Við munum öll deyja – byrjum karpið í dag Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Sá tími rennur upp í lífi sérhvers manns að hann getur ekki annað en gefist upp. Ég vona að þið getið fyrirgefið mér ef ykkur finnst ég sýna af mér sjálfselsku. En það eru takmörk fyrir því hve mikinn líkamlegan sársauka maður þolir. Ekki gráta mig. Minnist góðu stundanna og haldið þeim áfram. Þegar nýr dagur rís og maður liggur í keng við rúmstokkinn eins og volaður hundur því sársaukinn er svo óbærilegur … Ég hef gert upp hug minn. Þetta snýst um lífsgæði.“ Það var krossgáta sem gerði útslagið. Vikum saman hafði Bob Cole, 68 ára smiður frá Chester á Englandi, velt fyrir sér hvenær besti tíminn væri til að deyja. Í síðustu viku ákvað hann að stundin væri runnin upp. Krossgátan var auðveld. En hann réð ekki við hana. Það var komið að þessu. Nokkrum vikum fyrr hafði Bob greinst með lungnakrabbamein. Honum var sagt að hann ætti í mesta lagi þrjá mánuði ólifaða. Daginn sem Bob gat ekki klárað krossgátuna sína pakkaði hann niður í ferðatösku. Stefnan var sett á Zürich í Sviss. Þetta yrði hans hinsta för. Hann bauð blaðamanni að koma með. Bob hugðist enda líf sitt á Dignitas-stofnuninni þar sem fólki er hjálpað að deyja. Þetta var hins vegar ekki fyrsta heimsókn Bobs á stofnunina.Frammi fyrir endalokunum Átján mánuðum fyrr hafði Bob gengið út af sömu stofnun sem ekkill. Bob og Ann, eiginkona hans til þrjátíu og fjögurra ára, höfðu verið tíðir gestir í Sviss en þau stunduðu fjallaklifur og sóttu gjarnan í Alpana. En árið 2012 greindist Ann með ágengan taugahrörnunarsjúkdóm. Henni hrakaði hratt og í febrúar á síðasta ári héldu þau Bob ásamt fjölskyldu og vinum til Zürich þar sem Ann dó líknardauða. Þegar Bob fékk þær fréttir að hann stæði frammi fyrir endalokunum ákvað hann strax að fara sömu leið kona hans. En eitt gramdist honum mjög.Erfiðu máli úthýst Fyrir nákvæmlega viku vaknaði Bob á hótelherbergi í Zürich vitandi það að þetta var hans hinsti dagur. Síðastliðinn föstudag, á meðan við hin flettum Fréttablaðinu og skófluðum hugsunarlaust í okkur morgunkorninu, fékk Bob sér samloku með beikoni. Því næst klæddi hann sig í bestu jakkafötin sín og pantaði sér leigubíl sem ók honum í úthverfi Zürich þar sem Dignitas rekur stofnun sína. Hann hugðist hins vegar ekki yfirgefa þennan heim þegjandi og hljóðalaust. Áður en hann drakk banvænan lyfjakokteil í tómlegu herbergi í grámóskulegri blokk í ókunnugri borg sendi hann breskum stjórnvöldum tóninn. „Það ætti að vera réttur minn að deyja með reisn í eigin heimalandi, í eigin rúmi,“ sagði hann við blaðamann dagblaðsins The Sun. „Það þarf að breyta lögunum. Fólk þarf að láta í sér heyra. Það er ég að gera hér í dag.“ Hann sakaði breska stjórnmálamenn um að úthýsa þessu erfiða máli til Sviss og hvatti þá til að breyta lögum sem banna fólki að aðstoða þá sem hyggjast binda enda á líf sitt. Bob skrifaði vinum sínum bréfið sem vitnað er í hér í upphafi þar sem hann útskýrði fyrir þeim ákvörðun sína. Nokkrum mínútum eftir andlát hans fengu vinir hans frá honum SMS: „Njótið lífsins.“Hinsta óskin Líknardráp eru aðeins leyfð í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Sviss og í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Senn gæti orðið breyting þar á. Þegar breska þingið kemur saman eftir sumarfrí í byrjun september verður kosið um lagafrumvarp sem gerir það heimilt að aðstoða dauðvona fólk við að binda enda á líf sitt. Það er þó á brattann að sækja. Yfirgnæfandi meirihluti Breta vill heimila líknardráp. Skoðanakönnun sýndi að 82% fólks styðja frumvarpið. En þingið er tregt í taumi. Það gæti því orðið einhver bið á að hinsta ósk Bobs Cole verði að veruleika.Að deyja með reisn Nú styttist í að Alþingi Íslendinga komi aftur saman eftir sumarfrí. Vafalaust eru margir þingmenn farnir að bræða með sér hvað skuli karpa um. Væntanlega verður þetta bissness as júsjúal – með áherslu á bissness: Á að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum? Hvaða auðlindir getum við gefið hinum útvöldu í ár? Getum við ekki einhvern veginn selt mannréttindi hæstbjóðanda með útboði? Hugsanlegir kaupendur: Svarthöfði, Satan, Pútín. En kannski að þingmenn geti tekið sér breska kollega sína til fyrirmyndar og helgað örlitla stund umræðu um mál sem varðar okkur öll. Mikil og heit umræða hefur átt sér stað í mörgum löndum síðustu ár um lögleiðingu líknardráps enda er um að ræða flókið mál, bæði siðferðilega og lagalega. Hér á landi hefur umræðan hins vegar verið lítil. Engar tölur eru til um fjölda Íslendinga sem ákveða að deyja líknardauða. Þó eru dæmi um að Íslendingar hafi lagt upp í sama leiðangur og Bob Cole og framið sjálfsvíg með aðstoð læknis í Dignitas-stofnuninni. Að deyja líknardauða er nú þegar á færi þeirra sem hafa efni á því að ferðast til Sviss. Bob Cole greiddi 12.000 pund, eða um tvær og hálfa milljón króna, fyrir að fá að „deyja með reisn“ eins og hann orðaði það. Það er freistandi að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og málið komi okkur ekki við. Og það gerir það kannski ekki í dag. En einhvern tímann gæti það gert það. Og þá er orðið of seint að ræða málin. Við munum öll deyja. Byrjum því karpið. Gleðilegan föstudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Sá tími rennur upp í lífi sérhvers manns að hann getur ekki annað en gefist upp. Ég vona að þið getið fyrirgefið mér ef ykkur finnst ég sýna af mér sjálfselsku. En það eru takmörk fyrir því hve mikinn líkamlegan sársauka maður þolir. Ekki gráta mig. Minnist góðu stundanna og haldið þeim áfram. Þegar nýr dagur rís og maður liggur í keng við rúmstokkinn eins og volaður hundur því sársaukinn er svo óbærilegur … Ég hef gert upp hug minn. Þetta snýst um lífsgæði.“ Það var krossgáta sem gerði útslagið. Vikum saman hafði Bob Cole, 68 ára smiður frá Chester á Englandi, velt fyrir sér hvenær besti tíminn væri til að deyja. Í síðustu viku ákvað hann að stundin væri runnin upp. Krossgátan var auðveld. En hann réð ekki við hana. Það var komið að þessu. Nokkrum vikum fyrr hafði Bob greinst með lungnakrabbamein. Honum var sagt að hann ætti í mesta lagi þrjá mánuði ólifaða. Daginn sem Bob gat ekki klárað krossgátuna sína pakkaði hann niður í ferðatösku. Stefnan var sett á Zürich í Sviss. Þetta yrði hans hinsta för. Hann bauð blaðamanni að koma með. Bob hugðist enda líf sitt á Dignitas-stofnuninni þar sem fólki er hjálpað að deyja. Þetta var hins vegar ekki fyrsta heimsókn Bobs á stofnunina.Frammi fyrir endalokunum Átján mánuðum fyrr hafði Bob gengið út af sömu stofnun sem ekkill. Bob og Ann, eiginkona hans til þrjátíu og fjögurra ára, höfðu verið tíðir gestir í Sviss en þau stunduðu fjallaklifur og sóttu gjarnan í Alpana. En árið 2012 greindist Ann með ágengan taugahrörnunarsjúkdóm. Henni hrakaði hratt og í febrúar á síðasta ári héldu þau Bob ásamt fjölskyldu og vinum til Zürich þar sem Ann dó líknardauða. Þegar Bob fékk þær fréttir að hann stæði frammi fyrir endalokunum ákvað hann strax að fara sömu leið kona hans. En eitt gramdist honum mjög.Erfiðu máli úthýst Fyrir nákvæmlega viku vaknaði Bob á hótelherbergi í Zürich vitandi það að þetta var hans hinsti dagur. Síðastliðinn föstudag, á meðan við hin flettum Fréttablaðinu og skófluðum hugsunarlaust í okkur morgunkorninu, fékk Bob sér samloku með beikoni. Því næst klæddi hann sig í bestu jakkafötin sín og pantaði sér leigubíl sem ók honum í úthverfi Zürich þar sem Dignitas rekur stofnun sína. Hann hugðist hins vegar ekki yfirgefa þennan heim þegjandi og hljóðalaust. Áður en hann drakk banvænan lyfjakokteil í tómlegu herbergi í grámóskulegri blokk í ókunnugri borg sendi hann breskum stjórnvöldum tóninn. „Það ætti að vera réttur minn að deyja með reisn í eigin heimalandi, í eigin rúmi,“ sagði hann við blaðamann dagblaðsins The Sun. „Það þarf að breyta lögunum. Fólk þarf að láta í sér heyra. Það er ég að gera hér í dag.“ Hann sakaði breska stjórnmálamenn um að úthýsa þessu erfiða máli til Sviss og hvatti þá til að breyta lögum sem banna fólki að aðstoða þá sem hyggjast binda enda á líf sitt. Bob skrifaði vinum sínum bréfið sem vitnað er í hér í upphafi þar sem hann útskýrði fyrir þeim ákvörðun sína. Nokkrum mínútum eftir andlát hans fengu vinir hans frá honum SMS: „Njótið lífsins.“Hinsta óskin Líknardráp eru aðeins leyfð í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Sviss og í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Senn gæti orðið breyting þar á. Þegar breska þingið kemur saman eftir sumarfrí í byrjun september verður kosið um lagafrumvarp sem gerir það heimilt að aðstoða dauðvona fólk við að binda enda á líf sitt. Það er þó á brattann að sækja. Yfirgnæfandi meirihluti Breta vill heimila líknardráp. Skoðanakönnun sýndi að 82% fólks styðja frumvarpið. En þingið er tregt í taumi. Það gæti því orðið einhver bið á að hinsta ósk Bobs Cole verði að veruleika.Að deyja með reisn Nú styttist í að Alþingi Íslendinga komi aftur saman eftir sumarfrí. Vafalaust eru margir þingmenn farnir að bræða með sér hvað skuli karpa um. Væntanlega verður þetta bissness as júsjúal – með áherslu á bissness: Á að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum? Hvaða auðlindir getum við gefið hinum útvöldu í ár? Getum við ekki einhvern veginn selt mannréttindi hæstbjóðanda með útboði? Hugsanlegir kaupendur: Svarthöfði, Satan, Pútín. En kannski að þingmenn geti tekið sér breska kollega sína til fyrirmyndar og helgað örlitla stund umræðu um mál sem varðar okkur öll. Mikil og heit umræða hefur átt sér stað í mörgum löndum síðustu ár um lögleiðingu líknardráps enda er um að ræða flókið mál, bæði siðferðilega og lagalega. Hér á landi hefur umræðan hins vegar verið lítil. Engar tölur eru til um fjölda Íslendinga sem ákveða að deyja líknardauða. Þó eru dæmi um að Íslendingar hafi lagt upp í sama leiðangur og Bob Cole og framið sjálfsvíg með aðstoð læknis í Dignitas-stofnuninni. Að deyja líknardauða er nú þegar á færi þeirra sem hafa efni á því að ferðast til Sviss. Bob Cole greiddi 12.000 pund, eða um tvær og hálfa milljón króna, fyrir að fá að „deyja með reisn“ eins og hann orðaði það. Það er freistandi að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og málið komi okkur ekki við. Og það gerir það kannski ekki í dag. En einhvern tímann gæti það gert það. Og þá er orðið of seint að ræða málin. Við munum öll deyja. Byrjum því karpið. Gleðilegan föstudag.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun