Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 26. október 2015 19:00 Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri Persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna, Van Hao Do og Thi Thuy Nguyen, vegna gruns um málamyndahjúskap. Sá grunur byggir á símtali frá Landspítalanum í kringum fæðingu dóttur hjónanna, þar sem starfsmaður lýsir því að konan sé mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í dag var fallið frá þeirri rannsókn. Van Hao hefur búið á Íslandi frá barnsaldri og er með varanlegt dvalarleyfi hér en Thi sótti fyrst um íslenskt dvalarleyfi fyrir um einu og hálfu ári, eða í júlí 2014. „Það er auðvitað bara mjög ánægjulegt að málið skuli hafa verið afgreitt svona hratt, sex dögum eftir að það komst í umfjöllun. Ég hef ekki áður orðið vitni að svona hraðri málsmeðferð svo við fögnum því,“ segir Björg Valgeirsdóttir lögmaður hjónanna. Engu að síður kærðu Van Hao og Thi Landspítalann í dag fyrir leka á viðkvæmum persónuupplýsingum. „Það er klárt að það hefur verið brotið á þeirra mannréttindum. Ólögleg miðlum upplýsinga eða leki frá Landspítalanum til Útlendingastofnunar, og svo frá Útlendingastofnun til lögreglunnar. Þetta er mjög alvarlegt og þess vegna verður farið með málið alla leið,“ segir Björg. Í lögum um réttindi sjúklinga segir að starfsmaður í heilbrigðisþjónustu skuli gæta fyllstu þagmælsku um allt það sem hann kemst að í starfi sínu. Þá segir í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu. Brot við þessu geta varðað fjársektum eða fangelsi allt að einu ári. Persónuvernd óskaði á föstudag eftir gögnum frá bæði spítalanum og Útlendingastofnunar vegna málsins. „Það á að vera þannig að borgarinn geti treyst því að upplýsingar sem verða til í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna fari ekki annað en þangað sem þær eiga að fara,“ segir Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar. Slík brot séu litin alvarlegum augum. „Persónuupplýsingar hafa verið taldar til grundvallarmannréttinda. Ef að þeim er lekið þá er þetta í eðli sínu brot á mannréttindum fólks,“ segir Helga.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34 Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar. 25. október 2015 19:34
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00