Við erum mjög stolt af okkur 27. maí 2011 19:55 Júlía Guðný Hreinsdóttir. Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga. Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Tár féllu og fólk féllst í faðma á þingpöllum í dag þegar Alþingi viðurkenndi íslenska táknmálið sem fyrsta mál. „Við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir ein þeirra sem fagnaði í dag. Yfir 30 ára baráttumál heyrnalausra var samþykkt hér á Alþingi í dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Heyrnarlausir fjölmenntu á þingpalla í dag þegar atkvæðagreiðsla um frumvarp menntamálaráðherra um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls fór fram. Mikill fögnuður braust út þegar þingmenn samþykktu lögin samhljóða og greinilega mátti sjá á þeim sem mættir voru að málið skiptir heyrnarlausa miklu máli, en baráttan fyrir viðurkenningu hefur staðið yfir í um 30 ár. „Við stóðum þarna og föðmuðumst og grétum og flest okkar segja að núna loksins er búið að viðurkenna mig sem manneskju með því að viðurkenna íslenska táknmálið. Þannig að við erum mjög stolt af okkur sjálfum," segir Júlía Guðný Hreinsdóttir. Júlía segir táknmálið hafa verið bannað um tíma en það var ákveðið á kennararáðstefnu í Mílanó árið 1880. „Þá leit fólk ekki á þetta sem mál, fólk hélt að þetta væru bendingar og þess vegna átti að kenna heyrnarlausum að tala raddmál. Þetta var svokölluð raddmálsstefna og hún hafði gríðarleg áhrif í samfélögum heyrnarlausra víða um heim. Fyrir þann tíma, 1880, þá höfðu heyrnarlausir menntun og góða vinnu. En eftir það misstu heyrnarlausir vinnu víða um heim," segir Júlía. Og síðan þá hafi þessi barátta staðið yfir. Júlía vill því þakka öllum sem komu að því að lögin voru samþykkt á Alþingi í dag og minnir á að heyrnarlausir ætla að hittast í húsnæði félagsins klukkan átta í kvöld, lyfta glösum og fagna þessum mikilvæga áfanga.
Tengdar fréttir Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14 Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Alþingi samþykkti frumvarp um táknmál Alþingi samþykkti í dag lög sem tryggja lagalega stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls í íslensku samfélagi. Heyrnarskertir fjölmenntu á þingpalla í dag og fylgdust með atkvæðagreiðslu um lögin. Í yfir 20 ár hefur þessi viðurkenning verið verið aðal baráttumál Félags heyrnarlausra og skilaði sú barátta loks áþreifanlegum árangri í dag. 27. maí 2011 17:14
Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla Heyrnarlausir ætla að fjölmenna á þingpalla í dag þegar Alþingi tekur fyrir í þriðju umræðu frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Búist er við atkvæðagreiðslu um málið um klukkan þrjú í dag en þá verður táknmál viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra. 27. maí 2011 10:21