Viðræður um aðlögun Freyja Steingrímsdóttir skrifar 19. mars 2013 06:00 Undanfarið hefur mikið borið á þeim málflutningi að aðildarviðræðurnar við ESB feli ekki í sér eiginlegar viðræður milli umsóknarríkis og sambandsins heldur sé einungis um aðlögunarferli að ræða. Menn virðast keppast við, hvort sem það er í bloggheimum, heita pottinum eða í pólitíkinni, að lýsa slíkri aðlögum með dramatískum hætti eins og ESB-báknið hræðilega sé að éta okkur með húð og hári. Að við munum ekki átta okkur fyrr en við erum pikkföst í smáþörmunum á því. Þetta er að mínu mati óþörf dramatík. Að sjálfsögðu á einhver aðlögun sér stað. Hún er raunar búin að eiga sér stað síðan árið 1994 þegar EES-samningurinn var kynntur til sögunnar (við höfum líka lagað okkur að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum í gegnum aðild að Evrópuráðinu, Sameinuðu þjóðunum, og tekið mið af norrænni löggjöf í gegnum Norðurlandasamstarfið). Að vissu leyti fjalla því viðræðurnar sem við stöndum í um aðlögun. Viðræðurnar snúast þó ekki eingöngu um það að kvitta upp á öll lög og stefnumið ESB. Ísland er í raun þegar búið að taka upp í íslenskan rétt megnið af þessum lögum og stefnumiðum í gegnum EES, eða í kringum tvo þriðju hluta þeirra.Samningsmarkmið Aðildarviðræðurnar virka þannig að hvor aðili fyrir sig, ESB og Ísland, hefur sín samningsmarkmið í sérhverjum samningskafla. Af hálfu umsóknarríkis geta þau samningsmarkmið snúist um að njóta sveigjanleika um aðlögunina sem á sér stað eða fá fram ákveðnar sérlausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ESB snúast samningsmarkmiðin meðal annars um að fullvíst sé að umsóknarríkið geti staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild og að jafnræðis sé gætt milli aðildarríkja þegar kemur að innleiðingu sameiginlegrar löggjafar. Hvert einasta umsóknarríki í síðustu stækkunarlotu ESB hefur haft sín sérhagsmunamál sem samningamenn hafa lagt mikið upp úr að fá sérlausnir um í aðildarviðræðunum. Í þessu samhengi er gott að líta til Möltu, smáríkis með eingöngu 450 þúsund íbúum. Maltverjar náðu góðum samningi við sambandið. Malta fékk yfir sjötíu sérlausnir og margar þeirra voru varanlegar. Þetta voru ekki veigalítil mál sem samið var um heldur snerust þau til að mynda um kaup erlendra ríkisborgara á landi í Möltu, flæði vinnuafls til landsins og 25 sjómílna efnahagslögsögu fyrir innlenda sjómenn. Samninganefnd Möltu lagði mikla áherslu á smæðina og bar það árangur í samningaviðræðunum. Þess má geta að Maltverjar deildu hart um aðild á sínum tíma og skiptust svo að segja í tvö jafnstóra hópa, með og á móti aðild. Í dag er mikill meirihluti Maltverja hlynntur aðild og deilur heyra fortíðinni til.Sveigjanleiki Stækkunarsaga Evrópusambandsins hefur sýnt fram á að ESB getur sýnt sveigjanleika þegar kemur að reglum sambandsins, allt eftir áherslum og hagsmunum umsóknarríkja hverju sinni. Þeir sem hrópa hæst vegna aðlögunarferlisins svokallaða þyrftu í raun eðli málsins samkvæmt að setja sig upp á móti EES-samningnum. Í gegnum hann hefur mest aðlögun átt sér stað án þess að Íslendingar hafi fengið nokkuð um það að segja. Fáir vilja þó lýsa yfir andstöðu sinni við þann samning enda væri erfitt að sjá fyrir sér hvar við værum stödd í dag án hans. Það að vera í EES en ekki ESB skaðar aftur á móti sjálfsákvörðunarrétt okkar þar sem við fáum ekki að leggja orð í belg þegar kemur að þeim reglum og löggjöf sem samningurinn nær yfir. Samningaviðræður við ESB, og Evrópusamvinnan sem slík, eru jafnframt aðlögunarferli. Það er gott að vera meðvituð um það og fylgjast grannt með gangi mála, fylgjast með því hvað fer í gegnum þingið og þess háttar. Til þess að fylgjast með þurfa þó fleiri að vera upplýstir um virkni ESB og því finnst mér þar af leiðandi allar aðdróttanir að því að loka upplýsingamiðstöð þess, Evrópustofu, algerlega ótækar. Besta leiðin til að efla fullveldið væri tilfærslan frá EES yfir í ESB þar sem rödd okkar mun heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið borið á þeim málflutningi að aðildarviðræðurnar við ESB feli ekki í sér eiginlegar viðræður milli umsóknarríkis og sambandsins heldur sé einungis um aðlögunarferli að ræða. Menn virðast keppast við, hvort sem það er í bloggheimum, heita pottinum eða í pólitíkinni, að lýsa slíkri aðlögum með dramatískum hætti eins og ESB-báknið hræðilega sé að éta okkur með húð og hári. Að við munum ekki átta okkur fyrr en við erum pikkföst í smáþörmunum á því. Þetta er að mínu mati óþörf dramatík. Að sjálfsögðu á einhver aðlögun sér stað. Hún er raunar búin að eiga sér stað síðan árið 1994 þegar EES-samningurinn var kynntur til sögunnar (við höfum líka lagað okkur að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum í gegnum aðild að Evrópuráðinu, Sameinuðu þjóðunum, og tekið mið af norrænni löggjöf í gegnum Norðurlandasamstarfið). Að vissu leyti fjalla því viðræðurnar sem við stöndum í um aðlögun. Viðræðurnar snúast þó ekki eingöngu um það að kvitta upp á öll lög og stefnumið ESB. Ísland er í raun þegar búið að taka upp í íslenskan rétt megnið af þessum lögum og stefnumiðum í gegnum EES, eða í kringum tvo þriðju hluta þeirra.Samningsmarkmið Aðildarviðræðurnar virka þannig að hvor aðili fyrir sig, ESB og Ísland, hefur sín samningsmarkmið í sérhverjum samningskafla. Af hálfu umsóknarríkis geta þau samningsmarkmið snúist um að njóta sveigjanleika um aðlögunina sem á sér stað eða fá fram ákveðnar sérlausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ESB snúast samningsmarkmiðin meðal annars um að fullvíst sé að umsóknarríkið geti staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild og að jafnræðis sé gætt milli aðildarríkja þegar kemur að innleiðingu sameiginlegrar löggjafar. Hvert einasta umsóknarríki í síðustu stækkunarlotu ESB hefur haft sín sérhagsmunamál sem samningamenn hafa lagt mikið upp úr að fá sérlausnir um í aðildarviðræðunum. Í þessu samhengi er gott að líta til Möltu, smáríkis með eingöngu 450 þúsund íbúum. Maltverjar náðu góðum samningi við sambandið. Malta fékk yfir sjötíu sérlausnir og margar þeirra voru varanlegar. Þetta voru ekki veigalítil mál sem samið var um heldur snerust þau til að mynda um kaup erlendra ríkisborgara á landi í Möltu, flæði vinnuafls til landsins og 25 sjómílna efnahagslögsögu fyrir innlenda sjómenn. Samninganefnd Möltu lagði mikla áherslu á smæðina og bar það árangur í samningaviðræðunum. Þess má geta að Maltverjar deildu hart um aðild á sínum tíma og skiptust svo að segja í tvö jafnstóra hópa, með og á móti aðild. Í dag er mikill meirihluti Maltverja hlynntur aðild og deilur heyra fortíðinni til.Sveigjanleiki Stækkunarsaga Evrópusambandsins hefur sýnt fram á að ESB getur sýnt sveigjanleika þegar kemur að reglum sambandsins, allt eftir áherslum og hagsmunum umsóknarríkja hverju sinni. Þeir sem hrópa hæst vegna aðlögunarferlisins svokallaða þyrftu í raun eðli málsins samkvæmt að setja sig upp á móti EES-samningnum. Í gegnum hann hefur mest aðlögun átt sér stað án þess að Íslendingar hafi fengið nokkuð um það að segja. Fáir vilja þó lýsa yfir andstöðu sinni við þann samning enda væri erfitt að sjá fyrir sér hvar við værum stödd í dag án hans. Það að vera í EES en ekki ESB skaðar aftur á móti sjálfsákvörðunarrétt okkar þar sem við fáum ekki að leggja orð í belg þegar kemur að þeim reglum og löggjöf sem samningurinn nær yfir. Samningaviðræður við ESB, og Evrópusamvinnan sem slík, eru jafnframt aðlögunarferli. Það er gott að vera meðvituð um það og fylgjast grannt með gangi mála, fylgjast með því hvað fer í gegnum þingið og þess háttar. Til þess að fylgjast með þurfa þó fleiri að vera upplýstir um virkni ESB og því finnst mér þar af leiðandi allar aðdróttanir að því að loka upplýsingamiðstöð þess, Evrópustofu, algerlega ótækar. Besta leiðin til að efla fullveldið væri tilfærslan frá EES yfir í ESB þar sem rödd okkar mun heyrast.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun