Við eigum val Björgólfur Jóhannsson skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að gerðir verðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til eins árs og að í þeim felist upphaf nýs stöðugleikatímabils þar sem áhersla verði lögð á að stilla saman strengi og væntingar allra aðila. Í kjölfarið fylgi svo samningar til lengri tíma þar sem kjarabætur og kaupmáttaraukning byggi á aukinni verðmætasköpun atvinnulífsins, útflutningstekjum, betri samkeppnishæfni og almennum stöðugleika í efnahagsmálum. Þessu fylgir aukin fjárfesting í atvinnulífinu, hagvöxtur og smám saman batna lífskjör almennings og nálgast að nýju þau sem best gerast í samkeppnislöndunum. Almenningur styður þessa leið. 2/3 aðspurðra í nýrri Capacent-könnun vilja að í samningum verði lögð áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en minni áhersla á launahækkanir. Jafn stór hluti þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af verðbólgu. Kjarasamningarnir nú verða að taka mið af þessu.Ábyrgð í verðlagsmálum En jafnvel þótt samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum nái saman um þessa leið þá dugir það ekki til eitt og sér. Ein mikilvægasta forsendan um efnahagsþróun komandi ára ræðst af fjárlögum næsta árs og því hvort tekst að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Því fyrr sem ríkið tekur að greiða niður skuldir, þeim mun fyrr tekst að auka útgjöld til brýnna mála. Sama á við um rekstur sveitarfélaganna. Hvorki ríki né sveitarfélög geta sótt aukið fé með skattheimtu eða gjaldskrárhækkunum til almennings og fyrirtækja með vísan til þess að bæta þurfi upp liðna verðbólgu eða sinna einstökum málum betur en áður. Á sama hátt verða fyrirtæki á almennum markaði að taka virkan þátt í verkefninu. Þau verða að sýna ábyrgð í verðlagsmálum og takmarka launaskrið eins og kostur er. Fyrirtækin verða að sýna að þau vinni sjálf að því tryggja stöðugleikann í reynd.Betri lífskjör Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eigum við aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd, bera virðingu fyrir viðfangsefninu og átta okkur á því að það eru engar skyndilausnir í boði. Takist að stilla saman kjarasamninga og stjórn efnahagsmála með stöðugleika að markmiði munu aðstæður smám saman batna. Atvinna fólks mun aukast, kaupmáttur launa vaxa og lífskjör batna. Íslendingar þekkja vel hvað gerist ef þessi leið er ekki valin. Þá ráða þeir ferðinni sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði og telja nú lag til að sækja sérstaka leiðréttingu á sínum hag. Þar geta verið á ferðinni einstök verkalýðsfélög að sækja einhvers konar launaleiðréttingu, sveitarfélög að vinna upp vísitöluhækkanir nú eða ríkisstofnanir að verðtryggja gjaldskrár sínar. Afleiðingarnar verða þær að stöðugleiki næst ekki, verðbólga verður mikil, vextir verða áfram hærri en góðu hófi gegnir, fjárfesting eykst lítið og atvinna fólks sömuleiðis. Lífskjör batna minna en í nálægum löndum og innviðir samfélagsins halda áfram að ganga úr sér. Við drögumst aftur úr. Val Samtaka atvinnulífsins er skýrt. Samtökin telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val. Það er mín einlæga von að eftir viðræður samningsaðila og samráð við stjórnvöld verði þetta sameiginlegt val okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja áherslu á að gerðir verðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til eins árs og að í þeim felist upphaf nýs stöðugleikatímabils þar sem áhersla verði lögð á að stilla saman strengi og væntingar allra aðila. Í kjölfarið fylgi svo samningar til lengri tíma þar sem kjarabætur og kaupmáttaraukning byggi á aukinni verðmætasköpun atvinnulífsins, útflutningstekjum, betri samkeppnishæfni og almennum stöðugleika í efnahagsmálum. Þessu fylgir aukin fjárfesting í atvinnulífinu, hagvöxtur og smám saman batna lífskjör almennings og nálgast að nýju þau sem best gerast í samkeppnislöndunum. Almenningur styður þessa leið. 2/3 aðspurðra í nýrri Capacent-könnun vilja að í samningum verði lögð áhersla á stöðugt verðlag og stöðugt gengi krónunnar en minni áhersla á launahækkanir. Jafn stór hluti þjóðarinnar hefur miklar áhyggjur af verðbólgu. Kjarasamningarnir nú verða að taka mið af þessu.Ábyrgð í verðlagsmálum En jafnvel þótt samningsaðilar á almenna vinnumarkaðnum nái saman um þessa leið þá dugir það ekki til eitt og sér. Ein mikilvægasta forsendan um efnahagsþróun komandi ára ræðst af fjárlögum næsta árs og því hvort tekst að ná jafnvægi í rekstri ríkisins. Því fyrr sem ríkið tekur að greiða niður skuldir, þeim mun fyrr tekst að auka útgjöld til brýnna mála. Sama á við um rekstur sveitarfélaganna. Hvorki ríki né sveitarfélög geta sótt aukið fé með skattheimtu eða gjaldskrárhækkunum til almennings og fyrirtækja með vísan til þess að bæta þurfi upp liðna verðbólgu eða sinna einstökum málum betur en áður. Á sama hátt verða fyrirtæki á almennum markaði að taka virkan þátt í verkefninu. Þau verða að sýna ábyrgð í verðlagsmálum og takmarka launaskrið eins og kostur er. Fyrirtækin verða að sýna að þau vinni sjálf að því tryggja stöðugleikann í reynd.Betri lífskjör Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eigum við aðeins eina ábyrga leið til betri lífskjara. Það er að sýna hófsemd, bera virðingu fyrir viðfangsefninu og átta okkur á því að það eru engar skyndilausnir í boði. Takist að stilla saman kjarasamninga og stjórn efnahagsmála með stöðugleika að markmiði munu aðstæður smám saman batna. Atvinna fólks mun aukast, kaupmáttur launa vaxa og lífskjör batna. Íslendingar þekkja vel hvað gerist ef þessi leið er ekki valin. Þá ráða þeir ferðinni sem telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði og telja nú lag til að sækja sérstaka leiðréttingu á sínum hag. Þar geta verið á ferðinni einstök verkalýðsfélög að sækja einhvers konar launaleiðréttingu, sveitarfélög að vinna upp vísitöluhækkanir nú eða ríkisstofnanir að verðtryggja gjaldskrár sínar. Afleiðingarnar verða þær að stöðugleiki næst ekki, verðbólga verður mikil, vextir verða áfram hærri en góðu hófi gegnir, fjárfesting eykst lítið og atvinna fólks sömuleiðis. Lífskjör batna minna en í nálægum löndum og innviðir samfélagsins halda áfram að ganga úr sér. Við drögumst aftur úr. Val Samtaka atvinnulífsins er skýrt. Samtökin telja sig eiga samleið með þjóðinni um þetta val. Það er mín einlæga von að eftir viðræður samningsaðila og samráð við stjórnvöld verði þetta sameiginlegt val okkar allra.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar