Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2016 14:15 Vigdís vill að strákarnir í Verzló setjst þegar þeir pissi. Vísir/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“ Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira