Viðhorf Hollendinga og Breta hefur breyst Símon Birgisson skrifar 17. apríl 2011 18:30 Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Vðhorf Hollendinga og Breta í garð Íslendinga hefur breyst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur eðlilegt að Icesave málið sé leitt til lykta fyrir dómstólum. Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafa fundið í Washington um helgina með starfsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, forsvarsmönnum matsfyrirtækja og fjármálaráðherra Breta. „Það hefur gengið ágætlega að útskýra að áhrifin af efnahagsstefnunni hafi verið góð og engin efnissrök séu fyrir því að niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni síðustu helgi eigi að hafa á getu Íslands, vilja eða tiltrú til að standa við skuldbingar," segir Árni Páll. Margir töldu að allt færi á versta veg eftir neitun Íslendinga á Icesave-samkomulaginu. „En eins og staðan er í dag er ljóst að þetta mál ógnar ekki á nokkurn hátt stöðugleika í Hollandi eða Bretlandi." Því þyki eðlilegt að útkljá deiluna fyrir dómstólum og sú leið njóti nú vaxandi skilnings meðal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Breta og Hollendinga. Ráðherrarnir áttu einnig fund með ráðuneytisstjóra hollenska fjármálaráðuneytisins í dag en fréttir af bréfi fjármálaráðherra Hollands í síðustu viku vakti athygli þar sem hann sagði Hollendinga ætla að beitta sér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB að ná fram efndum í Icesave-deilunni. „Við verðum ekki vör við það að það sé einhver áhugi af hálfu Breta og Hollendinga að leggja stein í götu endurreisnar Íslands eða trufla framgang efnhagsáætlunar Íslands hér innan alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir Árni Páll. Forseti Íslands hefur gagnrýnt erlend matsfyrirtæki sem hótuðu því að lækka Ísland í ruslflokk segði þjóðin nei við Icesave. Ráðherrarnir funduðu með með fulltrúum matsfyrirtækjanna í dag. „Þau töldu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna að það kynni að koma til lækkunar á lánshæfismati þar sem eftir atkvæðagreiðsluna myndi tiltrú á Íslandi minnka og það yrði erfiðara fyrir okkur að fá aðgang að fjárfestingu. Við sjáum hins vegar núna að þróun markaðar þessa síðustu viku hefur ekki orðið vart óróa með viðskipti með skuldatryggingarálag við Ísland og við höfum verið að fá erlenda fjárfestingu í einn íslenskan banka," segir Árni Páll. Ráðherrarnir eru væntanlegir heim í kvöld.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira