Viðhald Hörpu – 100,2 milljónir frá upphafi! Örnólfur Hall skrifar 17. júlí 2014 07:00 Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega barst sú frétt að kostnaður við viðhald á Hörpu frá 2011 til mars 2014 næmi 56 milljónum (RÚV 15/5). Hingað til hefur verið vonlaust að fá eitthvað upp á borðið varðandi sundurliðaðan Hörpukostnað og margt er enn hulið. Það kom hins vegar ekki fram í fréttinni að í fjárlögum 2011 (02-969/6.23) eru 44,2 milljónir vegna viðhalds Hörpu. Sem sagt 44,2 milljónir (fyrir 2011) auk 56 milljóna eftir 2011. Um 100,2 milljónir eru því komnar í viðhaldskostnað frá upphafi vegna Hörpu sem er mjög líklega Íslandsmet í viðhaldi nýrrar opinberrar byggingar. Aldrei hafa Hörpuskuldarar fengið að sjá uppgjörið á gallaða suðurveggnum („stuðla“vegg nr. 1) sem var rifinn niður vegna hættu á hruni og sigldi síðan sem ryðtært brotajárn til Spánar. Sagt var að Kínverjar myndu borga skaðann að langmestu leyti og verktakar að einhverjum hluta, en aldrei var getið um þann kostnað sem lenti á skattgreiðendum. En í svari staðgengils menntamálaráðherra (17/10/2011), við fyrirspurn þingmanns (M.Á. 04/10/2011), var talað um kostnað við endurgerð og uppsetningu stálvirkis fyrir glerhjúp og hlutdeild verkkaupa (ríkis og borgar) í þeim kostnaði. Fróðlegt væri fyrir skattgreiðendur og Hörpuskuldara að sjá þessa reikninga. Það hefur aldrei fengist uppgefinn óupplýstur heildarkostnaður Hörpu (A-Ö). Það er löngu tímabært að þessi kostnaðarmál verði rædd opinberlega og ekki á „málheftu“ Hörpu-málþingi eins og síðast.Örfá dæmi um kostnaðarþætti sem vantar svör við: 1)Hvað kostaði Hörpulóðin öll og að gera hana byggingarhæfa? 2)Hvað kostaði jarðvinnan og niðurrif bygginga á svæðinu? 3)Hvað kostuðu umhverfisframkvæmdir vegna Hörpu? 4)Hvað kostuðu gatnatengingarnar? 5)Hvað kostuðu viðbótarframkvæmdir inni? 6)Hvað kostaði glerhjúpurinn einn og sér? 7)Hvað fékk aðalhönnuður hans fyrir hönnunina? 8)Hvað fengu verkfræðingar, „sérfræðingar“ o.fl. fyrir? 9)Hver eru lóðar- og gatnagerðargjöldin? 10)Hver var beinn og óbeinn kostnaður okkar vegna fyrri ónýta suðurveggsins? 11)Hver er fjármagnskostnaður Hörpu frá 2009 til dagsins í dag? 12)Hvað kostuðu okkur „sérstöku“ Hörpufélögin átta? 13)Hvað hefur árlegt meðlag skattgreiðenda og Hörpuskuldara með henni blásið mikið út síðustu árin (var sagt í byrjun 1 milljarður)? Svona má áfram telja. NB: það er þarft mál að Ríkisendurskoðun eða einhver annar óvilhallur aðili geri upp og upplýsi allan byggingarkostnað Hörpu (A-Ö) og annan uppsafnaðan kostnað.Til upplýsinga:Heimildir: Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis:Fjárlög 2011 – Til viðhalds menningarstofnana:Viðhald: 6.23 Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í Reykjavík … 44,2 milljónir
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun