Innlent

Viðurkenndi skemmdarverk í Landmannalaugum

Gissur Sigurðsson skrifar
Maðurinn sagðist hafa unnið skemmdarverkin í ölæði.
Maðurinn sagðist hafa unnið skemmdarverkin í ölæði. Vísir/Vilhelm
Nú er upplýst hver stóð að skemmdarverkum í klósett- og sturtuhúsinu í Landmannalaugum í fyrrinótt.   Karlmaður   gaf sig fram  við lögregluna á Hvolsvelli í gær og sagðist hafa gert þetta í ölæði.

Að því er fram kom á Facebook-síðu Landmannalauga í gær höfðu 3 af 6 sturtusjálfsölum á staðnum verið brotnir upp og náði maðurinn nokkrum hundraðköllum úr kössunum. Einnig var reynt að brjóta upp aðstöðugjaldskassann en það tókst ekki.



Maðurinn 
bauðst   til að endurgreiða þá peninga, sem hann stal úr sjálfsölum fyrir klósett og   sturtuklefa   í húsinu og bæta það tjón sem hann vann á þeim.  

Nokkra   daga mun taka að koma öllu  í samt lag í húsinu á ný og á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið er.

Það var ekki skemmtileg aðkoma sem beið okkar í morgun inni á klósetthúsi. Einhver/jir höfðu tekið sér steypustyrktarjá...

Posted by Landmannalaugar on Sunday, 23 August 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×