Við eigum val Björgólfur Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að gerðir verðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til eins árs og að í þeim felist upphaf nýs stöðugleikatímabils þar sem áhersla verði lögð á að stilla saman strengi og væntingar allra aðila. Í kjölfarið fylgi svo samningar til lengri tíma þar sem kjarabætur og kaupmáttaraukning byggi á aukinni verðmætasköpun atvinnulífsins, útflutningstekjum, betri samkeppnishæfni og almennum stöðugleika í efnahagsmálum. Þessu fylgir aukin fjárfesting í atvinnulífinu, hagvöxtur og smám saman batna lífskjör almennings og nálgast að nýju þau sem best gerast í samkeppnislöndunum. Almenningur styður þessa leið. 2/3 aðspurðra í nýrri Capacent-könnun vilja að í samningum verði lögð áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en minni áhersla á launahækkanir. Jafn stór hluti þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af verðbólgu. Kjarasamningarnir nú verða að taka mið af þessu.Ábyrgð í verðlagsmálum En jafnvel þótt samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum nái saman um þessa leið þá dugir það ekki til eitt og sér. Ein mikilvægasta forsendan um efnahagsþróun komandi ára ræðst af fjárlögum næsta árs og því hvort tekst að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Því fyrr sem ríkið tekur að greiða niður skuldir, þeim mun fyrr tekst að auka útgjöld til brýnna mála. Sama á við um rekstur sveitarfélaganna. Hvorki ríki né sveitarfélög geta sótt aukið fé með skattheimtu eða gjaldskrárhækkunum til almennings og fyrirtækja með vísan til þess að bæta þurfi upp liðna verðbólgu eða sinna einstökum málum betur en áður. Á sama hátt verða fyrirtæki á almennum markaði að taka virkan þátt í verkefninu. Þau verða að sýna ábyrgð í verðlagsmálum og takmarka launaskrið eins og kostur er. Fyrirtækin verða að sýna að þau vinni sjálf að því tryggja stöðugleikann í reynd.Betri lífskjör Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eigum við aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd, bera virðingu fyrir viðfangsefninu og átta okkur á því að það eru engar skyndilausnir í boði. Takist að stilla saman kjarasamninga og stjórn efnahagsmála með stöðugleika að markmiði munu aðstæður smám saman batna. Atvinna fólks mun aukast, kaupmáttur launa vaxa og lífskjör batna. Íslendingar þekkja vel hvað gerist ef þessi leið er ekki valin. Þá ráða þeir ferðinni sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði og telja nú lag til að sækja sérstaka leiðréttingu á sínum hag. Þar geta verið á ferðinni einstök verkalýðsfélög að sækja einhvers konar launaleiðréttingu, sveitarfélög að vinna upp vísitöluhækkanir nú eða ríkisstofnanir að verðtryggja gjaldskrár sínar. Afleiðingarnar verða þær að stöðugleiki næst ekki, verðbólga verður mikil, vextir verða áfram hærri en góðu hófi gegnir, fjárfesting eykst lítið og atvinna fólks sömuleiðis. Lífskjör batna minna en í nálægum löndum og innviðir samfélagsins halda áfram að ganga úr sér. Við drögumst aftur úr. Val Samtaka atvinnulífsins er skýrt. Samtökin telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val. Það er mín einlæga von að eftir viðræður samningsaðila og samráð við stjórnvöld verði þetta sameiginlegt val okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að gerðir verðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til eins árs og að í þeim felist upphaf nýs stöðugleikatímabils þar sem áhersla verði lögð á að stilla saman strengi og væntingar allra aðila. Í kjölfarið fylgi svo samningar til lengri tíma þar sem kjarabætur og kaupmáttaraukning byggi á aukinni verðmætasköpun atvinnulífsins, útflutningstekjum, betri samkeppnishæfni og almennum stöðugleika í efnahagsmálum. Þessu fylgir aukin fjárfesting í atvinnulífinu, hagvöxtur og smám saman batna lífskjör almennings og nálgast að nýju þau sem best gerast í samkeppnislöndunum. Almenningur styður þessa leið. 2/3 aðspurðra í nýrri Capacent-könnun vilja að í samningum verði lögð áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en minni áhersla á launahækkanir. Jafn stór hluti þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af verðbólgu. Kjarasamningarnir nú verða að taka mið af þessu.Ábyrgð í verðlagsmálum En jafnvel þótt samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum nái saman um þessa leið þá dugir það ekki til eitt og sér. Ein mikilvægasta forsendan um efnahagsþróun komandi ára ræðst af fjárlögum næsta árs og því hvort tekst að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Því fyrr sem ríkið tekur að greiða niður skuldir, þeim mun fyrr tekst að auka útgjöld til brýnna mála. Sama á við um rekstur sveitarfélaganna. Hvorki ríki né sveitarfélög geta sótt aukið fé með skattheimtu eða gjaldskrárhækkunum til almennings og fyrirtækja með vísan til þess að bæta þurfi upp liðna verðbólgu eða sinna einstökum málum betur en áður. Á sama hátt verða fyrirtæki á almennum markaði að taka virkan þátt í verkefninu. Þau verða að sýna ábyrgð í verðlagsmálum og takmarka launaskrið eins og kostur er. Fyrirtækin verða að sýna að þau vinni sjálf að því tryggja stöðugleikann í reynd.Betri lífskjör Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eigum við aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd, bera virðingu fyrir viðfangsefninu og átta okkur á því að það eru engar skyndilausnir í boði. Takist að stilla saman kjarasamninga og stjórn efnahagsmála með stöðugleika að markmiði munu aðstæður smám saman batna. Atvinna fólks mun aukast, kaupmáttur launa vaxa og lífskjör batna. Íslendingar þekkja vel hvað gerist ef þessi leið er ekki valin. Þá ráða þeir ferðinni sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði og telja nú lag til að sækja sérstaka leiðréttingu á sínum hag. Þar geta verið á ferðinni einstök verkalýðsfélög að sækja einhvers konar launaleiðréttingu, sveitarfélög að vinna upp vísitöluhækkanir nú eða ríkisstofnanir að verðtryggja gjaldskrár sínar. Afleiðingarnar verða þær að stöðugleiki næst ekki, verðbólga verður mikil, vextir verða áfram hærri en góðu hófi gegnir, fjárfesting eykst lítið og atvinna fólks sömuleiðis. Lífskjör batna minna en í nálægum löndum og innviðir samfélagsins halda áfram að ganga úr sér. Við drögumst aftur úr. Val Samtaka atvinnulífsins er skýrt. Samtökin telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val. Það er mín einlæga von að eftir viðræður samningsaðila og samráð við stjórnvöld verði þetta sameiginlegt val okkar allra.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun