Vigdís: "Ekki halda þessu áfram með þessum hætti“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. ágúst 2013 20:12 Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, í Bítinu á Bylgjunni um málefni Ríkisútvarpsins og fréttastofu RÚV hafa vakið mikla athygli. Orðrétt sagði Vigdís í þættinum: „Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi. Það liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV, sérstaklega þegar þeir standa sig ekki betur en þetta í fréttaflutningi. (leturbr. blm.) Og ég er ekki að tala um mig persónulega heldur almennt hvernig þeir beita sér í almennum fréttaflutningi og eru hlynntir ákveðinni stefnu í landinu.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri sagði í hádegisfréttum okkar að hann teldi að þessi ummæli hafi verið sett fram í fljótfærni. Spurningin sem blasir við er þessi: Mun vera Vigdísar Hauksdóttur í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og í fjárlaganefnd Alþingis skaða þá miklivægu fjárlaga- og hagræðingarvinnu sem er framundan í rekstri ríkissjóðs? Því hefur verið haldið fram að hún þurfi að víkja úr hagræðingarhópnum eftir þessa framgöngu. Vigdís segir sjálf að í ummælum sínum hafi ekki falist hótun um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings sem henni er ekki þóknanlegur.Þessi ummæli þín, eru þau ekki til þess fallin að skaða trúverðugleika vinnu hagræðingarhópsins? „Ég tel svo alls ekki vera því ef að fólk hlustar á viðtalið allt þá kemur það fram á einum stað í viðtalinu að ég sé ekki að snúa þessu að mér persónulega heldur er þetta mín almenna skoðun,“ segir Vigdís.„Þetta samtal þróaðist með þessum hætti“Með því að segja að það þurfi að skera niður hjá Ríkisútvarpinu af því að fréttaflutningurinn er lélegur er það ekki eins og að segja að það þurfi að skera niður hjá Þjóðleikhúsinu af því síðasta frumsýning heppnaðist illa? „Ekki halda þessu áfram með þessum hætti. Ég er búinn að útskýra mál mitt. Þetta er bara þannig að það liggur allur ríkisreksturinn undir starfi þessarar nefndar. Það er samkvæmt okkar erindisbréfi. Þetta samtal þróaðist með þessum hætti í gær svo vitum við hvað gerðist í gærdag varðandi það sem fór inn á netið og annað. Þannig að það liggur allt undir."Þú heldur ekki að niðurskurður hjá RÚV verði gerður tortryggilegur úr þessu? „Nei, að sjálfsögðu ekki." Okkur lék forvitni á að vita hvort forsætisráðherra, samflokksmaður Vigdísar og formaður Framsóknarflokksins, væri sammála Vigdísi. Okkur var hins vegar sagt í forsætisráðuneytinu að ráðherrann myndi ekki tjá sig um ummælin í bili. Sjálf segir Vigdís að enginn í þingflokki Framsóknar hafi gert athugasemdir við ummæli hennar um RÚV. „Nei, enginn,“ segir hún.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira