Vextir svona háir af því að þjóðin sparar ekki Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. nóvember 2014 10:38 Pétur segir alla umræðu snúast um skuldara. Vísir / Vilhelm „Ég er enn þessarar skoðunnar en það sem vantar á Íslandi er sparnaður,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður aðspurður um hvort hann sé enn þeirrar skoðunar að tveggja prósenta vextir á verðtryggð lán séu hæfilegir. Það sé hinsvegar ekki raunhæft í núverandi stöðu. „Það eru alltof margir sem vilja eyða en alltof fáir sem vilja spara. Þess vegna eru vextirnir svona háir.“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, rifjaði upp ummæli Péturs frá því í Vísi árið 1978 á Facebook-síðu sinni í gær. Þar spurði hann af hverju Pétur hafi ekki barist fyrir því að verðtryggðir vextir séu ekki hærri en tvö prósent. Pétur segist hafa barist fyrir auknum sparnaði, sem sé forsenda lægri vaxta. „Miðað við hvað þjóðin er eyðslugráðug og lítið gefin fyrir að spara, þá situr hún uppi með háa raunvexti,“ segir Pétur. „Ég bendi fólki sem finnst raunvextir vera háir á að endilega fara að spara og njóta vaxtanna.“ Vextir á verðtryggðum lánum eru um og yfir fjögur prósent. Pétur segir umræðuna síðustu árin hafa snúist um skuldir en ekki sparifjáreigendur. „Öll umræðan á Íslandi snýst alltaf um skuldara. Það eru skuldir útgerðanna, það eru skuldir heimila, skuldir landbúnaðarins og skuldir þetta og hitta. Það er alltaf verið að leysa vanda skuldara en enginn kvakar yfir því þó að sparifjáreigendur séu að tapa,“ segir hann. Hann segir að kvatinn til að spara hafi horfið þegar skattar voru hækkaðir a nafnvexti. Er það þá ekki eitthvað sem Alþingi þarf að breyta? „Ég hef barist fyrir því en menn eru alltaf að hugsa um skuldarana,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Ég er enn þessarar skoðunnar en það sem vantar á Íslandi er sparnaður,“ segir Pétur Blöndal alþingismaður aðspurður um hvort hann sé enn þeirrar skoðunar að tveggja prósenta vextir á verðtryggð lán séu hæfilegir. Það sé hinsvegar ekki raunhæft í núverandi stöðu. „Það eru alltof margir sem vilja eyða en alltof fáir sem vilja spara. Þess vegna eru vextirnir svona háir.“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, rifjaði upp ummæli Péturs frá því í Vísi árið 1978 á Facebook-síðu sinni í gær. Þar spurði hann af hverju Pétur hafi ekki barist fyrir því að verðtryggðir vextir séu ekki hærri en tvö prósent. Pétur segist hafa barist fyrir auknum sparnaði, sem sé forsenda lægri vaxta. „Miðað við hvað þjóðin er eyðslugráðug og lítið gefin fyrir að spara, þá situr hún uppi með háa raunvexti,“ segir Pétur. „Ég bendi fólki sem finnst raunvextir vera háir á að endilega fara að spara og njóta vaxtanna.“ Vextir á verðtryggðum lánum eru um og yfir fjögur prósent. Pétur segir umræðuna síðustu árin hafa snúist um skuldir en ekki sparifjáreigendur. „Öll umræðan á Íslandi snýst alltaf um skuldara. Það eru skuldir útgerðanna, það eru skuldir heimila, skuldir landbúnaðarins og skuldir þetta og hitta. Það er alltaf verið að leysa vanda skuldara en enginn kvakar yfir því þó að sparifjáreigendur séu að tapa,“ segir hann. Hann segir að kvatinn til að spara hafi horfið þegar skattar voru hækkaðir a nafnvexti. Er það þá ekki eitthvað sem Alþingi þarf að breyta? „Ég hef barist fyrir því en menn eru alltaf að hugsa um skuldarana,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira