Viðrar vel fyrir þrettándabrennur í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2017 11:45 Brennur verða meðal annars í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Vísir/Anton Víðast hvar um land mun viðra ágætlega til þrettándagleði í tilefni síðasta dags jóla sem er í dag, 6. janúar. Þrettándabrennur verða haldnar víða um land í kvöld. Íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu þó þurft að sætta sig við slyddu eða snjókomu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands nálgast lægðardrag landið síðdegis í dag og fer þá að þykkna upp sunnan- og vestanlands með slyddu, en síðan rigningu á þeim slóðum undir kvöld. Úrkomulítið verður á öðrum landshlutum í kvöld en þó gæti tekið að hvessa í grennd við Eyjafjörð þar sem gert er ráð fyrir vaxandi suðlægri átt. Fjölmargar brennur verða haldnar víða um land. Þrjár brennur verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti. Þá verður þrettándagleði haldin á Ásvöllum í Hafnarfirði. Á Akureyri verður þrettándagleði haldin á íþróttasvæði Þórs, venju samkvæmt. Þrettándagleði Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar verður haldin við Hreggnasa í Bolungarvík og í Fljótsdalshéraði verður þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin með hefðbundnu sniði í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.Veðurhorfur á landinu Vestan 5-13 m/s og stöku él en bjartviðri austantil. Hiti um og undir frostmarki. Hægt vaxandi suðaustanátt síðdegis sunnan- og vestanlands með slyddu eða snjókomu og hlýnar smám saman. Sunnan og suðaustan 10-18 m/s og rigning á láglendi en slydda til fjalla í nótt, en 15-25 m/s á Miðhálendinu og Tröllaskaga. Á morgun kólnar aftur í veðri með suðvestanátt á öllu landinu. Él um landið vestanvert og samfelldari ofankoma annað kvöld en úrkomulítið austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag: Suðaustan 5-13 m/s og skýjað en dálítil snjómugga um landið sunnan- og suðvestanvert framan af degi. Vaxandi austlæg átt síðdegis, víða 15-23 m/s um kvöldið, fyrst við suðurströndina en NV-til um miðnætti. Talsverð slydda eða rigning undir kvöld en snjókoma til fjalla. Úrkomumest á suðaustanverðu landinu. Vægt frost í fyrstu en hlýnar sunnan og vestanlands um kvöldið.Á mánudag: Norðaustan 18-23 m/s og snjókoma á landinu norðanverðu en 10-18 m/s og léttir til sunnan jökla. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á kvöldið. Frost 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 m/s og snjókoma um landið norðanvert en suðvestan kaldi og dálítil slydda eða snjókoma suðvestantil. Úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en froslaust við suðurströndina.Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir norðanátt, dálitla snjókomu og talsvert frost í öllum landshlutum. Tengdar fréttir Þrettándabrennur á þremur stöðum í borginni Þrettándabrennur verða á þremur stöðum í Reykjavík föstudaginn 6. janúar; í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. 4. janúar 2017 14:17 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Víðast hvar um land mun viðra ágætlega til þrettándagleði í tilefni síðasta dags jóla sem er í dag, 6. janúar. Þrettándabrennur verða haldnar víða um land í kvöld. Íbúar höfuðborgarsvæðisins gætu þó þurft að sætta sig við slyddu eða snjókomu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands nálgast lægðardrag landið síðdegis í dag og fer þá að þykkna upp sunnan- og vestanlands með slyddu, en síðan rigningu á þeim slóðum undir kvöld. Úrkomulítið verður á öðrum landshlutum í kvöld en þó gæti tekið að hvessa í grennd við Eyjafjörð þar sem gert er ráð fyrir vaxandi suðlægri átt. Fjölmargar brennur verða haldnar víða um land. Þrjár brennur verða í Reykjavík, í Vesturbænum, Grafarvogi og Grafarholti. Þá verður þrettándagleði haldin á Ásvöllum í Hafnarfirði. Á Akureyri verður þrettándagleði haldin á íþróttasvæði Þórs, venju samkvæmt. Þrettándagleði Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar verður haldin við Hreggnasa í Bolungarvík og í Fljótsdalshéraði verður þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin með hefðbundnu sniði í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum.Veðurhorfur á landinu Vestan 5-13 m/s og stöku él en bjartviðri austantil. Hiti um og undir frostmarki. Hægt vaxandi suðaustanátt síðdegis sunnan- og vestanlands með slyddu eða snjókomu og hlýnar smám saman. Sunnan og suðaustan 10-18 m/s og rigning á láglendi en slydda til fjalla í nótt, en 15-25 m/s á Miðhálendinu og Tröllaskaga. Á morgun kólnar aftur í veðri með suðvestanátt á öllu landinu. Él um landið vestanvert og samfelldari ofankoma annað kvöld en úrkomulítið austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ sunnudag: Suðaustan 5-13 m/s og skýjað en dálítil snjómugga um landið sunnan- og suðvestanvert framan af degi. Vaxandi austlæg átt síðdegis, víða 15-23 m/s um kvöldið, fyrst við suðurströndina en NV-til um miðnætti. Talsverð slydda eða rigning undir kvöld en snjókoma til fjalla. Úrkomumest á suðaustanverðu landinu. Vægt frost í fyrstu en hlýnar sunnan og vestanlands um kvöldið.Á mánudag: Norðaustan 18-23 m/s og snjókoma á landinu norðanverðu en 10-18 m/s og léttir til sunnan jökla. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á kvöldið. Frost 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag: Norðaustan 5-13 m/s og snjókoma um landið norðanvert en suðvestan kaldi og dálítil slydda eða snjókoma suðvestantil. Úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 0 til 6 stig, en froslaust við suðurströndina.Á miðvikudag og fimmtudag: Útlit fyrir norðanátt, dálitla snjókomu og talsvert frost í öllum landshlutum.
Tengdar fréttir Þrettándabrennur á þremur stöðum í borginni Þrettándabrennur verða á þremur stöðum í Reykjavík föstudaginn 6. janúar; í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. 4. janúar 2017 14:17 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Þrettándabrennur á þremur stöðum í borginni Þrettándabrennur verða á þremur stöðum í Reykjavík föstudaginn 6. janúar; í Vesturbæ, Grafarvogi og Grafarholti. 4. janúar 2017 14:17