Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2016 19:45 Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. Stálgrind að fyrstu verksmiðjubyggingunni á Bakka er risin. Heimamenn segjast aldrei hafa séð önnur eins umsvif. Árum saman voru sýndar fréttamyndir af auðri iðnaðarlóðinni á Bakka. En nú er það allt orðið breytt. Þetta er orðið eitt mesta framkvæmdasvæði Íslands. Þar reisir þýska félagið PCC kísilver fyrir 37 milljarða króna. Stálgrind að hráefnisgeymslu er þegar risin og vinna í grunni ofnhússins er komin vel á veg. Aðalverktaki er einnig þýskur, SMS-group.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Ég held að eina sambærilega verkið sé uppbygging álversins fyrir austan. Þar var skalinn náttúrlega ennþá stærri og samfélagið minna. En við höfum aldrei séð neitt annað eins og þetta er það stærsta sem hefur komið á Norðurlandi, allavega,“ segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Starfsmenn á Bakka eru nú um 200 talsins en þeim á eftir að fjölga eftir því sem umfang framkvæmdanna vex. Snæbjörn segir að á Húsavík nái framkvæmdirnar hámarki í haust þegar starfsmannafjöldinn fari upp í 600 manns.Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi: Við höfum aldrei séð annað eins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Uppbyggingin á Bakka er aðeins einn þátturinn en samhliða er unnið að hafnargerð á Húsavík og gerð jarðganga frá höfninni að Bakka. Á Þeistareykjum er svo verið að reisa jarðvarmavirkjun auk þess sem lögð verður háspennulína á milli. Snæbjörn segir að þegar allt sé tekið saman megi áætla að verið sé að fjárfesta á svæðinu fyrir 80 milljarða króna á þeim tveimur til þremur árum sem framkvæmdirnar taka. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir íbúa jákvæða gagnvart þessum miklu umsvifum. „Hér er auðvitað verið að styrkja innviði til þess að taka við fjölbreyttara atvinnulífi og styrkari stoðum undir atvinnulíf hérna í sveitarfélaginu og á svæðinu í heild. Þannig að heilt yfir þá eru menn auðvitað bara jákvæðir og brosa inn í framtíðina. En umsvifum fylgja auðvitað árekstrar og pústrar, eins og eðlilegt er, en hingað til hafa menn bara náð að leysa það sem upp hefur komið,“ segir sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings: Hér brosa menn inn í framtíðina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19 Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Vantar 120 nýjar íbúðir Samkvæmt greiningu fyrirtækisins Alta á húsnæðismálum á Húsavík þarf að bæta við allt að 120 íbúðum í bænum vegna þeirra starfa sem til verða í verksmiðju PCC Bakki Silicon og afleiddra starfa. 13. maí 2016 07:00
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
ESA segir samninga við PCC ekki vera ríkisaðstoð Samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilverksmiðju PCC á Bakka fela ekki í sér ríkisaðstoð samkvæmt ESA. 20. maí 2015 11:19