Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Haraldur Guðmundsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., sem á og rekur Sambíóin og Samfilm. Vísir/Stefán Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar. Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hægt að borga með korti í strætó Neytendur „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda Sam-félagsins ehf., segir viðræður fyrirtækisins við Netflix vera á lokastigi. Hann er fullviss um að bandaríska afþreyingarfyrirtækið eigi eftir að opna fyrir efnisveitu sína hér á landi á næstunni. „Netflix hefur verið í sambandi við okkur og við höfum fundað með þeim. Þeir eru spenntir fyrir því að gera samning við okkur en það er ekki búið að ganga endanlega frá honum en það er langt komið,“ segir Árni. Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í haust. Þær snúast meðal annars um möguleg kaup Netflix á sýningarrétti Sam-félagsins á myndefni frá sjálfstæðum framleiðendum. Þar er meðal annars um að ræða kvikmyndir frá bandarísku framleiðslufyrirtækjunum Summit Entertainment og Filmnation Entertainment. „Við eigum gífurlegt magn af efni hérna til að selja þeim og eigum langmest af því efni sem er á markaði hér á Íslandi sem þeir vilja fá. Ég get fullvissað þig um það að þeir eru á leiðinni hingað til Íslands og ætla að vera með löglega afgreiðslu á sínum vörum hérna. Það er alveg á hreinu að það skeður og það verður sjálfsagt ekkert langt í það,“ segir Árni og heldur áfram: „En þegar svona réttir eru seldir eins og Netflix vill kaupa af okkur þá kemur það ekki í veg fyrir að við getum selt það öðrum sem vilja koma hingað.“ Netflix á einnig í viðræðum við kvikmyndafyrirtækin Senu og Myndform, eins og komið hefur fram. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, á von á því að niðurstaða liggi fyrir á næstu vikum. „Viðræður okkar eru enn í gangi en þetta snýst um kvikmyndir frá sjálfstæðum framleiðendum sem Sena hefur keypt rétt á hér á landi,“ segir Björn og nefnir sem dæmi myndir verðlaunaleikstjórans Quentins Tarantino. „Svo er þarna um að ræða mikið af barnaefni sem er hluti af þessu efni sem við eigum frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Björn. Myndform hefur átt í viðræðum við Netflix síðan í ágúst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Netflix hafa sérstakan áhuga á barnaefni sem Myndform kaupir meðal annars frá sænska dreifingarfyrirtækinu Svensk Filmindustri. „Það eru viðræður í gangi en það er enn talsvert í land enda eru þetta flóknar viðræður. Við vorum fyrsta fyrirtækið sem Netflix talaði við en við erum langstærstir í barnaefni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Gunnar.
Netflix Tengdar fréttir Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Hægt að borga með korti í strætó Neytendur „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39