Innlent

Verulega dregur úr vindi víðast hvar

Verulega dró úr vindi víðast hvar á landinu undir morgun nema enn er hvasst sumstaðar suðaustan- og austanlands.

Mjög lítil umferð var á þjóðvegum í gærkvöldi og í nótt, og er ekki vitað um slys eða óhöpp vegna vetrarfærðar, eftir því sem Fréttastofan kemst næst. Björgunarsveitarmenn áttu því náðuga nótt. 

Víða er snóþekja og hálka á vegum, en allar aðal leiðir virðast vera færar. Búast má við einhverri snjókomu eða slyddu norðaustan- og austanlands, stöku éljum norðvestanlands og jafnvel einhverju öskufoki á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×