Viðræður um aðlögun Freyja Steingrímsdóttir skrifar 19. mars 2013 06:00 Undanfarið hefur mikið borið á þeim málflutningi að aðildarviðræðurnar við ESB feli ekki í sér eiginlegar viðræður milli umsóknarríkis og sambandsins heldur sé einungis um aðlögunarferli að ræða. Menn virðast keppast við, hvort sem það er í bloggheimum, heita pottinum eða í pólitíkinni, að lýsa slíkri aðlögum með dramatískum hætti eins og ESB-báknið hræðilega sé að éta okkur með húð og hári. Að við munum ekki átta okkur fyrr en við erum pikkföst í smáþörmunum á því. Þetta er að mínu mati óþörf dramatík. Að sjálfsögðu á einhver aðlögun sér stað. Hún er raunar búin að eiga sér stað síðan árið 1994 þegar EES-samningurinn var kynntur til sögunnar (við höfum líka lagað okkur að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum í gegnum aðild að Evrópuráðinu, Sameinuðu þjóðunum, og tekið mið af norrænni löggjöf í gegnum Norðurlandasamstarfið). Að vissu leyti fjalla því viðræðurnar sem við stöndum í um aðlögun. Viðræðurnar snúast þó ekki eingöngu um það að kvitta upp á öll lög og stefnumið ESB. Ísland er í raun þegar búið að taka upp í íslenskan rétt megnið af þessum lögum og stefnumiðum í gegnum EES, eða í kringum tvo þriðju hluta þeirra.Samningsmarkmið Aðildarviðræðurnar virka þannig að hvor aðili fyrir sig, ESB og Ísland, hefur sín samningsmarkmið í sérhverjum samningskafla. Af hálfu umsóknarríkis geta þau samningsmarkmið snúist um að njóta sveigjanleika um aðlögunina sem á sér stað eða fá fram ákveðnar sérlausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ESB snúast samningsmarkmiðin meðal annars um að fullvíst sé að umsóknarríkið geti staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild og að jafnræðis sé gætt milli aðildarríkja þegar kemur að innleiðingu sameiginlegrar löggjafar. Hvert einasta umsóknarríki í síðustu stækkunarlotu ESB hefur haft sín sérhagsmunamál sem samningamenn hafa lagt mikið upp úr að fá sérlausnir um í aðildarviðræðunum. Í þessu samhengi er gott að líta til Möltu, smáríkis með eingöngu 450 þúsund íbúum. Maltverjar náðu góðum samningi við sambandið. Malta fékk yfir sjötíu sérlausnir og margar þeirra voru varanlegar. Þetta voru ekki veigalítil mál sem samið var um heldur snerust þau til að mynda um kaup erlendra ríkisborgara á landi í Möltu, flæði vinnuafls til landsins og 25 sjómílna efnahagslögsögu fyrir innlenda sjómenn. Samninganefnd Möltu lagði mikla áherslu á smæðina og bar það árangur í samningaviðræðunum. Þess má geta að Maltverjar deildu hart um aðild á sínum tíma og skiptust svo að segja í tvö jafnstóra hópa, með og á móti aðild. Í dag er mikill meirihluti Maltverja hlynntur aðild og deilur heyra fortíðinni til.Sveigjanleiki Stækkunarsaga Evrópusambandsins hefur sýnt fram á að ESB getur sýnt sveigjanleika þegar kemur að reglum sambandsins, allt eftir áherslum og hagsmunum umsóknarríkja hverju sinni. Þeir sem hrópa hæst vegna aðlögunarferlisins svokallaða þyrftu í raun eðli málsins samkvæmt að setja sig upp á móti EES-samningnum. Í gegnum hann hefur mest aðlögun átt sér stað án þess að Íslendingar hafi fengið nokkuð um það að segja. Fáir vilja þó lýsa yfir andstöðu sinni við þann samning enda væri erfitt að sjá fyrir sér hvar við værum stödd í dag án hans. Það að vera í EES en ekki ESB skaðar aftur á móti sjálfsákvörðunarrétt okkar þar sem við fáum ekki að leggja orð í belg þegar kemur að þeim reglum og löggjöf sem samningurinn nær yfir. Samningaviðræður við ESB, og Evrópusamvinnan sem slík, eru jafnframt aðlögunarferli. Það er gott að vera meðvituð um það og fylgjast grannt með gangi mála, fylgjast með því hvað fer í gegnum þingið og þess háttar. Til þess að fylgjast með þurfa þó fleiri að vera upplýstir um virkni ESB og því finnst mér þar af leiðandi allar aðdróttanir að því að loka upplýsingamiðstöð þess, Evrópustofu, algerlega ótækar. Besta leiðin til að efla fullveldið væri tilfærslan frá EES yfir í ESB þar sem rödd okkar mun heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið borið á þeim málflutningi að aðildarviðræðurnar við ESB feli ekki í sér eiginlegar viðræður milli umsóknarríkis og sambandsins heldur sé einungis um aðlögunarferli að ræða. Menn virðast keppast við, hvort sem það er í bloggheimum, heita pottinum eða í pólitíkinni, að lýsa slíkri aðlögum með dramatískum hætti eins og ESB-báknið hræðilega sé að éta okkur með húð og hári. Að við munum ekki átta okkur fyrr en við erum pikkföst í smáþörmunum á því. Þetta er að mínu mati óþörf dramatík. Að sjálfsögðu á einhver aðlögun sér stað. Hún er raunar búin að eiga sér stað síðan árið 1994 þegar EES-samningurinn var kynntur til sögunnar (við höfum líka lagað okkur að alþjóðlegum mannréttindasáttmálum í gegnum aðild að Evrópuráðinu, Sameinuðu þjóðunum, og tekið mið af norrænni löggjöf í gegnum Norðurlandasamstarfið). Að vissu leyti fjalla því viðræðurnar sem við stöndum í um aðlögun. Viðræðurnar snúast þó ekki eingöngu um það að kvitta upp á öll lög og stefnumið ESB. Ísland er í raun þegar búið að taka upp í íslenskan rétt megnið af þessum lögum og stefnumiðum í gegnum EES, eða í kringum tvo þriðju hluta þeirra.Samningsmarkmið Aðildarviðræðurnar virka þannig að hvor aðili fyrir sig, ESB og Ísland, hefur sín samningsmarkmið í sérhverjum samningskafla. Af hálfu umsóknarríkis geta þau samningsmarkmið snúist um að njóta sveigjanleika um aðlögunina sem á sér stað eða fá fram ákveðnar sérlausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum í viðkomandi ríkjum. Af hálfu ESB snúast samningsmarkmiðin meðal annars um að fullvíst sé að umsóknarríkið geti staðið við þær skuldbindingar sem felast í aðild og að jafnræðis sé gætt milli aðildarríkja þegar kemur að innleiðingu sameiginlegrar löggjafar. Hvert einasta umsóknarríki í síðustu stækkunarlotu ESB hefur haft sín sérhagsmunamál sem samningamenn hafa lagt mikið upp úr að fá sérlausnir um í aðildarviðræðunum. Í þessu samhengi er gott að líta til Möltu, smáríkis með eingöngu 450 þúsund íbúum. Maltverjar náðu góðum samningi við sambandið. Malta fékk yfir sjötíu sérlausnir og margar þeirra voru varanlegar. Þetta voru ekki veigalítil mál sem samið var um heldur snerust þau til að mynda um kaup erlendra ríkisborgara á landi í Möltu, flæði vinnuafls til landsins og 25 sjómílna efnahagslögsögu fyrir innlenda sjómenn. Samninganefnd Möltu lagði mikla áherslu á smæðina og bar það árangur í samningaviðræðunum. Þess má geta að Maltverjar deildu hart um aðild á sínum tíma og skiptust svo að segja í tvö jafnstóra hópa, með og á móti aðild. Í dag er mikill meirihluti Maltverja hlynntur aðild og deilur heyra fortíðinni til.Sveigjanleiki Stækkunarsaga Evrópusambandsins hefur sýnt fram á að ESB getur sýnt sveigjanleika þegar kemur að reglum sambandsins, allt eftir áherslum og hagsmunum umsóknarríkja hverju sinni. Þeir sem hrópa hæst vegna aðlögunarferlisins svokallaða þyrftu í raun eðli málsins samkvæmt að setja sig upp á móti EES-samningnum. Í gegnum hann hefur mest aðlögun átt sér stað án þess að Íslendingar hafi fengið nokkuð um það að segja. Fáir vilja þó lýsa yfir andstöðu sinni við þann samning enda væri erfitt að sjá fyrir sér hvar við værum stödd í dag án hans. Það að vera í EES en ekki ESB skaðar aftur á móti sjálfsákvörðunarrétt okkar þar sem við fáum ekki að leggja orð í belg þegar kemur að þeim reglum og löggjöf sem samningurinn nær yfir. Samningaviðræður við ESB, og Evrópusamvinnan sem slík, eru jafnframt aðlögunarferli. Það er gott að vera meðvituð um það og fylgjast grannt með gangi mála, fylgjast með því hvað fer í gegnum þingið og þess háttar. Til þess að fylgjast með þurfa þó fleiri að vera upplýstir um virkni ESB og því finnst mér þar af leiðandi allar aðdróttanir að því að loka upplýsingamiðstöð þess, Evrópustofu, algerlega ótækar. Besta leiðin til að efla fullveldið væri tilfærslan frá EES yfir í ESB þar sem rödd okkar mun heyrast.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun