einstök fyrirtæki, eða að einstakar starfsgreinar semji sér. Það verði afkoma viðkomandi greinar eða fyrirtækis sem ráði því hversu miklar launahækkanir sé hægt að semja um. Verkalýðsfélög landsins eru nú að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. Miklum átökum er spáð á vinnumarkaði næstu mánuði. Menn telja að tilraunin sem gerð var með desembersamningunum á síðasta ári hafi mistekist að stórum hluta. Því þegar félögin á almenna markaðnum voru búin að samþykkja sína samninga komu aðrir hópar, svo sem kennarar, háskólamenntaðir, flugmenn og fleiri og sömdu um mun meiri hækkanir. Þó benda menn á að eitt markmið hafi náðst og það er að ná niður verðbólgu sem hefur um nokkurt skeið verið fyrir neðan markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent.Kristján Þ. Snæbjarnarson, Guðmundur Ragnarsson, Vilhjálmur Birgisson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir samstöðu innan stóra hópsins mikilvæga, en óvíst sé að hún náist eftir síðustu kjarasamninga. Samstaðan hafi brugðist þegar aðrir hafi fengið meiri hækkanir en ASÍ-félögin. Menn ætluðu að nota þetta ár til að undirbúa gerð langtímasamnings en lítið hefur orðið úr því. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknigreina, segir að nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum viti enginn hvernig eigi að hefja þá vinnu sem átti raunar að byrja á fyrir ári. „Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Það er fullreynt með kjarasamninga sem byggja á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þar hefur allt farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin og ríkisvaldið og sveitarfélög velta verðhækkunum út í verðlag og skatta,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að dagar samræmdrar láglaunastefnu séu liðnir og nú sé komið að því að hver og einn semji fyrir sig. Hann segir útflutningsgreinarnar, það eru fiskvinnslan og ferðaþjónustan, hafa hagnast vel á lágu gengi krónunnar. Þessar greinar geti borgað mun hærri laun en þær gera í dag og sama gildi um stóriðjuna. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það sé ekkert óhugsandi að sú leið verði farin innan VR að semja sér við stór fyrirtæki eins og Haga, sem hafi sýnt mikinn hagnað á síðasta ári. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að það sé skýrt í hans huga að það verði að bæta kjör þeirra verst settu, það sé forgangsatriði. Hann segir vinnumarkaðinn tvískiptan. „Annars vegar er það landsbyggðin sem býr við þann kalda veruleika að fólki eru greidd taxtalaun, hins vegar er það suðvesturhornið, en þar fær fólk oftar en ekki greidd markaðslaun,“ segir Finnbogi og bætir við að það liggi í augum uppi að það verði að hækka laun landsbyggðarfólksins og það sé hugsanlegt að gera það í gegnum sérkjarasamninga. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Dagar samræmdrar launastefnu eru taldir ef marka má ummæli ýmissa verkalýðsleiðtoga. Margir telja að tími sé kominn til að samið verði við einstök fyrirtæki, eða að einstakar starfsgreinar semji sér. Það verði afkoma viðkomandi greinar eða fyrirtækis sem ráði því hversu miklar launahækkanir sé hægt að semja um. Verkalýðsfélög landsins eru nú að móta kröfugerð fyrir komandi samninga. Miklum átökum er spáð á vinnumarkaði næstu mánuði. Menn telja að tilraunin sem gerð var með desembersamningunum á síðasta ári hafi mistekist að stórum hluta. Því þegar félögin á almenna markaðnum voru búin að samþykkja sína samninga komu aðrir hópar, svo sem kennarar, háskólamenntaðir, flugmenn og fleiri og sömdu um mun meiri hækkanir. Þó benda menn á að eitt markmið hafi náðst og það er að ná niður verðbólgu sem hefur um nokkurt skeið verið fyrir neðan markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent.Kristján Þ. Snæbjarnarson, Guðmundur Ragnarsson, Vilhjálmur Birgisson, Ólafía B. Rafnsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir samstöðu innan stóra hópsins mikilvæga, en óvíst sé að hún náist eftir síðustu kjarasamninga. Samstaðan hafi brugðist þegar aðrir hafi fengið meiri hækkanir en ASÍ-félögin. Menn ætluðu að nota þetta ár til að undirbúa gerð langtímasamnings en lítið hefur orðið úr því. Guðmundur Ragnarsson, formaður félags vélstjóra og málmtæknigreina, segir að nú í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum viti enginn hvernig eigi að hefja þá vinnu sem átti raunar að byrja á fyrir ári. „Það er ekkert traust til staðar og engin ný fagnaðarerindi sem hægt er að leggja á borð fyrir launþega þessa lands. Það er fullreynt með kjarasamninga sem byggja á lágum launahækkunum og væntingum um litla verðbólgu. Þar hefur allt farið á sama veg. Launamaðurinn tekur á sig verðbólguna en fyrirtækin og ríkisvaldið og sveitarfélög velta verðhækkunum út í verðlag og skatta,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að dagar samræmdrar láglaunastefnu séu liðnir og nú sé komið að því að hver og einn semji fyrir sig. Hann segir útflutningsgreinarnar, það eru fiskvinnslan og ferðaþjónustan, hafa hagnast vel á lágu gengi krónunnar. Þessar greinar geti borgað mun hærri laun en þær gera í dag og sama gildi um stóriðjuna. Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR, segir að það sé ekkert óhugsandi að sú leið verði farin innan VR að semja sér við stór fyrirtæki eins og Haga, sem hafi sýnt mikinn hagnað á síðasta ári. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga, segir að það sé skýrt í hans huga að það verði að bæta kjör þeirra verst settu, það sé forgangsatriði. Hann segir vinnumarkaðinn tvískiptan. „Annars vegar er það landsbyggðin sem býr við þann kalda veruleika að fólki eru greidd taxtalaun, hins vegar er það suðvesturhornið, en þar fær fólk oftar en ekki greidd markaðslaun,“ segir Finnbogi og bætir við að það liggi í augum uppi að það verði að hækka laun landsbyggðarfólksins og það sé hugsanlegt að gera það í gegnum sérkjarasamninga.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira