Innlent

Verulega grunsamlegur ökumaður stöðvaður

Það var meira en lítið misjafnt við ökumanninn, sem lögreglan í Borgarfirði stöðvaði í fyrrakvöld vegna gruns um fíkniefnaakstur.

Við leit í bílnum fannst mikið af haglaskotum, en hann hefur ekki byssuleyfi. Að sögn Skessuhorns fannst líka flaska af heimabrugguðum landa og við húsleit heima hjá honum í Búðardal, fannst enn meira af haglaskotum og óskráð haglabyssa, sem var líklega stolið í innbroti á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum.

Hann missir nú ökuréttindin og á margvíslegar sektir yfir höfði sér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×