Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2016 13:37 Vigdís Hauksdóttir leggur fram umfangsmiklil skif um sig, til lögreglu, skrif sem Vigdís segir níðskrif. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, birti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, dramatíska mynd af útidyrum höfuðstöðva Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Teningunum er kastað - eftir rúmlega sjö ára níðskif um mig á netinu - gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa,“ segir Vigdís. Og hún bætir við: „Nú fer málið í ferli.“ Ekki liggur fyrir hverjir hverja um ræðir eða hvaða ummæli það eru nákvæmlega sem Vigdís vill að lögreglan rannsaki. Vigdís tilkynnti það fyrir nokkru að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi en hún hefur verið afar umdeildur þingmaður, svo ekki sé meira sagt. Því má gera ráð fyrir því að um talsvert mikinn bunka sé að ræða, ef þetta eru ummæli sem Vigdís hefur safnað í heil sjö ár. Vígdís er lögfræðimenntuð, þannig að gera má ráð fyrir því að hún þekki vel þá lagastafi sem snúa að meiðyrðum. ...Uppfært 14:10 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Vigdísi til að fá nánari útskýringar á því hvað um ræðir. Ekki er um það að ræða að margir séu kærðir heldur snýr þessi tiltekna kæra aðeins að Sandkassanum og ritstjóra þeirrar síðu, Gunnari Waage. Vísir greindi í dag frá því að Gústaf Níelsson ætli að kæra síðuna einnig. Nú gerist atburðarás hröð, því nú rétt í þessu var verið að taka þessa síðu, sandkassinn.com, niður. Vígdís segir að aðeins sé einn og einn sem er kærður í senn og ef um væri að ræða allar þær ávirðingar sem á henni hafa dunið undanfarin sjö ár þá myndi slíkt útprentað fylla margar ferðatöskur.Kæran snýr að Sandkassanum „Ég hef verið viðfangsefni haughússins í rúmlega sjö ár. Alveg frá því að það kom í ljós að ég myndi leiða lista í Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn. Fyrir kosningarnar 2009. Ég hef leitt þetta alltsaman hjá mér hingað til þrátt fyrir ótal ábendingar og hvatningu til að gera eitthvað í málinu á þessu tímabili. Hins vegar, það sem fyllti mælinn hjá mér var það sem birtist á netinu í gær, ég fékk vitund um, var bent á það, að ég er þar á lista númer 10 yfir Nýrasista, hvað svo sem það þýðir. Samkvæmt skilgreiningu þess aðila sem heldur úti þessari bloggsíðu þá eiga þeir það sammerkt, sem eru á þessum lista að...“ og nú vitnar Vigdís í Sandkassann: „hér eru listaðir þeir menn og konur sem eru áberandi í umræðum á opinberum vettvangi, gegna ábyrgðarstöðum, háir jafnt sem lágir, sem eiga það sameiginlegt að beita sér af mikilli hörku í garð fjölmenningar á Íslandi. Margir þeirra afneita tilvist fjölmenningar hér á landi alfarið.“ Þetta segir Vigdís alveg galið. „Á þessum grunni byggir kæra mín. Því að samkvæmt þessari skilgreiningu hef ég ekki hagað mér samkvæmt þessum hætti, eina sem ég hef unnið mér til frægðar er að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og barist hart gegn því að Íslendingar tækju á sig Icesave-skuldaklafann.“Mælirinn fullur hjá Vigdísi Vigdís segir sem sagt að um afmarkað viðfangsefni sé að ræða og skýrt fram sett. Og hún hafi haft samband við lögregluna í dag og sagst vilja leggja fram kæru. Hún gekk frá því nú um hádegisbil. Og málið sem sagt í ferli. „Mælirinn er fullur hjá mér. Nú er ég búin að fá nóg, nú svara ég með þessum hætti. Þegar ég er sökuð um eitthvað og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er uppsöfnuð þreyta. Allt í einu fékk ég nóg og það gerðist í morgun. Búin að kæra þessi níðskrif um mig. Geng þar með fram, vonandi verð ég gott fordæmi fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi og mega þola það að sitja undir sífelldum áróðri, lygum og drullu um sjálfan sig. Sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Vona að ég brjóti blað með þessu,“ segir Vigdís. Tengdar fréttir Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, birti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, dramatíska mynd af útidyrum höfuðstöðva Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Teningunum er kastað - eftir rúmlega sjö ára níðskif um mig á netinu - gekk ég á fund lögreglunnar og lagði fram kæru vegna ærumeiðandi ummæla og skrifa,“ segir Vigdís. Og hún bætir við: „Nú fer málið í ferli.“ Ekki liggur fyrir hverjir hverja um ræðir eða hvaða ummæli það eru nákvæmlega sem Vigdís vill að lögreglan rannsaki. Vigdís tilkynnti það fyrir nokkru að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri á Alþingi en hún hefur verið afar umdeildur þingmaður, svo ekki sé meira sagt. Því má gera ráð fyrir því að um talsvert mikinn bunka sé að ræða, ef þetta eru ummæli sem Vigdís hefur safnað í heil sjö ár. Vígdís er lögfræðimenntuð, þannig að gera má ráð fyrir því að hún þekki vel þá lagastafi sem snúa að meiðyrðum. ...Uppfært 14:10 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Vigdísi til að fá nánari útskýringar á því hvað um ræðir. Ekki er um það að ræða að margir séu kærðir heldur snýr þessi tiltekna kæra aðeins að Sandkassanum og ritstjóra þeirrar síðu, Gunnari Waage. Vísir greindi í dag frá því að Gústaf Níelsson ætli að kæra síðuna einnig. Nú gerist atburðarás hröð, því nú rétt í þessu var verið að taka þessa síðu, sandkassinn.com, niður. Vígdís segir að aðeins sé einn og einn sem er kærður í senn og ef um væri að ræða allar þær ávirðingar sem á henni hafa dunið undanfarin sjö ár þá myndi slíkt útprentað fylla margar ferðatöskur.Kæran snýr að Sandkassanum „Ég hef verið viðfangsefni haughússins í rúmlega sjö ár. Alveg frá því að það kom í ljós að ég myndi leiða lista í Reykjavík Suður fyrir Framsóknarflokkinn. Fyrir kosningarnar 2009. Ég hef leitt þetta alltsaman hjá mér hingað til þrátt fyrir ótal ábendingar og hvatningu til að gera eitthvað í málinu á þessu tímabili. Hins vegar, það sem fyllti mælinn hjá mér var það sem birtist á netinu í gær, ég fékk vitund um, var bent á það, að ég er þar á lista númer 10 yfir Nýrasista, hvað svo sem það þýðir. Samkvæmt skilgreiningu þess aðila sem heldur úti þessari bloggsíðu þá eiga þeir það sammerkt, sem eru á þessum lista að...“ og nú vitnar Vigdís í Sandkassann: „hér eru listaðir þeir menn og konur sem eru áberandi í umræðum á opinberum vettvangi, gegna ábyrgðarstöðum, háir jafnt sem lágir, sem eiga það sameiginlegt að beita sér af mikilli hörku í garð fjölmenningar á Íslandi. Margir þeirra afneita tilvist fjölmenningar hér á landi alfarið.“ Þetta segir Vigdís alveg galið. „Á þessum grunni byggir kæra mín. Því að samkvæmt þessari skilgreiningu hef ég ekki hagað mér samkvæmt þessum hætti, eina sem ég hef unnið mér til frægðar er að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og barist hart gegn því að Íslendingar tækju á sig Icesave-skuldaklafann.“Mælirinn fullur hjá Vigdísi Vigdís segir sem sagt að um afmarkað viðfangsefni sé að ræða og skýrt fram sett. Og hún hafi haft samband við lögregluna í dag og sagst vilja leggja fram kæru. Hún gekk frá því nú um hádegisbil. Og málið sem sagt í ferli. „Mælirinn er fullur hjá mér. Nú er ég búin að fá nóg, nú svara ég með þessum hætti. Þegar ég er sökuð um eitthvað og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er uppsöfnuð þreyta. Allt í einu fékk ég nóg og það gerðist í morgun. Búin að kæra þessi níðskrif um mig. Geng þar með fram, vonandi verð ég gott fordæmi fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi og mega þola það að sitja undir sífelldum áróðri, lygum og drullu um sjálfan sig. Sem eiga ekki við nein rök að styðjast. Vona að ég brjóti blað með þessu,“ segir Vigdís.
Tengdar fréttir Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent