Innlent

Víðir tarfur laus úr haldi

Víðir Þorgeirsson
Víðir Þorgeirsson
Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, oft nefndur Víðir tarfur, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi og bætti við að enginn grunvöllur hefði verið fyrir gæsluvarðhaldi.

Alls voru sextán handteknir í aðgerðum lögreglunnar í fyrrakvöld. Fallist var á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum og einni konu í gærkvöldi en dómari tók frest til þess að íhuga málavexti í máli Víðis.

Og niðurstaðan var kunn fyrr í morgun, Víðir er frjáls á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×